Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1964, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.06.1964, Blaðsíða 13
Kort af bandarísku Míkrónesíu. Svæði það, sem eyjarnar eru dreifðar um, er álíka stórt og Bandaríkin sjálf. eftir fyrri heimsstyrjöld. Þótt Japanir kostuðu þar litlu til, varð bandamönnum þeirra lið- veizlan dýr, því í síðari heims- styrjöldinni varð Míkrónesía japanska hernum ómetanlegur stökkpallur til árása á nær- liggjandi lönd. Þegar í upphafi stríðsferils síns þá hertóku Japanir Gúam og Wake, þrátt fyrir vasklega vörn Bandaríkjamanna, eink- um á síðarnefndu eynni. Þar vörðust fjögurhundruð banda- rískir hermenn margföldu of- urefli í hálfan mánuð. Á Gúam hélt bandarískur hermaður, er varð innilyksa á eynni, uppi skæruhernaði gegn Japönum öll hernámsár þeirra, og naut drengilegs stuðnings eyjar- skeggja. Hefur kvikmynd verið gerð um afrek stríðsmanns þessa. Gilbertseyjar hertóku Jap- anir einnig og bjuggust þar um rammlega, enda fengu Banda- ríkjamenn eftirminnilega á því að kenna, þegar þeir unnu eyj- arnar aftur síðar í stríðinu. Harðast var barist á smáeynni Tarawa, en þar voru Japanir fyrir í mörgum steinsteyptum virkjum, sem Bandaríkjamenn urðu öll að taka með áhlaupi. Af þrjú þúsund köppum úr landgöngusveitunum, sem gerðu fyrstu atlöguna, komust aðeins örfá hundruð lífs af. En þeir sigruðu. Rúmlega fimm þúsund Japanir voru á eynni og féllu þeir nærri því til síð- asta manns, enda munu fáir hafa beiðst griða. Víðar í Mí- krónesíu sýndu Japanir þess greinilegan vott, að þeir hygð- ust selja þessar lendur sínar Framhald á bls. 30. Míkrónesískar konur eru mjög' fagrar og gera þess utan lítið tilað leyna yndisleika sínum, samanber skólastúlkurnar hér á myndinni, sem stíga þjóðdans svo strápilsin sviptast. — í ástamálum eru eyjabúar fremur frjáislyndir og mörgiim þeirra þykir ekki nema sjálfsagt, að ungar stúikur eignist tvö—þrjú börn, áður en til hjónabands kemur. « íl & í h h . :: "í á \r n s * i i PHILIPPJNE SEA TINIAN 1 GUAM> (U.S.)^ P H I L 1P PJ N E S i YAPýfc i ‘ * c§ITHI KORORj-,- , „ ♦ PALAU » I8LANDS • * #.(r 4 i _ * SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.