Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 12
Fréttir Bláfiskur á bármi útrýmingár Bláfiskurinn, Latimeria chalumnae, sem fannst árið 1938 úti fyrir Suður-Afríku og reyndist lifa við strendur Kómoreyja á Indlandshafi, nærri norðurodda Mada- gaskars, er eina núlifandi tegund skúf- ugga. (Sjá grein í Náttúrufræðingnum 64 (3), bls. 193-202, 1995.) Raunar orkar tvímælis hversu lengi hug- takið „núlifandi“ á hér við. Eftir að heima- mið fiskanna fundust í árslok 1952 sóttust vísindamenn og söfn víða um heim eftir þeim. Þar kom að menn óttuðust að teg- undin væri í hættu vegna „vísindaveiða" og bláfiskurinn hefur verið alfriðaður síðan 1991. En hann er eftirsóttur á svört- um markaði þar sem fæst fyrir hann and- virði 500 til 2000 bandaríkjadala, en meðaltekjur á Kómoreyjum samsvara 430 dölum á ári. Við þetta bætist að eyjaskeggjar, sem til skamms tíma lifðu einkum á landbúnaði, hafa ofboðið landinu með tilheyrandi upp- blæstri og snúa sér því í vaxandi mæli að fiskveiðum. Hefðbundnar veiðar voru stundaðar af holum eintrjáningum, árabát- um sem komust skammt frá landi. Ráðgjafar Evrópubandalagsins, en það veitir eyjunum efnahagsaðstoð, komu til skjalanna 1989 og lögðu sjómönnum til báta úr trefjagleri með utanborðsmótorum, sem nota mátti við veiðar á túnfiski og fleiri tegundum allt að 10 km frá Iandi. Jafnframt fengu fiskimennirnir nýja gerð af línum sem lagðar voru út frá duflum og margfölduðu aflann. Framan af urðu þessar nýjungar blá- fiskinum til verndar, þar sem hann lifir nær ströndinni en duflin voru lögð. En þar kom brátt að utanborðsmótorarnir biluðu og evrópsku ráðunautunum láðist að kenna heimamönnum að halda þeim við. Þeir lögðu því fljótlega trefjaglersbátunum og hófu á ný að stunda fiskveiðar úr ein- trjáningunum - en með nýju línunum. Þótt ólöglegt sé að veiða bláfiska er ljóst að nýju veiðiaðferðirnar ganga stórlega á stofn þeirra. Um það vitnar Hans Fricke sem fylgst hefur með fiskunum úr köfunar- hylkjum og nefndur er í framangreindri ritsmíð minni. Vísindamenn sem bjarga vilja bláfisk- inum binda margir vonir við Alþjóðabank- ann. Jan Post, vistfræðingur og starfs- maður bankans, leggur til að fiskimenn á Kómoreyjum verði aðstoðaðir á þann hátt að fiskisókn þeirra breytist bláfiskinum í hag. Hann segir að hjálpin muni kosta nokkur hundruð þúsund dali. Ef þetta gengur ekki upp, segir Hans Fricke, verða engir „lifandi steingerv- ingar" [af þessari tegund] eftir árið 2000. New Scientist 146/1978, 28.5. 1995. MaLARÍÁ Á ÍSLANDl? Allt að tvær milljónir manna verða árlega malaríu að bráð, flestir í Afríku. A heitustu og rökustu svæðum hitabeltisins er sjúk- dómurinn landlægur árið um kring og banar einkum ungum börnum. Aðrir hafa öðlast ónæmi gegn veikinni. í útjöðrum útbreiðslusvæðisins, þar sem veikin herjar aðeins nokkra mánuði á ári, er ónæmi fágætara og dánartalan mun hærri. Nú hafa nokkrar alþjóðastofnanir lagt fram spár um hugsanlega útbreiðslu malaríu á fyrri hluta næstu aldar út frá gögnum um breytta veðráttu vegna gróðurhúsaáhrifa. Miðað er við meðalhita yfir 20°C og meira en 55% raka til þess að malaríu gæti. Samkvæmt einni af fimm spám megum við búasl við malaríu á íslandi af völdum gróðurhúsaáhrifa áður en 21. öldin er hálfnuð. New Scientist 146/1978, 28.5. 1995. Örnólfur Tltorlacius tók saman. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.