Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1946, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.03.1946, Blaðsíða 18
SAMVINNAN 3. HEFTI efnilegan hóp uppkominna barna. En allt, sem þau höfðu afrekað, var unnið með látlausum fórnum og þrotlausu erfiði, þar sem hestarnir einir komu mannshendinni til hjálpar. Þetta fólk, sem mest hefur afrekað í sveitunum. dreymir enn um miklu stærri fyrirtæki heima fyrir, það á sína drauma um „nýsköpun“, þar sem strit- inu léttir og þægindi nútímans koma einnig til þess, en það verður þó enn að bíða. Vegurinn, síminn, raf- taugin eða virkjun heimafossa er langþráð. Hvenær kemur skurðgrafan, sem ræsir fram mýrarhöllin við bæinn og veitir fljótinu yfir lágmýrina? Hvenær dráttarvél, sem tætir allan móinn merkjanna á milli? Önn stjórnmálanna bisar við fleiri og fleiri stórhýsi í höfuðstaðnum og verksmiðjur, sem vinna vörur, margfalt dýrari hinum erlendu, fleiri og stærri skip til að tæma betur hinn „ofsótta sjó“ (sbr. Árna Friðriksson), atvinnutæki, sem skapa enn stærri og ríkari auðdrottna og enn fleiri öreiga, sem krefjast alræðis. En nýsköpun hinnar gróandi jarðar, ræktun landsins, gleymist. Jarðýturnar, sem áttu að jafna móana, strita við að leggja skemmtivegi á Vatns- skarði og Mývatnsöræfum handa ríka fólkinu. VIII. Óðar en þann varir, sem farið hefur leiðina fót- gangandi, hallar vestur af fjallinu. Bólstaðarhlíð, hið fagra höfuðból, brosir við í bugðu fjallsins. Innan skamms opnast Langidalur. Sléttar flæðiengjaræm- ur bugðast með ánni. Víðlend tún með reisulegum bæjum í þéttri röð undir brattri, gróinni fjallshlíð. Reynistaður Bið að Blönduósi. Ekki er frjósamlegt kringum stað- inn. Höfnin er engin og áin forað, þótt í hömlum brú- arinnar sé. Eflaust verður þó þarna áfram höfuðstað- ur Húnvetninga, þótt höfn hans verði úti á Skaga- strönd. Dæmið frá Selfossi sýnir, að höfn og verzlun- armiðstöð þarf ekki að fara saman. Vestur og suður um Húnaþing liggur leiðin. Lágir ásar og grunnir dalir skiptast á og byggð mikil. Óvíða er þó verulega þétt- býlt eða „sveitalegt“, en jarðir stórar og miklar, ó- þrotleg víðátta graslendis, og ekki líkt því eins urið og í Skagafirði. Áð var í Vatnsdalshólum, en raunar hefur vegurinn nýi verið byrgður frá Vatnsdal, svo að eigi sást þangað í okkar för. IX. Fyrir þrjátíu árum fór ég gangandi í póstslóð yfir Holtavörðuheiði með höltum förunaut. Stórhríð brast á, og tók brátt að rökkva, er suður hallaði, og var við harðspora eina að styðjast. Síðan hef ég lent þar í ófærum á bílum. Nú er komin þarna eggslétt og gler- hörð braut. Æskumanni, sem nú þýtur yfir heiðina á hálftíma, mundi varla koma til hugar allar þær mannraunir, sem mættu vermönnum og öðrum þeim, sem fóru vetrarferðir milli fjórðunganna. Þar hafa margir komizt í krappan dans, og aðrir borið þar beinin. En — „ekki léttast Hólamanna högg fyrir þvi“. Einn bíllinn hafði bilað lítils háttar niðri í Hrúta- firði, án þess að hinir fremri vissu. Var hans nú beðið uppi við sæluhús. Þetta varð okkur hinum fremri að láni. Sólskin var og skyggni hið bezta. Hér gat að líta alla dýrð öræfanna. Á aðra hönd og í námunda var Tröllakirkja með nýfallna mjöll að rótum, tandur- hrein og blettlaus, blikandi í sólskininu. Austrið girtu jöklarnir, og bar þá saman í órofinn, hvítan múrvegg í fjarskanum, en víðáttan á milli, þrotlaus og grá. Allt var hljótt og kalt, hreint, svipmikið og stórbrotið, — og þó er þarna ekki þögn eða kuldi dauðans. Álftir kvaka. Hvítir vængir blika. Kind jarmar í fjarska. Rjúpan hreiðrar ungana í mjúkum mosa. Hér hefur þjóðin fyrr átt hin mestu arðlönd. Þessir víðu afréttir skópu aðalarð búanna. Hingað fóru sauðirnir magrir og komu heim aftur spikaðir með ársforða heimilanna af kjöti og feitmeti. Hingað var einnig farið í „verið“, og legið í tjöldum vikum saman til silungsveiðar og grasatekju. Hér var ævintýralandið, og raunverulega voru hér stundum útlagar. X. Bílarnir koma allir í leitirnar og blása til ferðar. Forn ævintýri öræfanna hverfa úr huganum. Leiðin liggur áfram til suðurs meðfram litlum læk í grunnu 82

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.