Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.08.1968, Qupperneq 46
 GLERAUGUN í gærkvöldi fór mannskapur- inn á dúndrandi fyllirí. Strákur fékk dellu og gekk í sjóinn. Hann kom um borð að snapa brennivín og var fullur fyrir. Síðan langaði hann þau ósköp að fá að drekkja sér. En hann vildi ekki eyðileggja spari- gleraugun sín og tók þau snyrtilega ofan og lagði þau snyrtilega á hafnarbakkann áður en hann labbaði framaf. Ætli hann hefði drukknað ef danski hásetinn hefði ekki stungið sér á eftir honum? Og ætli danski hásetinn hefði nennt að standa í þessu ef hann 'hefði ekki verið auga- fullur líka? Fyrsti meistari varð samt fyllstur af Dönun- um. Hann er herðabreiður maður með króknef. Hann byrjaði að veltast inn í klefann okkar á fimm mínútna fresti og spyrja með augun á floti í brennivínsfroðu: „Hvor er Oharlie?“ Við vorum friðlausir og svefnlausir þangað til við grófum upp lykil og læstum að okkur. Það mun hafa verið kraftaverk næturinnar fyrir utan hina frækilegu björgun, af því um morguninn reyndist lykillinn allt of lítill. Hann hringsnerist í skráargatinu eins og snælda í ámukjafti. Við hefðum eins getað reynt að brjótast inn í Seðlabankann með víxil að vopni og gáfumst upp og máttum út um kýr- augað. Það voru timbraðir og hógværir menn sem stóðu á dekkinu. Þeir hölluðu sér fram á borðstokkinn og horfðu djúpt hugsi ofan í djúpbláan sjóinn. Nóttin sat þungt á herðum þeirra. Þeir litu varla upp þeg- ar kærasta næturgestsins birt- ist á bryggjunni. Hún var að vitja um gleraugu síns elsku- lega. Skyldi hann hafa fengið bágt fyrir uppátækið eða ætli hún hafi bara verið því fegn- ust að honum skyldi mistak- ast að fremja sjálfsmorð? STÝRIMAÐURINN Stýrimaðurinn á skipinu er á rangri hillu. Stakkels mand- en! Hann er eins og pálmatré á íshafsströnd, gullfiskur í jökulá, heildsalafrú í flökun í frystihúsi. Hann sagði mér í morgun að hann hataði skip, og ég las útúr augunum á honum að honum er rammasta alvara. Hann er stuttur og rindilslegur og í afskaplega víðum brókum. Honum er allt- af skítkalt í norðangjólunni. Hann er undarlega samansett- ur maður. Hann vill tala um skáldskap og svoleiðis og um hljómlist og gríska heimspeki og um kloflanga danska balletmeistara. Af hverju þurfti hann að trúa mér fyrir því (sem hef þó ekki þekkt hann nema dagstund) að kon- an hans hefði verið hrein mey þegar hann giftist henni? Sið- an sýndi hann mér mynd af henni og hún var óneitanlega hreinmeyjarleg á svipinn. Síð- an sagði hann mér líka í óspurðum fréttum að systur hennar hefðu haft óflekkað mannorð þegar þær gengu í hjónabandið. Stakkels mand- en! Hann á næsta bágt. Það hlýtur að vera þungbært að þvælast um heimshöfin og hata skip. Hann er langskóla- genginn og bærilega lesinn og ákaflega spurull, og honum finnst ísland fallegt þó að hon- um sé alltaf skítkalt í norðan- gjólunni. Hún er því svalari sem það er örstutt í hafísinn. Stýrimaðurinn ætti að hnýta fyrir buxnaskálmarnar. Gust- urinn stendur beint á rassinn á honum upp um þessar feikn- víðu skálmar. Hann hefur lika viðkvæma sál. Hann var voða- lega aumur þegar íslenski matsmaðurinn þóttist þurfa að