Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12
138 NÁTTÚRUFR. konar illþýði ásækir hann, bæði rándýr og ránfuglar. í alþýðu- vísu einni í Svíþjóð segir svo: ’ Miinskor, hundar, vargar, riivar, kattor, márdar, vesslor, örnar, korpar, krákor, liökar, ]o lámma haren ingen ro. Skata, uv ej att förgáta, alla, alla lionom fráta.1) Það er með öðrum orðum engin sú ketæta til, að hún hafi ekki hérann að æti. Og eina varnartækið, sem hann hefir gegn öllum þessum óvinum sínum, er hræðslan, flóttinn. í litlendum Snœhéri (B. Sæm.: Spendýrin). málum eru ýmis orðatiltæki orðin til í sambandi við hérann, og ÖJI á einn veg að merkingunni til. í Svíþjóð er talað um að „grípa til héravopnsins“, þ. e. að leggja á flótta; í Þýzkalandi er sagt, ao einhver „sofi eins og héri“, þ. e. þori ekki að sofa, eða sofi með öðru auganu, o. s. frv. Maður sér heldur varla svo mynd af héra, að hann sé ekki á flótta. En þess má líka geta héranum til lofs, að þetta lífsnauðsynlega varnartæki hans er orðið að íþrótt, meiri en jafnvel hjá nokkru öðru dýri. Hann lætur aldrei koma að sér óvörum, jafnvel ekki sofandi. Verði hann var við 1) Menn, liuudar, úlfar, refir, kettir, merðir, víslur, ernir, hrafnar, krákur, fálkar, gaupa, sjá hérann aldrei í friði, að ógleymduin skjó og uglu, allir, allir éta hann.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.