Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1935, Blaðsíða 6
50 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiiiiiimimmimmmiiiiiiiiiiiiiiimiiifiimmmmmiimiiimiiiiimiiimiimimimmiiiiiimimiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiift upplýsingar um það, hvaða tegundir þeir finna, og umfram allt,. senda þær tegundir til ákvörðunar, sem þeir þekkja ekki sjálfir. Ef að ritgjörðin nær þessum tilgangi, þá hefur hún unnið sitt verk. Þá, og því aðeins, getum við öðlast fullnaðar-þekkingu á því, hvaða tegundir landsnigla hér eiga heima, og kynnst út- breiðslu þeirra. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að nokkrar af teg- undunum séu algengar í sumum landshlutum, en sjaldgæfar ann- ars staðar. Um þetta vitum við, nú sem stendur, aðeins nokkuð, en því miður harla lítið. Grein þessa ber því, þegar öllu er á botn- inn hvolft, að skoða sem tilraun til þess að mjaka þekkingu okk- ar á dýralífi landsins einu feti áfram, með því að kalla á almenn- ing til aðstoðar hinum fáu fagmönnum. Það er enginn vafi á því,. að þetta verður einhvern tíma rannsakað, fyr eða síðar. Hingað koma margir útlendingar á hverju ári. Þeir safna margir miklu,. og bæta við þekkingu manna á dýralífi landsins. En það ætti að vera metnaðarmál allra góðra Islendinga, að við mættum sem mest vinna sjálfir að því starfi að kynnast landinu okkar, og kynna það öðrum. Ef að þessi tilraun ber þann árangur, sem æskilegt væri, myndi því verða fagnað með því að birta sem fyrst samskonar yfirlit um aðra dýraflokka, eftir því, sem þekking okkar frekast leyfir. Það er nóg verk að vinna fyrir hvern, sem hefur löngun til, hvort sem hann er skólagenginn eða ekki. Ástæð- an til þess, að eg hefi valið sniglana sem „tilraunadýr", er sú, að af þeim er fátt hér á landi, og því auðvelt að átta sig á þeim, og frekar auðvelt að greina tegundirnar hverja frá annari. Til þess að forðast misskilning, verðum við að gera okkur grein fyrir muninum á merkingu orðanna „snigill“ og „kuðung- ur“. Snigill þýðir dýrið í heild, en kuðungur er skel þess nefnd- Brekkusnigillinn hefur engan kuðung (enga skel), en .flestir sniglar hafa kuðung. Beitukóngurinn, sem við finnum í fjörunni,. Myndir af íslenzkum landsniglum I. KuSungslausir sniglar. 1. HlíSasnigill (Limax arborum). Eðlileg stærð. 2. Brekkusnigill (Agriolimax agrestis). Dálítið stækkaður. 3. RauSi snigill (Agriolimax laevis). Sttækkaður þrefalt. 4. Svarti snigill (Arion ater). Hnipraður saman. Eðlileg stærð. 5. Brúni snigill (Arion subfuscus). Eðlileg stærð. G. Garðasnigill (Arion hortensis). Séður að ofan og frá hægri hlið. Stækk- aður tvöfalt. 7. Randasnigill (Arion circumscriptus). Séður að ofan og frá hægri hlið_ Dálítið stækkaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.