Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1994, Side 24
6. mynd. Ranakollur, Sphenodon punctatus, eina núlifandi tegundin af ættbálknum Rhynchocephalia, er nauðalíkur 200 milljón ára gömlum steingerðum forfeðrum sínum (Pictorial Publications Ltd., Hastings, Nýja-Sjálandi). eru smávaxnar. Minnstar eru gekkóeðlur, sem jafnframt eru minnstu skriðdýrin (7. mynd). Einstaklingar sumra tegunda verða fullvaxnir ekki lengri en 3 cm. Hins vegar eru til mjög stórar eðlur. Stærstur er kómódódrekinn, Varanus komodoensis, allt að þriggja metra langur og á annað hundrað kíló. Hann lifír á Kómódóey og nálægum smáeyjum í Indónesíu og getur verið mannskæður (8. mynd). Um 3000 tegundir af núlifandi eðlum eru þekktar. Slöngur, Serpentes, eru án útlima, eyma og augnloka og með aðeins annað lungað virkt. Stærstu kyrkislöngur verða á tíunda metra á lengd. Um 2500 skráðar tegundir af slöngum eru nú uppi. Þriðji undirættbálkur hreistrunga eru ormeðlurnar, Amphisbaenia, um 140 teg- undir útlimalausra hitabeltisdýra sem grafa sig í jörð. Krókódílar hafa beinbrynju í húðinni. Þeir eru lagaðir að lífí í vatni og geta til dæmis lokað nösum og hlustum meðan þeir kafa. Krókódílar eru stærstir núlifandi 7. mynd. Tyrkjaþumall eða miðjarðarhafsgekkó, Hemidactylus turcicus, er um 10-13 cm langur og lifir í Gamla heiminum frá Miðjarðarhafslöndum austur til Indlands. Hann hefur auk þess verið flutt- ur til suðurríkja Banda- ríkjanna og þrífst nú í Flórída, Louisiana og Texas (Behler & Wayne King 1989). 102

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.