Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Page 19

Samvinnan - 01.08.1953, Page 19
Bókabúð, sem leggur áherzlu á öflun erlendra bóka Það er viðurkennd staðreynd með- al þeirra, sern starfa við bókaútgáfu í þessu landi, að stórt forlag geti varla starfað án þess að eiga greiðan að- gang að bókabuð í höfuðstaðnum. Að þessari niðurstöðu hníga ýms rök, sem ekki verða rakin hér, en það var þessi brýna þörf, sem varð til þess, að bóka- útgáfan Norðri opnaði bókabúð í Reykjavík haustið 1950. Nú hefur farið svo í þriggja ára starfi, að bókabúðin hefur ekki að- eins gegnt sínu hlutverki fyrir útgáf- una, verið sölustaður hennar, sýning- argluggi og afgreiðsla fyrir tímarit hennar og bókaflokka. Búðin hefur þróazt eftir sínum eigin leiðum og skapað sér nokkur séreinkenni, og er það merkilegt, að þessi einkenni henn- ar eru alger andstæða við helztu ein - kenni Norðra sem bókaútgáfufyrir- tækis. Svo er mál með vexti, að bóka- búðin hefur lagt æ meiri áherzlu á öflun góðra, erlendra bóka, en Norðri hefur frá öndverðu verið eitt þjóðleg- asta af forlögum landsins og lagt meg- ináherzlu á útgáfu þjóðlegra fræða og alþýðufróðleiks. Það eru gildar ástæður fyrir því, að Myndirnar sýna Grim Gislason, verzJunarstjóra, ~>ið ajgreiðsJu i bóhabúð Norðra. eplið hefur á þennan hátt oltið frá eikinm. Hér á landi liefur undanfar- in ár verið erfitt um öflun erlendra bóka. Þegar séð varð, að bókabúð Norðra gat með ágætum gegnt hinu fyrsta hlutverki sínu, sneru ráðamenn hennar sér að því að leggja hönd á plóginn við lausn á þessum vanda, sem var á útvegun erlendra bóka. Tókst það starf svo giftusamlega, að búðin hefur unnið sér orð fyrir að hafa á boðstólum góðar, erlendar bæk- ur, og bókamenn á önnur mál en ís- lenzku hafa komizt að raun um, að þar geta þeir fengið margt, sem þeir ekki fá í öðrum bókaverzlunum. Án þess að kasta steini að nokkrum sér- stökurn, verður að segja það, að yfir- leitt er nú gnótt lélegra, erlendra bók- mennta og tímarita í bókhlöðum Is- lendinga, en lítið um hið betra. Hefur starfsemi bókabúðar Norðra fallið í því betri jarðveg, sem þessi staðre^md varð fleirum ljós. (Framh. á 21. siðu) 19

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.