Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1955, Blaðsíða 26
134 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN úr reglulegum sammiðja lögum, hér um bil kúlulöguðum, en nokkuð flötum til pólanna. Stærðfræðin hefur bæði orð og nákvæmar for- múlur til að lýsa þeirri uppbyggingu og þvi formi, sem hér er átt við, en hér verður að láta almenn orð nægja. Aðalatriðið er hitt, að það er hægt að reikna út með hvaða krafti svona lagaður hnött- ur togar í hlut einhvers staðar á yfirborði hans eða utan við það. Ef frá þessum krafti er svo dregið miðflóttaaflið, sem stafar af snún- ingnum, en það vex á reglubundinn hátt frá pól til miðbaugs, er þyngdaraflið fundið. Samkvæmt þessu gætu mælingar á þyngdaraflinu verið óþarfar — nema að bygging jarðar sé ekki eins regluleg og reiknað var með. En þar liggur einmitt fiskur undir steini. Við verðum að vísu að telja, bæði samkvæmt þyngdarmælingum, jarðskjálftamælingum og öðru, að í megindráttum sé forsendan um reglulega byggingu úr sam- miðja lögum rétt. En hins vegar vitum við með vissu að hún er röng, að því er sjálfa jarðskorpuna snertir, þessa yztu 30—40 km þykku, en þó hlutfallslega næfurþunnu liúð (þvermál jarðar er um 12.750 km). 1 skorpunni eru lög úr léttum efnum eins og kalksteini eða krít og þung efni eins og blágrýti og allt þar á milli, og svo hefur þessu verið margvíslega saman vöðlað á hinu langa skeiði jarðsögunnar. Mynd okkar af þyngdinni verður því sú, að þótt megin hlutinn ætti að fylgja fastri reglu, þá hljóta að koma fram óreglur í þeim hluta, sem stafar frá aðdrætti skorpunnar. Þyngdin ætti þá, með nákvæmum mæling- um og kortleggingu, að endurspegla óreglur jarðskorpunnar. MÆLIAÐFERÐIR Áður en lengra er haldið, skal getið mælieiningar fyrir þyngdina. Hugsanlegt væri að nota t. d. eins gramms lóð og vega það á ýms- um stöðum. En önnur eining er þó eðlilegri, þar eð hún er óháð hlutnum, sem veginn er, en það er hraðaaukningin í frjálsu falli. Hraðaaukningin er á hverjum stað eins fyrir alla hluti (þegar loft- mótstaða er útilokuð), en hún breytist frá einum stað til annars í beinu hlutfalli við breytingu þyngdaraflsins. Meðalgildi hraðaaukans við yfirborð jarðar er um 981 cm/sek2, hann er um 978 cm/sek2 við miðbaug og um 983 cm/sek2 við pólana. Þessar tölum notum við sem mælitölur fyrir þyngdina og segjum einfaldlega, að t. d. meðalgildi hennar sé um 981 cm/sek2 eða 981 gal. Hraðaauki, sem nemur einum þúsundasta úr cm/sek2, heitir svo milligal og er það sýnilega um '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.