Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1937, Page 16
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN iiiimmiimmmiiiiiiiiiiimiiimmiiimiiiiiiiimiimmiiiimmiiiiiiimmmimmmmmimiiimimiiimiimimmiiiiiimiiiiiiii orðnir á annað hundrað. Þann sama dag sá ég einn karl- og einn kvenfugl af P. pyrrhula, og einn karlfugl af Fringilla monti- fringilla, í trjágarði hér í bænum. 8. febr. fór gráþröstunum að fækka þangað til 18. febr., að ég sá aðeins tvo fugla. 9. febr. sá ég eyruglu (A. otus otus) í Gróðratrstöðinni. Hettumáfum hefir fækkað um mánaðamótin jan. og febr. og er nú 18. febr. mikið minna af þeim en undanfarið. 20. febr. sá ég snjótittling með svart ör á síðunni. Þennan fugl hefi ég séð í tvo undanfarna vetur við matarbretti í garði mínum. 23. febr. sá ég tvær silkitoppur (Bombycilla garrulus) í trjágarði hér í bænum. 5. marz. Nú er ís yfir allan pollinn og hafa hettumáfar því hrakizt burt af höfninni, en eru nú aftur að koma að vökum, sem eru við frárennslis opin. Um kvöldið 9. marz kom ugla að fuglabúrinu mínu, og reyndi að hremma fuglana í gegnum netið, en tókst ekki, og fældist hún í burtu er hún sá mig. — Daginn eftir sá ég tvær branduglur (A. f. flammeus) í Gróðrarstöðinni og hefir önnur þeirra sennilega verið sú, sem ásótti fuglabúrið kvöldinu áður. í vetur barst mér í hendur ræfill af fugli, sem fannst hjá uppsættu heyi í Kaupangssveit um mánaðamótin nóv. og des. Við fyrstu sýn sýndist mér þetta vera (Chloris chloris), en við mælingar kemur það fram, að vængur, nef og tars, er stærra, en sagt er á þessari teg. Gæti því' hér verið um aðra tegund að ræða? barðsströnd. Þykir mér líklegt að hér sé um sama fuglinn að ræða. Síðast í nóv. frétti ég um lítinn gulgrænan fugl, sem hafði sézt og haldið til í nokkra daga kringum bæinn Sigluvík á Sval- barðsströnd, þykir mér líklegt að hér sé um sama fuglinn að ræða. Sendi ég yður haminn til rannsóknar, og leyfi mér því að lána yður hann tit athugunar, og læt ég hann jafnframt fylgja bréfi þessu.1) (M. B.). 1) Aths. Fuglsreitur þessar hefi ég athugað og get ekki séð, að um aðra teg. sé að ræða en Chloris chloris (L.), enda þótt neflengd o. fl. fætur væri í stærra lagi. Einstaklingar hverrar teg., sem er, eru all-breytileg-ir bæði að stærð og lit, og verður því að fara varlega í það að álíta eitthvað nýjar subsp., þótt ekki falli allt nákvæmlega saman við það, sem sagt er í handbókunum, sem fæstar eru með öllu óskeikular. (M. B.).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.