hella sér dálítið yfir hann í gærdag. Honum fannst lest- unin ekki ganga nógu liðugt og hélt því fram að það væri alltsaman stýrimanninum að kenna. Það háði honum ekki nokkurn skapaðan hlut þó að hann væri ekki sterkur í dönskunni. „Din forbandede styrmand!" æpti hann hvað eftir annað framan í aumingja stýrimanninn. Og aumingja stýrimaðurinn sem þérar hverja einustu sál. HRÆVARELDUR Hrísey er falleg. Hún hreyk- ir sér ekki hátt en hún er svipglöð í sólskininu. Það hjálpar líka þegar fólkið sjálft hefur hýrlegt yfirbragð. Kannski stýrimaðurinn fái hlýju í kroppinn í dag. Hrísey er gjöful. Það stóð strákur á bryggjusporðinum og dorgaði eftir silungi. Þeir kváðu líka hafa ósköpin öll af rjúpu. Árni leikari Tryggvason rær héðan á sumrin á trillu. Konan hans er á hjá honum og staðarmað- ur sagði mér að þau hjónin væru duglegir sjómenn. En þau voru ókomin núna. Árni er víst á leikferð í útlöndum. Ekki hérna heldur á annarri höfn kom ég að strák og föður hans sem voru að landa úr trillunni sinni. Þeir höfðu verið tvær nætur úti og þeir héldu þeir hefðu fiskað fyrir tíu þúsund krónur. Strákurinn stóð varla upp úr hnefa. En það gengur ekki alltaf svona glatt og það gengur ekki allsstaðar svona glatt. Þeir voru daufir á Skaga- strönd eins og gefur að skilja. Vonirnar sem voru bundnar við plássið hafa brugðist. Þó byrjaði þetta með svo miklum bæxlagangi. Nýsköpunarstjórn- in ætlaði hreint að rifna af monti. Allt átti að vera svo fínt og fullkomið og stórkost- legt. Hér skyldi rísa tímamóta- pláss í íslenskri atvinnusögu. Skipulagning og djörfung og framtak! Komið og sjáið og takið þátt í ævintýrinu! Nú er næstum eins og húsin sjálf séu hnípin. Nýsköpunarplássið lepur dauðann úr skel. Þeir sletta ekki einu sinni í það fá- einum síldartittum þegar síld- arflutningaskipin eru hérna á ferðinni hvort sem er á næstu slóðum. Hrifningaraldan hjaðnaði og plássið gleymdist. Fólkið má að heiman í atvinnu- leit til þess að skrimta. At- vinnuleysið hrjáir það og sumt er farið alfarið burtu. Það er hart að þurfa að ganga frá öllu sínu, að standa uppi slypp- ur og snauður eftir tuttugu ára stríð, en hvað skal gera? Það var ekki sumarlegt á Skagaströnd þegar við sigld- um þaðan. ísinn lónaði fyrir utan og kominn júlí. Við urð- um að fara með gát kráku- stíg milli jakanna. Það slær upp í þá undarlegum blágræn- um bjarma eins og í kóralhafi. Þetta er frosinn hrævareldur. ÁSTIN Það gerast ennþá ævintýrin á sjónum. Messinn er kven- maður. Hún ber okkur matinn og vaskar upp fyrir kokkinn og er í gólfunum og þvílíku á daginn. Hún er í síðbuxum og grænlenskri treyju og með gúmmíhanska við verkin. En á kvöldin verður hún allt önn- ur manneskja. Þá fer hún í pils og er orðin skipstjórafrú. Hún situr uppi í brú og borðar blóð- appelsínur og reykir langar og klæðilegar Cecil-sígarettur. Þetta er alltsaman heldur und- arlegt. Það er eins og maður sé kominn á sjóræningjaskútu. Skipstjórinn kynnir messann sem konuna sína, en mann- skapurinn glottir og flissar. Hann vill hafa það að skip- stjórafrúin hafi bara verið förunautur kokksins sem 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.