Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 96

Náttúrufræðingurinn - 1999, Page 96
Kristjaníu (Osló) árið 1901, þegar Victor Moritz var 13 ára gamall, en faðir hans hafði sótt um stöðu prófessors í efnafræði við háskólann þar árið áður, þegar Peter Waage lét af störfum fyrir aldurs sakir. Waage var þekktur norskur efnafræðingur og hann og landi hans C.M. Guldberg eru höfundar massaverkunarlögmálsins svonefnda í efnafræði. Goldschmidt yngri lauk stúdentsprófi í Kristjaníu 1905, sama ár og Noregur hlaut sjálfstæði, og hóf um haustið nám í jarðfræði við háskólann þar í borg. Doktorsprófi þaðan lauk hann árið 1911. Ritgerðin fjallaði um myndbreytt berg umhverfis innskot af storkubergi á Oslóarsvæðinu. Við túlkun gagna beitti hann aðferðum eðlisefnafræði, nánar tiltekið efnavarmafræði. Þar koma vafalaust til áhrif frá efnafræðingnum föður hans. Hollendingurinn van’t Hoff, prófess- or í eðlisefnafræði og góðvinur Heinrichs Goldschmidt, hafði fyrstur manna hagnýtt sér efnavarmafræði við túlkun jarðfræði- legra fyrirbæra, þ.e. steinda í setlögum sem myndast höfðu við uppgufun á sjó. Annars naut Goldschmidt yngri leiðsagnar norska steindafræðingsins Waldemars Brpgger í námi sínu, en hann var meðal fremstu steindafræðinga síns tíma. Meðan Victor Moritz var við nám ferðaðist hann talsvert. Meðal annars dvaldi hann í einn vetur í Vín hjá Becke, einum þekktasta steinda- og bergfræðingi þess tíma. Allir sem numið hafa jarðfræði og þekkja til smásjárskoðunar á steihdum og bergi kannast við Becke-línuna svonefndu. Einnig dvaldist Goldschmidt um tíma í Freiburg í Þýskalandi, hjá prófessor Mayer, og kynnti sér þar geislavirkni efna. Ævistarfi Victors Moritz Goldschmidts má skipta í nokkur skeið eftir rannsóknarverk- efnum, en þau eru bergfræði, kristalefnafræði, dreifing frumefna í steindum og öðrum jarðefnum og hringrás þeirra á jörðinni. Mestan hluta starfstíma síns var hann í Osló, eðafráþvíhannlauknámi 1911 ogframtil 1929 og afturfrá 1935 til 1942. Á tímabilinu 1929- 1935 var hann við háskólann í Göttingen, en hrökklaðist þaðan undan ofsóknum nasista. Eftir að nasistar hertóku Noreg lenti Goldschmidt í fangabúðum, en slapp til Svíþjóðar 1942 og fór þaðan ári síðar til Bretlands. Þar dvaldi hann fram yfir stríð. Árið 1946 hélt Goldschmidt enn til Noregs og lést þar skömmu síðar, eða 20. mars 1947. ■ BERGFRÆÐI Meðan á náminu stóð og í upphafi starfsferils síns vann Goldschmidt mikið útivið í tengslum við jarðfræðikortlagningu og rannsóknir í bergfræði. 1 doktorsverkefni sínu lagði hann áherslu á athuganir á hornfelsi umhverfis storkubergsinnskot á Oslóarsvæðinu, en svo nefnist berg sem hefur bakast og umkristallast í næsta nágrenni innskota. Bergið var setberg af ýmsum gerðum, svo sem kalksteinn og leirsteinn, og með mjög breytilega efna- samsetningu. Steindir í þessu hornfelsi skipta tugum. Með því að beita hamreglu Gibbs komst Goldschmidt að þeirri niður- stöðu að steindasamsetning hornfelsins á hverjum stað réðist af efnasamsetningu bergsins og þeim hita og þrýstingi sem ríkt hefði þegar setlögin breyttust í hornfels. Hamreglan var sett fram af bandaríska eðlisefnafræðingnum James Willard Gibbs árið 1875. Við túlkun hinna jarðfræðilegu gagna gætir örugglega áhrifa frá föður Goldschmidts sem eins og áður kom fram var vinur hollenska efnafræðingsins van’t Hoff en sá síðarnefndi beitti hamreglu Gibbs fyrstur manna árið 1903 í jarðfræðilegum tilgangi, þ.e. til að skýra steindasamsetn- ingu saltlaga sem myndast höfðu við upp- gufun sjávar. Hamregla Gibbs er yfirleitt rituð á eftir- farandi formi: P+F=C+2 sem þýðir að í sérhverju efnakerfi sem er í jafnvægi erfjöldi hama (P) plús fjöldi óháðra breytistærða (F = hiti, þrýstingur og’efna- samsetning) hinn sami og fjöldi efna í kerfinu (C) plús 2. Goldschmidt útfærði ham- regluna fyrir steindir á þann veg að í bergi með ákveðna efnasamsetningu hlýtur hver 238
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.