Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 49
Ágúst H. Bjarnason: Skýrsla um Hið íslenska náttúrufræðifélag fyrir árið 1984 FÉLAGAR í árslok 1984 voru skráðir félagar og kaupendur að Náttúrufræðingnum samtals 1764. Þeir skiptust þannig: Heiðursfélagar 4, kjörfélagar 2, ævifélagar 34, ársfélagar innanlands 1538, félagar og stofnanir er- lendis 63 og innlendar stofnanir 123. Þær breytingar, sem urðu á fjölda fé- laga, eru þessar: Nýir félagar eru 65 en 114 hurfu úr félaginu (31 sagði sig úr því, 63 voru strikaðir út af félagaskrá vegna van- goldinna gjalda og 20 eru látnir). Sam- kvæmt þessum tölum fækkaði félögum og kaupendum að Náttúrufræðingnum á síð- asta ári um 49. Sé heildarfjöldinn — 1764 — hins vegar borinn saman við félagatölu fyrir árið á undan, en þá voru 1802 skráðir félagar, kemur í ljós að félögum hefur fækkað en um 38 en ekki 49. Ástæðan fyrir þessu ósamræmi er sú, að eitthvað fór úrskeiðis, þá er ákveðið var að skipta um afgreiðsluhætti og umsjá félagaskrár í desember 1983 til febrúar 1984. Eins og áður sagði létust 20 félagsmenn á síðasta ári. í þeim hópi voru fimm ævifé- lagar: Árni Þórðarson, fyrrv. skólastjóri, félagi frá 1942, dr. Ástvaldur Eydal, félagi frá 1945, Halldór Pálsson, fyrrv. búnaðar- málastjóri, félagi frá 1941, Jakob Bjarna- son, bóndi, félagi frá 1920 og Trausti Ein- arsson, prófessor, félagi frá 1941. STJÓRN OG STARFSMENN Núverandi stjórn Hins íslenska náttúru- fræðifélags var kosin á aðalfundi 1984 og er þannig skipuð: Formaður: Ágúst H. Bjarnason, varaformaður: Bergþór Jó- hannsson, gjaldkeri: Ingólfur Einarsson, ritari: Axel Kaaber og meðstjórnandi: Jón Eiríksson. í varastjórn voru kjörin: Ingi- björg Kaldal og Þór Jakobsson. Endur- skoðendur: Einar Egilsson og Magnús Árnason; varaendurskoðandi: Gestur Guðfinnsson. Erling Ólafsson, Náttúrufræðistofnun íslands, var ráðinn á árinu til þess að ann- ast afgreiðslu tímaritsins, halda félagaskrá, sjá um innheimtu og ýmislegt annað bæði stórt og smátt. Ritstjóri Náttúrufræðings- ins var Helgi Torfason. Stjórn Minningarsjóðs Eggerts Ólafs- sonar skipuðu: Guðmundur Eggertsson, Ingólfur Davíðsson og Sólmundur Einars- son, sem var gjaldkeri. Óskar Ingimarsson var varamaður í stjórn sjóðsins. Stjórnin hélt átta fundi á árinu. Á þeim var fjallað um málefni félagsins eins og skylt er og rætt um skipulag fræðslusam- koma, fræðsluferðir og ýmis önnur mál. Verður drepið á nokkur hin helstu hér síðar. Sú nýbreytni, sem reyndar er sjálf- sögð, var tekin upp í þessu félagi að boða varamenn í stjórn á hvern fund. Vara- mennirnir, Ingibjörg og Þór, hafa ekki síður sótt fundi en aðalmenn, tekið virkan þátt í störfum til jafns við aðra og veitt stjórn mikinn styrk. Að auki sótti formað- ur ýmist einn eða ásamt öðrum úr stjórn nokkra aðra fundi. Félagið sendi einn fulltrúa á þing Nátt- úruverndarráðs og fór Sigurður Snorrason að þessu sinni. Þá héldu Hrefna Sigurjóns- dóttir og Þóra E. Þórhallsdóttir sem full- trúar á aðalfund Landverndar. í dýra- verndarnefnd sat Sigurður H. Richter af félagsins hálfu og Agnar Ingólfsson var í fuglafriðunarnefnd. Flórunefnd skipuðu: 95

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.