Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 109

Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 109
sumar jafnvel mjög vel. Fyrst og frenrst er það að þakka leiðsögumönnunum, sem að vanda hafa undirbúið ferðirnar vel og lagt sig í líma unr fræðsluna, þó allt vinni þeir þetta í sjálfboðavinnu. Kann félagið þeim hugheilar þakkir fyrir. Drjúgan þátt í þessum góðu ferðum eiga einnig bílstjórarnir hjá Guð- mundi Jónassyni, sem með lipurð og útsjón liafa jafnan skilað ferðalöngunum á réttan stað á réttum líma. Eiga þeir lilýjar þakkir félagsins skildar. Þakkir eiga einnig skildar þeir mörgu sem hafa tekið á móti og hýst þátttakendur í ferðum þessum, en ekki síst eru þessar góðu ferðir þátttakendum sjálfum að þakka, senr hafa gert þær sérlega ánægju- legar með glaðværð sinni og áhuga. Fuglaskoðun á Reykjanesi Farin var fuglaskoðunarferð suður á Reykja- nesskaga laugardaginn 14. maí, í samvinnu við FÍ, með Ieiðsögn hinna ágætu leiðsögu- manna Gunnlaugs Péturssonar og Gunnlaugs Þráinssonar. Farið varfrá Umferðarmiðstöð- inni um kl. 10 og komið aftur undir kvöld. Veður var fremur svalt en þurrt, bjart og sólríkt. Fyrst var skoðað fuglalífið í Vatns- mýrinni og á Álftanesi við Bessastaði. Síðan var ekið suður á Suðurnes og hugað að fuglalífi á Njarðvíkurfitjum, í Garðinum, við Garðskagavita og við Sandgerðishöfn. Þaðan var farið suður um Hafnir og lilið til bjargfuglanna í Hafnarbergi en þaðan aftur til Reykjavíkur. Ferðin tókst ágætlega vel, en þátttakendur voru 35. FÍ sá um fararstjórn. Iarðfræðiskoðun á Reykjanesi Jarðfræðiskoðunarferð var farin út á Reykja- nes í samvinnu við FÍ laugardaginn 28. maí. Leiðsögumenn voru jarðfræðingarnir Sig- mundur Einarsson og Magnús Sigurgeirsson og sáu þeir einnig um fararstjórn. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 10 og komið aftur undir kvöld. Veður var svalt og skýjað þegar upp var lagl en kyrrt og brá til sólar á nesinu. Skoðaðar voru einkum gos- menjar frá sögulegum tíma, öskugígur á Reykjanestá, Stampahraun og önnur söguleg liraun og eldstöðvar. Þátltakendur voru 15. Umhverfisskoðun Umhverfisskoðunarferð var farin laugardag- inn 11. júní. Lagt var upp frá Umferðar- miðstöðinni um kl. 13 og farið fyrst að vatnsbólum Reykjavíkur hjá Gvendarbrunn- um. Þar tók Guðmundur Jónsson, stöðvar- stjóri hjá vatnsveitunni, á móti hópnum í hinu glæsilega brunnhúsi veitunnar og kynnti l'yrir honum sögu og rekstur vatnsveitunnar. Þaðan var farið um Sandskeið og upp í Bláfjöll, þar sem gert var kaffthlé við þjón- ustumiðstöðina. Skýjað var þar efra, regnúði og skyggnislítið. Úr Bláfjöllum var ekið út með fjöllum, staðnæmst á Undirhlíðum og litið á efnisnám, vatnsverndarsvæði og gíga- raðir. Þaðan var farið út að Vatnsskarði, litið á fleiri efnisnám og gengið á Fjallið eina, en af því er merkilega mikið útsýni. Veður var þar orðið skaplegt. Aftur til Reykjavíkur var komið um kl. 18. Leiðsögumenn og farar- stjórar voru Freysteinn Sigurðsson og Gutt- ormur Sigbjarnarson. Þátttakendur voru 13 talsins. SÓLSTÖÐUFERÐ í DaLI Helgina 25. og 26. júní varfarin sólstöðuferð vestur í Dali og Saurbæ. Leiðsögumenn voru Karl Gunnarsson þörungafræðingur og Hreggviður Norðdahl jarðfræðingur. Lagt var upp frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 á laugardag, 25. júní, og farið þann dag vestur að Laugum í Sælingsdal, þar sem gist var. Veður var svalt þennan dag og norðaustan- gjóla. Bjart var sunnan Snæfellsness en skýjað norðan þess og heldur hvassara. Staldrað var á jökulgörðunum við Fiskilæk í Melasveit og áfangi gerður í Borgarnesi. Hádegishlé var gert við gígana í Rauð- hálsahrauni, en gosstöðin er talin vera frá sögulegum tíma og sú sem getið er í sýn Sel- Þóris f Landnáinu. Þaðan var farið norður Heydal, ekið inn með Hvammsfirði og staldrað á Kambsnesi. Þar var litið á malar- hjalla frá ísaldarlokum og skyggnst yfir Hvammsfjörð. Ekið var svo inn á Laxárdal og skoðaðar jökulmenjar í bökkum Laxár. Þar var svo gert kaffihlé en áfangi í Búðardal. Utan við ána Fáskrúð var farið niður á ljöru og skoðaður fjörugróður, einkum þang og þari. Komið var um kl. 19 að Laugum og gisl þar um nóttina. Sunnudaginn 26. júní var lagt upp frá Laugum um kl. H) og stel'nt úl á Meðal- fellsströnd. Veður var ágætt, lofthiti yfir 10°C þegar á daginn leið, hæg norðaustanátt, 217
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.