Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 36
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Jón Jónsson: Landbrotshraunið Landbrotið er löngu írægt orðið fyrir hina sérkennilegu hraun- hóla, Landbrotshóla, sem ná yfir svo að segja alla sveitina. Hólar þessir eru gervigígir, og er talið, að þeir hafi myndazt við rennsli Iirauns yfir votlendi. Þeir íslendingar, sem eitthvað hafa um gervigígi ritað, virðast telja Þorvald Tlioroddsen upphafsmann þessarar skýringar á mynd- un hraunhólanna í Landbroti, Álftaveri og víðar, og víst er, að hann minnist oftar en einu sinni á hana í ferðasögu sinni um Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1893 (1. bls. 110, 117). Hitt er þó engu að síður víst, að þessi skýring á myndun Rauð- hóla hjá Elliðavatni og einnig Landbrotshóla var prentuð alllöngu áður en Þorvaldur fæddist. Á árunum 1835 og 1836 ferðaðist Frakkinn Paul Gaimard ásamt nokkrum frönskum vísindamönnum um ísland. Þeir gerðu ýmsar athuganir og söfnuðu margskonar fróðleik um land og þjóð. Árangurinn af athugunum þeirra liggur fyrir í stóru riti: „Voyage en Islande et au Groénland," sem út kom í París á árunum 1838- 1852. Það er í 9 bindum, og má þar fá mikinn fróðleik um ísland á þessum tíma. Jarðfræðingur leiðangursins var Eugéne Robert, og hefur hann ritað 6. bindi þessa ritverks: „Mineralogie et Geo- logie.“ Þessi franski jarðfræðingur skoðaði Rauðhóla við Elliðavatn og taldi, að þeir væru gervigígir, þeir hefðu myndazt við það, að liraunið rann út í stöðuvatn og fyllti það að nokkru. Síðar hafa ýmsir aðrir erlendir vísindamenn athugað Rauðhóla. Meðal þeirra má nefna M. v. Komorowicz, A. Sieberg, W. v. Knebel og H. Reck. Sumir hafa talið hólana raunverulega eldgígi. Nú á dögum hygg ég að flestir muni fremur aðhyllast skoðanir þær, sem Eugéne Ro- bert setti fram fyrir meir en hundrað árum. Þegar Eugéne Robert kom austur í Landbrot og sá hólana þar, fannst honum auðsjáanlega mikið til um þetta afar sérkennilega landslag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.