Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 7
7 og eptirtektavert dæmi þess, hverju aukin alþyðúmennt- un og öflugur samvinnufjelagsskapur faer til vegar komið. Fyrir 40 árum var hagur Danmerkur ekki talinn álitlegur. Þjóðin var þá sem höggdofa eptir hinn mikla ósigur og landmissir 1864. Munu margir þá hafa litið svo á, að frægðarsól Dana væri til viðar gengin, og mundi vart renna upp aptur, nema þeir gætu unnið Sljesvík aptur undan F’jóðverjum, en menn sáu brátt, að þess mundi enginn kostur. Mun sannfæringin um þetta, hafa haft mjög mikil áhrif á pólitík Dana í meir en 30 ár. En hjer fór öðruvísi en spáð var. Nú verða allir að viðurkenna, að framfarir Dana síðustu 30 — 40 árin hafa verið stór- kostlegar. þjóðarauðurinn hefur aukizt svo, að nú ganga þeir næst Englendingum. Landbúnaður þeirra er nú tal- inn einna beztur í Norðurálfu. F*eim fleygir fram í iðn- aði. Stórar lendur, ófrjóar og afurðarlausar að kalla, hafa þeir ræktað, og eru að rækta, svo stórar, að áður iangt líður munu þær vega mjög svo upp á móti landmissin- um 1864. F>eir standa því nú, að auðlegð, menningu og virðingu, framar en nokkru sinni áður, svo óhætt er að segja, að þeir hafi meir en náð sjer eptir áfallið 1864. Og allt þetta eiga þeir fyrst og fremst að þakka auk- inni alþýðumenntun og öflugum samvinnuf jelagsskap, sem hvortveggja hefur haldizt í hendur og stutt hvort annað öll þessi ár. Afar-sterk andleg hreyfing, sem kennd er við Grundtvig, fór um þjóðina um miðbik 19. aldar. Sú hreyfing var ram-þjóðleg; hún gagntók alla alþýðu manna, sjerstaklega bændastjettina, og vakti hana til Iif- andi og starfandi ættjarðarástar og þjóðarmetnaðar. I skjóli þessarar hreyfingar, og af hennar rótum, runnu upp og efldust lýðháskólarnir, en þeir eru gróðiarstía samvinnuhugmyndanna, og í þeim mönnuðust og mennt- uðust forgöngumenn samvinnufjelagsskaparins. Danir byrjuðu þar — eins og vjer — á verzluninni. Fyrsta kaup- fjelag þeirra (innkaupafjelag: Brugsforening) er stofnað 1866; nú eru þau yfir 1000, en tiltölulega hafa þau mest fjölgað og eflzt síðustu 10 — 12 árin, eða síðan Sambands-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.