Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 52
5. mynd. Meðal- lengdir árganga í tilraunaveiðum í Mjóavatni, Aust- ara-Friðmundar- vatni, Vestara- Friðmundarvatni og Þrístiklu árin 1988, 1992 og 1995. - Mean n length of year- classes of Arctic charr in Lake Mjóavatn, Lake Austara-Frið- mundarvatn, Lake Vestara- Friðmundarvatn and Lake Þrí- stikla in 1988, 1992 and 1995. —i 12 vötnunum. Síðan verður sú þróun að í röskuðu vötnunum (A-Friðmundarvatni og Þrístiklu) tekur yngri fiskur vaxtarkipp en bleikjan í viðmiðunarvötnunum ekki. Þegar komið er fram til 1995 er munur á lengd allra aldurshópa milli raskaðra vatna og viðmiðunarvatna (5. mynd). Ekki má gleyma því að fiskur getur hrakist niður veiluleið Blöndu en ekki er gengt upp á við og því getur skýringarinnar að hluta til verið að leita í reki hraðvaxta fisks úr Blöndulóni. Verulegar breytingar urðu á holdafari bleikjunnar í grunnu vötnunum þremur milli áranna 1988 og 1989 en ekki í Þrístiklu (6. mynd). Hlutfallslegurholdastuðull (Khlui) óx verulega með aukinni lengd í öllum vötnunum árið 1988, nema lítillega í Mjóavatni. Árið eftir hafði hlutfallslegur holdastuðull lækkað verulega á bleikju yfir 25 cm stærð (nema í Þrístiklu) svo að t.d. í Mjóavatni og V-Friðmundarvatni var 35 cm bleikja horaðri en 20 cm bleikja. Næstu árin hækkaði hlutfallslegur holda- stuðull (Kh|ul) aftur í óröskuðu vötnunum (Mjóavatni og V-Friðmundarvatni) og 1995 var holdafar með hæsta gildi yfir rannsókna- tímann (6. ntynd). I röskuðu vötnunum (A- Friðmundarvatni og Þrístiklu) hækkaði holdastuðullinn skjótt eftir niðursveifluna 1989 og var mjög hár í A-Friðmundarvatni 114

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.