Samvinnan - 01.08.1968, Page 36

Samvinnan - 01.08.1968, Page 36
Kartöfluuppskeru safnað saman. fram, því að þá mátti nota til veiða allt uppí 12 ár, en þá norsku aðeins 2—3 ár. Geipi- verð fékkst fyrir vel hvíta fálka, og Danakonungur lagði bann við sölu fálka frá íslandi á 17. öld og sendi á ári hverju fálkaskip til landsins, en veiði- maður konungs annaðist kaup á fálkum við ákveðnu verði, svo og veiðarnar. í lok 13. aldar er talið, að svo til öll verzlun við ísland hafi verið komin í hendur Norðmanna, enda var lands- lýðnum þá þrotinn hinn forni kraftur og dugur, eftir ára- tuga innbyrðis sundurþykkju og hamfarir Sturlungaaldar. Við hrun hins forna þjóð- veldis skipti mjög til hins verra í verzlunarmálum þjóðarinnar. íslendingar gerðust þá þegnar Noregskonungs og tók hann fljótt að leggja ýmis höft og tálmanir á islenzka verzlun, enda taldi hann það rétt sinn að ráða yfir allri verzlun norsku nýlendnanna. Um aldamátin 1300 skipaði Noregskonungur svo fyrir, að Björgynjarkaupmenn skyldu verzla á íslandi, og voru þeir síðan lengi að miklu leyti ein- ir um viðskiptin, en norsk verzlunareinokun á íslandi tókst þó ekki fullkomlega, því að Noregskonungar áttu sjálfir fullt í fangi með að verjast uppivöðslu Hansastaðakaup- manna, sem höfðu náð fót- festu á norsku mörkuðunum um þessar mundir. Árið 1387 komust Noregur og ísland undir Danakonung og réri hann og allir eftirmenn hans að því öllum árum að koma á verzlunareinokun við ísland að fullu. Sumir fræðimenn telja, að fólksfjöldi á íslandi hafi ver- ið um 72 þúsundir í byrjun 14. aldar, en um 300 þúsund í Noregi um sama leyti. Það er um fjórum sinnum fleiri en þá var á íslandi. Til gamans má geta þess, að nú eru íbúar Noregs 3,8 milljónir eða um 20 sinnum fleiri en íbúar á ís- landi. Það er álit sumra manna, að mannfjöldi á íslandi hafi kom- izt upp í 90 þúsundir á sögu- öld, en sennilega hefur hann þó aldrei verið meiri en um 70—80 þúsund. Seinna á öldum átti fólkinu eftir að fækka mikið vegna drepsótta og allskyns óáranar og nam íbúatalan aðeins um 47 þúsundum um aldamótin 1800. Búfé í landnámstíð var víða margt fjár á landinu og gat fénaður gengið sjálfala á vetr- um, einkum í skógunum, sem þá voru mun meiri en nú á dögum. Eru margar sagnir um, að fé hafi fallið unnvörpum, þeg- ar illa áraði þá og eins síðar á öldum, enda gættu bændur þess oft ekki sem skyldi að afla nægilegs heyforða. Ekki eru til áreiðanlegar töl- ur um fjáreign landsmanna fyrr á öldum, en árið 1703 voru talin á landinu 280 þúsund fjár. Nautpeningur var og mikill hér í fornöld og hlutfallslega meiri en nú gerist og var al- gengt, að menn hefðu sextíu og jafnvel hundrað kýr á búi, auk geldneyta. Þannig kvað Guðmundur ríki hafa haft um skeið hundr- að vinnuhjúa og hundrað kúa heima á Möðruvöllum. Um líkt leyti féll stórt hundrað nauta á einu búi Snorra Sturlu- sonar, í Svignaskarði. Talið er, að hinn mikli naut- peningsfjöldi hafi haldizt í horfinu þar til á 16. öld, að nautgripum tók að fækka, en sauðfénaði mun þá hafa fjölg- að verulega. Árið 