Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 9
10. HEFTI SAMVINNAN eldrar hans eru Björn Tryggvi Guðmundsson frá Lækjamóti, er lengi bjó á Stóruborg, og kona hans, GuSrún Magnúsdóttir ffá Þinganesi. Guðmundur Tryggvason veitti forstöðu Pöntunarfélagi Verka- mannafélagsins Hlíf í Hafnarfirði og hefir starfað hjá Kron síðan, er félögin voru sameinuð í eitt félag. Ætlunarverk þessa félagsmálastarfs er það, að gera hvern félagsmann að lífrænum hluta af hinni stóru heild, sem geti stöðuglega staðið í sem nánustu sam- bandi við félag sitt, skilið starfsaðferðir þess og stefnumið, komið á framfæri umkvörtunum sínum eða þá bendingum um það, sem betur mætti fara í fé- lagsstarfinu. Leitast félagið við að ná takmarki sínu eftir fleiri leiðum en einni. Er þar fyrst að telja fé- lagsblaðið, „Heimilið og Kron“, sem um þessar mund- ir er gefið út í 4200 eintökum og kemur út mánaðar- lega. Eru þar birtar skýrslur og ýmiskonar fróðleikur, rædd félagsmál og hrundið árásum andstæðinga. — Námshringar hafa verið stofnaðir, þar sem leitast er við að fræða félagsmenn um samvinnumál og þá einkum trúnaðarmenn félagsins, fulltrúa og deildar- stjórnarmenn. — Stofnað hefir verið til félagssam- taka kvenna, þar sem húsmæðrum hefir verið veittur kostur á samvinnufræðslu, með fundum í Gamla Bíó, sýningum samvinnukvikmynda frá Englandi og Norð- urlöndum og á smærri fundum í húsakynnum félags- ins sjálfs. Þessi grein félagsfræðslunnar er næsta mik- ils verð eins og ljóst má verða, þegar á það er litið, að húsfreyjumar munu ráða að minnsta kosti 8/io hlut- um allra kaupa til heimilanna. — Einna mikilsverð- astur þáttur þessa félagsmálastarfs er þó frœðslu- og kynningarstarfsemi fulltrúa kaupfélagsins. Er henni hagað á þá lund, sem hér greinir: Félagsdeildimar eiga rétt á að kjósa einn fulltrúa fyrir hverja tuttugu félagsmenn, eins og fyr var greint. Fulltrúamir hafa síðan það hlutverk með höndum að stofna til persón- legs kynningarsambands við hina einstöku félags- menn, og hefir hver fulltrúi um 20 manna hóp til slíkr- ar kynningar. í persónulegum viðtölum er rætt um félagsmálefnin, ritaðar niður umkvartanir, athuga- semdir og bendingar um starfræksluna, misskiln- ingur leiðréttur, þar sem hans verður vart og al- menningur fræddur um stefnumið og starfs- aðferðir félagsins, eftir því sem kostur er á. Á fulltrúafundum deildanna mæta fulltrúar frá fé- lagsstjórninni, sem veita fundarmönnum fræðslu um rekstur félagsins og hag. Þar bera fulltrúarnir fram skriflega skýrslu um viðtöl sín við einstaka félags- menn og umkvartanir þær og bendingar, sem fram hafa komið. Þannig verða fulltrúar félagsdeildanna og deildafundimir einskonar tengiliður milli stjórnar og framkvæmdastjórnar félagsins á aðra hönd, en |é.' - • - í«-? ! KRON-búð í Skerjafirði. einstakra félagsmanna á hina, og starfið til þess fallið að auka skilning á stamstarfinu og samúð og áhuga innan félagsheildarinnar. Guðmundur Tryggvason hefir unnið að þessum mál- um með áhuga og ötulleik, og er starf hans ærið mikilsvert. Árið 1939 sótti hann samtals um 200 fundi í félaginu, og eru þá taldir stjómarfundir, almennir fulltrúafundir, deildafundir og fundir deildastjórna. Starfsdeildir. Stjórn og starfsdeildir félagsins grein- ast eins og sýnt er á skipulagsuppdrátunum: VERKA8KIFTNG STARFSMANNA I KRON Hinar fyrgreindu 16 félagsdeildir kjósa fulltrúa á 157

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.