Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 31

Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 31
að eigi að láta þau reka á reið- anum og láta ábyrgðarlausa fulltrúa neytenda í sex- manna-nefnd ráða ferðinni, mun það leiða íslenzkt þjóðfé- lag til glötunar. Því fyrr sem þessi mál eru tekin til yfirvegunar og þeim snúið til betri vegar, því betra. Gunnar Guðbjartsson. JÚHANN FRANKSSON DE FONTENAY: FÓÐURÖFLUN Á ÍSLANDI Hey hefur alla tíð verið aðal undirstaða íslenzks landbúnað- ar. Fram á síðustu áratugi hef- ur ekki verið um annað fóður að ræða, nema lítilsháttar var notað af erlendu korni í vandræðum. Hvert bú varð sjálft að geta aflað þess fóð- urs sem þurfti til að fram- fleyta búpeningi sínum. Á fá- einum áratugum hafa búskap- arhættir hér breytzt á þann veg, að nú kaupir hvert bú verulegan hluta fóðursins að. í verðlagsgrundvellinum er áætlað að meðalbúið kaupi um 4.700 kg. af kjarnfóðri og fóðurblöndum árlega og sam- svarar það um 13% af heild- ar vetrarfóðri þess. Stéttar- samband bænda leggur þó fram tölur sem sýna að raun- veruleg notkun hafi verið mun hærri, eða um 6.000 kg. 4/5 hlutar þessa fóðurs er erlent að uppruna. Árið 1967 voru flutt inn um 50.000 tonn af er- lendri fóðurvöru. Notkun kjarnfóðurs hefur aukizt mjög mikið frá ársbyrjun 1967 vegna þess að þá var innflutningur- inn gefinn frjáls og lækkaði þá verðið, þjónusta batnaði og fjölbreytni jókst. Notkun á fóðurblöndum mun aukast jafnt og þétt og verður að- keypt fóður þá enn stærri hluti af heildarfóðri búpenings í landinu heldur en nú er. Freyr, málgagn Búnaðarfélags ís- lands, hvetur til þess að auka mjólkurframleiðsluna næstu 3 árin með því að fóðra kýr bet- ur og nota hlutfallslega meira af kjarnfóðri í stað þess að fjölga kúm og byggingum og auka fjárfestingu. Fari svo, verður kjarnfóður 25—30% af heildarársfóðri mjólkurkúa. Kólnandi árferði hefur síðustu ár valdið uppskerubresti í mörgum byggðarlögum og minni heyfeng um land allt. Bændur reyna að halda sinni bústærð með því að nota kjarn- fóður í vaxandi mæli í stað heyja. Opinber landbúnaðarstefna hefur verið sú að hvetja til meiri og meiri ræktunar. Ing- ólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra og Búnaðarfélag íslands hafa ávallt haft þá stefnu að stuðla að stækkun túna hvað sem aðrir hafa tautað og raul- að um offramleiðslu og stöðu íslenzks landbúnaðar í þjóð- félaginu almennt. Nú sést það bezt að þetta er rétt stefna. Við framleiðum ekki næg hey handa núverandi bústofni landsmanna þegar harðnar í ári og verðum að bæta það sem á vantar með erlendu fóðri. Samhliða hefur það verið opinber stefna að stuðla að því að erlent kjarnfóður væri hér á boðstólum á sem lægstu verði. Síðan verzlun með fóðurvör- ur var gefin frjáls um ára- mótin 1966—1967 hafa verið stigin stór skref í áttina að því að gera innflutning og dreif- ingu fóðurvöru hagkvæmari heldur en áður var. Auk þess eru innflutningsgjöld engin. Þetta er stefna sem dregur dilk á eftir sér. Það fer ekki saman að hvetja til átaka í ræktunarmálum og hafa svo á boðstólum erlendar fóður- vörur á lægsta verði og hvetja menn óspart til þess að nota þær. Þegar svo er komið að fóðureiningin í maís fæst fyrir kr. 5.50 en í töðu ekki fyrir minna en kr. 6.00 er augljcst að komið -er í óefni. Það borgar sig vitanlega þeg- ar til lengdar lætur að stækka túnið til þess að auka afurð- irnar og skapa öryggi í afkomu búsins en það er seinvirkt og kostar fjárfestingu. Með því að auka fóðurbætiskaup má auka afurðir strax. Fyrir eitt kg. af fóðurblöndu sem kost- ar 6—7 kr. skilar kýrin 2x/2 1. af mjólk, en fyrir hana fær bónd- inn kr. 22.00. Þegar verðhlutföllin eru þannig freistast margir til þess að hugsa sem svo, að ekki taki því að leggja á sig aukið erfiði og fjárfestingu til þess að koma meira af heimafengnu fóðri í kýrnar og ekki borgi sig að binda rekstrarfé í heyfyrn- ingum. Það er stefna allra frjálsra þjóða að efla landbúnað sinn á öllum sviðum, gera hann öfl- ugan og fjölbreyttan og nota til þess ýmiss konar styrki, verndartolla og tilfærslur fj ármagns. íslenzk landbúnaðarpólitík hefur einskorðazt við ær, kýr og hey en þó dugað illa gagn- vart heyöflun eins og áður gat. Möguleikar til innlendrar fóðurframleiðslu hafa verið og eru mikið til ónýttir og van- ræktir að undanskilinni hey- framleiðslunni. Það er augljóst, að íslenzk fóðurframleiðsla getur ekki keppt við tollalausan inn- flutning. Lega landsins á hnett- inum ræður því að minna fæst hér fyrir áburðinn og sprettutíminn er styttri. Sum- um þáttum í inn- og útflutn- ingi á fóðurvörum má líkja við kleppsvinnu. Skal nú vik- ið nánar að þessum miálum. Möguleikarnir í dag Landið okkar er fyrst og fremst grasræktarland. í gras- rækt kunnum við hvað bezt til verka, enda hefur tilrauna- starfseminni verið beint að henni fyrst og fremst. Það vantar þó allmikið á að við höfum kannað alla þætti hennar nægilega vel og nýtt þá möguleika sem hún býður upp á. Frá hendi tilrauna- starfseminnar hefur hrað- þurrkun grass verið lítt sinnt. Þó eru einmitt þarna hvað mestir möguleikar í þá átt að sveitirnar sjálfar geti fram- leitt drjúgan hluta þess fóð- urs, sem nú er flutt inn frá útlöndum. Þarna er á ferð- inni stórmál fyrir landbúnað- inn og þjóðarbúið. Vegna skorts á fóðrunartil- raunum vitum við ekki enn, hve mikið má nota af gras- mjöli í kúafóðurblöndur. Árið 1965 var gerð á tilraunabúinu á Laugardælum samanburðar- tilraun á mjólkiurkúm með fóðurblöndu sem innihélt 25% grasmjöl og annarri sem var sett saman á hefðbundinn hátt. Var sú tilraun gerð á veg- um Rannsóknarráðs og endur- tekin tvívegis en ekki hefur enn verið birtur stafkrókur um niðurstöður. Hefur af ein- hverjum einkennilegum ástæð- um verið farið með tilraun þessa eins og ríkisleyndarmál. Það hefur þó frétzt að báðir flokkar hafi verið jafnir fyrsta árið. Stérólfsvallarbú SÍS lét blanda kúafóðurblöndu úr 60% íslenzkum fóðurtegund- um og 40% maísmjöli og stein- efni. Á Stórólfsvallarbúi S.Í.S. eru stórvirkar vélar hagnýttar við heyskap. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.