Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 40

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 40
I. mynd. Skriðnafellsnúpur á Barðaströnd séður úr austri. - Mt. Skriðnafellsnúpur viewed from the east. Ljósm./Photo: Magnús A. Sigurgeirsson. ■ STEINGERÐAR GRÓÐURLEIFAR FRÁ TERTÍER Nokkrar rannsóknir hafa farið fram á blágrýtismyndun Vestfjarða, s.s. á upp- hleðslu hraunlagastaflans, aldri og milli- lögum hrauna. Frá árinu 1984 hafa jarð- fræðinemar við Háskóla Islands kortlagt jarðlög á Barðaströnd og hafa niðurstöður verið lagðar fram í B.S.-ritgerðum og skýrslum. Samkvæmt rannsóknum McDougall o.fl. (1984) liðu að jafnaði um fimm |rúsund ár á milli þess sem hraun runnu á vestan- verðum Vestfjörðum. Athuganir Roaldset (1983) leiddu í ljós að millilögin hafi upprunalega verið mestmegnis úr gjósku. Þegar gjóskan síðan ummyndaðist í tímans rás, í röku og hlýju loftslagi, sköpuðust ákjósanleg skilyrði til jarðvegsmyndunar. Sums staðar eru varðveitt þykk setlög sem sest hafa til í stöðuvötnum. I þeim finnast steingerðar leifar gróðurs, s.s. trjábolir, blaðför, fræ og frjókorn, sem veita mikilvægar upplýsingar um flóru og loftslag á tertíer. Steingervingarnir gefa til kynna að hérlendis hafí vaxið ýmsar kulvísar tegundir trjáa og plantna við sambærileg skilyrði og nú eru í laufskógabelti austanverðra Bandaríkjanna (Leifur A. Símonarson 1981). Kolaðirútflattirtrjábolir, svokallaður viðarbrandur, benda til að stórvaxin tré hafi vaxið hér á þessum tíma. I hraunlögunum sjálfum geta einnig varðveist ýmis merki um trjágróður, s.s. trjábolaför og afsteypur trjábola, auk afsteypa af könglum og koluðum viði (sjá samantekt hjá Friedrich 1968). Á Vestfjörðum eru trjábolaför algeng í hraunum. Finnast þau einkum við neðri lagmót hraunlaga. í Skriðnafellsnúpi fundust slík för í sex hraunlögum. Trjá- bolaför eru talin myndast á eftirfarandi hátt: Þegar trjábolur hylst hrauni tekur fyrir aðstreymi súrefnis, sem veldur því að skjótur bruni getur ekki átt sér stað. Bolurinn heldur lögun sinni á meðan hraunið storknar og síðar þegar viðurinn kolast og eyðist myndast holrými, þ.e. trjábolafar. Trjábolaafsteypa verður til þegar trjábolafar fyllist af bergbráð. 34

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.