Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1945, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 173 mælingatæki norður á Austmannsbungu (1375 m.). Gengum um tjaldstaðinn frá sept. 1943 og leituðum rækilega — en árangurslaust — að stangabagganum. Steinþór mældi af klettasnösinni á Austmannsbungu i góðu skyggni. — Haustið 1943 sást Sandfell ekki af klettinum fyrir snjó- bunka austan í bungunni, rétt lijá klettasnösinni. Varð hann þá að færa sig um nokkra metra upp fyrir klettinn til að sjá fellið. Nú sást fellið vel af snösinni — og Hafursey líka — í gegnum skarðið milli Kiitlukollanna, en aðeins örlítil hyrna. — Virtist sem snjóbunki hefði sigið fram í suðurhalla bungunnar, og brún hennar því lækk- að nokkuð. Allmikil sprunga var meðfram klettinum, og sá á brún- leitt snjólag í börmum hennar röska tvo metra undir yfirborðinu. Vikurskaflinn á hábungunni var talsvert hærri en í fyrra sumar. Vikurlagið var 15 cm. þykkt, en þar undir var glær og harður ís. Austmannsbunga er mjór hryggur h. u. b. frá N til S í framhaldi af hrygg eða hávaða norðvestur úr Kötlukollunum. Er bungan brött að norðaustan, og mikil jökulbreiða austur af henni, er hallar niður að Sandfelli. — Af bungunni ganga jökuldeilin milli Kötlujökuls og Emstrujökuls í boga norðvestur á bóginn og síðan vestur eða suð- vestur í Goðabungu. A Austmannsbungu var reist snjóstika í sept 1943. Lá hún nú flöt á sama stað og virtist nýlega fallin. Um kl. 23 um kvöldið fórum við með annan sleðann undir far- angri suðvestur á jökulbrún og skildum þar eftir. Færi gott. Komum aftur í tjaldstað kl. W/2 um nóttina. Undir miðaftan tóku að sjást leiftur eða rosaljós öðru hverju við suðurbrún jökulsins. Um miðnættið kom hver glampinn af öðrum. Veður var þá bjart á hájöklinum, en bólstrar miklir ylir Suður- hryggnum. — Síðar fréttum við, að blossar þessir hefðu sézt af Rang- árvöllum, í Mýirdal og víðar. Komu upp getgátur um Kötlugos, og fluttu dagblöðin í Reykjavík þær með feitu letri. Laugardaginn 12. ágúst. Um morguninn fóru þeir Steinþór og Árni Þ. suður að þrengslum til að mæla („skera inn“) vörður. Við Einar reistum snjóstöng rétt hjá turninum. Var hún 6.5 m. upp úr snjó, fest með sex stögum, tvö og tvö í hverjum fleti. Stöng og stag- festur voru grafnar 2 m. í snjó. Vindur var norðlægur um daginn, 3—5 vindstig, og éljagangur, en ekki teljandi snjókoma, sólskinsglætur á milli. Mynclaðist skari eða hörzl á snjónum með skásettar ísþynnur móti sól, en undan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.