1703 voru talin 36 þús- und nautgripa á íslandi. Viðurværi fólksins Akuryrkja var lítt stunduð á íslandi til forna og lagðist að mestu niður á 15. öld. Helzt óx bygg sunnanlands, en ým- is örnefni benda til þess, að korn hafi verið ræktað víðar á landinu. Á söguöld bjuggu landsmenn lengstum við betra lífsviður- væri en á seinni öldum. Þá voru víða nautabú stór og nautakjöt algengur matur, eins hangikjöt, skyr og ostar, auk þess harðfiskur eða skreið og sauðaslátur. Flautagerð tiðk- aðist hér frá fyrstu tíð og allt fram á síðustu öld. Úr byggi gerðu menn malt og munngát, auk þess grjóna- grauta, sem þóttu lostæti. Ö1 var yfirleitt aðeins haft til hátíðabrigða og stundum var veittur mjöður. Seinna á þrengingartímun- um og allt fram á 18. og 19. öld, nærðist alþýða mest á harðfiski og súru smjöri. Brauð þekktist varla langt fram eft- ir öldum öðruvísi en þá á há- tíðum. Mjólk var á öllum tím- um höfð til fæðu beinlínis, en súrblanda eða drukkur búin til oft á sumrum. Fjallagrös og söl hafa verið notuð til manneldis á íslandi frá fyrstu tíð. Smjörgerð tíðkaðist mjög, þegar nautpeningsfjöldinn var mestur á 15. og 16. öld og hlóðust þá oft upp miklar smjörbirgðir á biskupssetrum og klaustrum, af öllum lands- skuldum og kúgildaleigum, sem greiddar voru með smjöri, enda var smjör fyrrum viður- kenndur gjaldeyrir. Þannig átti Hólastóll á miðri 16. öld rúmlega átta tólfræð hundruð vætta smjörs í geymslu á staðnum. Verzlunin eftir 1400 Um aldamótin 1400 hófu Englendingar að sigla til ís- lands til að stunda fiskveiðar. Þeir fóru þá líka að verzla við landsmenn og undu bæði kon- ungur og Björgynjarkaupmenn því illa og töldu sig skaðast af. Landsmönnum þótti verzlun Englendinganna oft betri en Norðmanna, en oft sló í brýnu með þeim og eru fræg viðskipti Ólafar Loftsdóttur við Eng- lendinga, sem sýndu, að enn örlaði á fornum hug og krafti með þjóðinni. Á 15. öld byrjuðu Hansa- kaupmenn að verzla á íslandi og voru þeir flestir frá Ham- torg. Verzlun þeirra þótti oft betri en Englendinga, því að þeir voru friðsamari. Á 16. öld byrjuðu Danakon- ungar að leigja ákveðnum að- iljum hafnir á íslandi og loks tókst þeim árið 1602 að koma einokunarverzluninni í fulla framkvæmd á íslandi. Verzlunin við ísland gaf all- mikið af sér og á þessu ári gaf Kristján 4. kaupmönnum í Kaupmannahöfn, Helsingja- eyri og Málmey einkaleyfi til verzlunar á íslandi og var þessi ráðstöfun konungs af- sökuð með skírskotun til hags- muna þegna hans sjálfs gagn- vart útlendum kaupmönnum. Einokunarverzlunin átti eftir að standa á íslandi í rúm 250 ár með ýmsum breytingum þó. Voru þá strax lögð þung við- urlög við því að verzla við aðra en hina lögboðnu kaupmenn og fundu landsmenn fljótt, hvernig öll verzlun breyttist til hins verra. Kærðu þeir oft til konungs, fengu litla leiðrétt- ingu mála sinna, en verzlun- areinokunin dró dug og fram- takssemi úr mönnum. Það var ekki fyrr en um mið- bik 18. aldar, að landsmenn fóru að rétta við aftur eftir 32

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.