Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1997, Síða 14
C W) C c3 C S 3 2 10 t-i 8á ■*-» &o 0,8 —r- ' ~n------1 0 40 80 120 160 200 240 280 320 360 Þéttleiki lirfa 4. mynd. Niðurstöður samkeppnistilrauna með mykjuflugulirfur. 20, 40, 80, 160 og 320 nýklaktar lirfur voru settar í glös (5 af hverjum þéttleika) með 50 g af mykju og stærð flugnanna sem klöktust út mœld. Mœlikvarði á stærð er lógaritmi af lengd (í mm) leggjar á aftasta fœti, sett í 3. veldi. Meðalstærðir og staðalfrávik fyrir hvern þéttleika sýnd fyrir karldýrin annars vegar og kvendýrin hins vegar. Glösin voru höfð við 15°C. Fervika- greiningar sýndu marktæk áhrif aukins þéttleika á stœrð flugna. Ahrifin á karldýrin eru marktœkt meiri en á kvendýrin. - Results of competition experiments with dungfly larvae. Initial larvae densities were 20, 40, 80, 160 and 320 per 50 g ofdung. Size of emerged flies measured and average size calculated. Top line: males. Bottom line: females. Size measure- ment used was HTL3 (hind tibia length cubed). Shown are log of HTV in mm3 and SD. Increased density has a significant effect on adult size and males are affected significantly more then females (see Hrefna Sigurjónsdóttir 1984) . þessu leyti og hafði áhuga á að vita hvað veldur stærðarbreytileika meðal tegundar- innar, hver munurinn er á milli kynjanna og hvaða áhrif mismunandi stærð hefur á hegðun og æxlunarárangur karlflugnanna. Ég ákvað að vinna að þessu verkefni í Englandi undir hans leiðsögn og gerði það á árunum 1977-1980 (Hrefna Sigurjóns- dóttir 1980). Um svipað leyti lagði Gerald Borgia (1980) stund á rannsóknir á tegundinni í Bandaríkjunum. Ég hélt síðan áfram rannsóknum á mykjuflugunni hér á íslandi og safnaði flugum 1981, 1982 og 1984 (Hrefna Sigurjónsdóttir og Sigurður Snorrason 1995) og árið 1992 athugaði ég lítilsháttar hegðun karlflugna í Finnlandi. Parker hefur einnig, ásamt samstarfs- mönnum sínum Leigh Simmons, Paul Ward o.fl., stundað frekari rannsóknir á mykjuflugunni í Englandi þar sem sjónum var beint að áhrifum líkamsstærðar á mökunartíma, áhrifum erfða á stærð o.fl. (Simmons og Parker 1992, Parker, Simmons og Ward 1993, Parker og Simmons 1994). VlNNUSTOFUTlLRAUNIR Meðal skordýra er það regla að stærð fullorðinna dýra ræðst af því hversu stórar lirfurnar eru þegar þær púpa sig. Almennt gildir að eftir því sem lirfur ná að éta meira því stærri verða flugurnar. Það var því líklegt að aðstæður á lirfustigi hjá mykjuflugunni réðu miklu um stærð fullorðnu flugnanna. Niðurstöður tilrauna með mismunandi fjölda lirfa í sama magni af mykju sýndu að 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.