Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 14
Halastjarnan HALE-BOPP GUNNLAUGUR BJÖRNSSON Halastjörnur hafa löngum þótt með áhrifameiri fyrirbærum sem birtast á himinhvelfingunni. Fyrr á öldum voru þær taldar undanfari válegra tíðinda enda birtust þær upp úr þurru á hvelfíngunni. Nú er halastjörnunnar Hale-Bopp hins vegar beðið með eftir- væntingu en hún verður næst jörðu 22. mars nk. Hún sést nú þegar með berum augum en kjarni hennar er stærri en flestra þekktra halastjarna. Veturinn 1995-1996 heimsótti halastjarnan Hyakutake innsta hluta sólkerfisins. Varð hún ______ bjartasta halastjarna sem birst hefur á næturhimninum um allnokkurt skeið, nægilega björt til að auðveldlega mátti sjá hana berum augum. Vakti hún því talsverða athygli, jafnvel þó nútímamcnn telji halastjömur ekki lengur fyrirboða válegra tíðinda. Þann 23. júlí 1995 fundu bandarískir stjömuáhugamenn, Alan Hale og Thomas Bopp, hvor í sínu lagi halastjömuna sem við þá er kennd. Á þeim tíma var hún utan við braut Júpíters, mun utar í sólkerfinu en aðrar halastjömur sem áhugamenn hafa Gunnlaugur Bjömsson (f. 1958) lauk B.S.-prófi í eðlisfræði frá Háskóla íslands 1982. Hann var kennari við Fjölbrautaskólann á Akranesi 1982-1984, stundaði rannsóknir um fjögurra ára skeið við Nordita i Kaupmannahöfn og lauk doktorspróli í stjameðlisfræði frá University of Illinois 1990. Gunnlaugur hefur starfað hjá Raunvísindastofnun Háskólans frá 1991. 124 fundið til þessa. Hins vegar reyndist hún til muna bjartari en aðrar halastjörnur sem sést hafa úr sömu ijarlægð. Vakti það vonir manna um að hún myndi verða enn bjartari en Hyakutake er hún kæmi innar i sólkerfið. Hafa þær væntingar ræst að mestu leyti, eins og vikið verður að síðar. Halastjörnur Halastjörnur em að mestu leyti samsettar úr ísefnum blönduðum jarðefnum ýmiss konar. Talið er að þær séu leifar efnisins sem sólkerfið myndaðist úr. ísefnið gufar upp er halastjarnan kemur inn undir sól og myndar hjúp um fastan kjarnann. Hjúpur- inn endurkastar sólarljósinu afar vel og geta halastjömur því orðið mjög bjartar ef afstaða þeirra til jarðar og sólar er heppileg. Sólvindurinn blæs svo hluta ísefnisins út í geiminn og myndast þá halinn sem ávallt vísar frá sól.* í innsta hluta sólkerfisins er nú orðið fremur lítið um halastjömur en enn heim- sækja okkur halastjömur sem dveljast að mestu utarlega í sólkerfmu og jafnvel langt utan þess. Flestar eru þær á braut um sólu og hafa umferðartíma allt frá nokkrum ámm og upp í tugþúsundir ára. Sumar em reyndar á opnum brautum sem kallað er og koma því einungis einu sinni inn að sól en síðan aldrei aftur. Braut Hale-Bopp er mjög aflangur spor- baugur. Áður en hún kom inn undir sól að * Sjá nánari lýsingu á halastjömum í grein höfundar „Árckstur aldarinnar" i 2.hefti 64. árgangs Náttúru- fræðingsins, bls. 131-138.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.