Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.02.1955, Blaðsíða 7
Hafið, hið óendanlega forðabúr mannsins Verður hafið í framtíðinni ræktað eins og þurrt land? ! j Fiskitorfum verður i framtiðinni haldið á afmörkuðum svœðum, girtum með rafmagni. Þar verður fiskurinn alinn eins og hver annar búpeningur og veiddur eftir þörfum. í Norðursjónum úti fyrir Hamborg lá lítill fiskibátur fyrir akkerum. Það voru engir fiskimenn um borð, en fast við skipið rugguðu tvær baujur á bylgjunum. Bilið milli þeirra var 18 metrar. Undir hvorri bauju hékk málmplata, nokkuð djúpt niðri, og frá hvorri plötu lá rafmagnsleiðsla upp í skipið. Málmplöturnar voru tvö gagnstæð skaut, sem hægt var að hleypta straum á milli. A þilfari sátu tveir menn frammi fyrir skermi, sem minnti á skermi á fjarsýnitæki. í raun og veru var þetta fisksjá, hjálpargagn, sem flest stærri fiskiskip nota nú á dögum. Við og við leið lítill skuggi yfir skerminn og mennirnir vissu, að á því augnabliki var fiskur milli máimplatanna. Allt í einu kom stór skuggi yfir allan skerminn — fiskitorfa. Annar mannanna kom við tengil og rafall byrjaði að suða. Niðri í vatninu hljóp rafstraumur milli pólanna. Eitt andartak syntu fiskarnir hver um annan þveran sem ruglaðir væru, en síðan tóku þeir allir stefnu að annari plötunni og í net, sem þar var komið fyrir. Þetta var aðeins tilraun, sem hinn þýzki vísindamaður, dr. Konrad Kreutzer, gerði, en þeir tímar munu koma, að menn færa sér í nyt reynslu þá, sem fengin er með tilraunum þess- um og árangurinn mun verða bylting á sviði fiskveiða. Aðferðin byggist á því, að fiskur, sem kemur á rafmagnað straumsvið, snýr að jákvæða skautinu. Og láti maður styrkleika straumsins breytast eftir ákveðnum rytma, strekkjast og slappast sporðvöðvar fisksins, þannig að fiskurinn færist að jákvæða skaut- inu. Tiltölulega lág spenna þvingar fiskinn til að synda. Aukin spenna deyfir fiskinn um tíma og sé spennan enn aukin, deyr fiskurinn. Þá er einn- ig hægt að ákveða stærð þess fiskj- ar, sem hleypt er í netið, aðeins með því að breyta straumstyrkleikanum. Því stærri, sem fiskurinn er, því minni straum þarf til að stýra honum. Sem sagt, það er hægt að draga stóra fiska út úr torfu, meðan smáfiskarnir, sem straumurinn hefur ekki áhrif á, synda áfram. Mörg lönd hafa þegar tekið aðferð- ina í notkun við veiðar í fersku vatni — í ám og vötnum. Það er hægara að framkvæma aðferðina í fersku vatni, vegna þess að straumstyrkleikinn þarf ekki að vera eins mikill eins og í söltu vatni. Það eru margir möguleikar í sambandi við þetta. Til dæmis væri hægt að nota aðferðina til að hreinsa úr vötnum óæskilegar fiskitegundir. Allur fiskur úr vatninu er þá veiddur með rafmagnsstraum, en þær tegundir, sem kunna að vera til skaða, eru tekn- ar úr. Hinum fiskinum er svo sleppt aftur í vatnið og nær hann sér fljótlega aftur. Verulegur árangur af þessari aðferð fnundi þó fyrst sjást við fiskveiðar í höfum, framkvæmdum í stórum stíl. Fiskifræðinga dreymir nú þegar um einskonar fiskiræktun í úthöfunum, þar sem feiknarlegum torfum af þorski, síld o.s.frv. væri haldið á tak- mörkuðum svæðum girtum með raf- magni. Fiskurinn væri svo fóðraður ríkulega og veiddur eftir þörfum. I lífsbaráttunni á landi hafa menn- irnir gegn um aldirnar gengið þrjú þróunarstig. Steinaldarmaðurinn var veiðimaður. Hann lifði á þeim dýr- um, sem hann felldi í hvert sinn. Síðan urðu menn hirðingjar og ráku hálf- villt dýr sín milli haglenda. Að lokum kom svo bóndinn, sem hefur kvikfénað sinn á afmörkuðu svæði, og aflar þar fóðurs. En á hafinu — sem þekur allt að þrjá fjórðu af yfirborði jarðar og framleiðir mikið meiri fæðu en hægt er að gera á landi — er maðurinn enn- þá á steinaldarstigi. Langt er síðan menn fengust við fiskirækt í fersku vatni. I Kína og Suðaustur-Asíu eru fiskitjamir, sem gefa árlega af sér hálfa milljón tonna af fiski. I Bandaríkjunum hefur slík (Framh. d bls. 25) 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.