Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Síða 42
42 óbreyttu lífsnauðsynjar og óunnar vörur, en geta jafn- framt prangað út boðeyrir stóriðnaðarins. F’ó nú þetta allt virðist ganga þolanlega enn sem komið er, og þjóðarauðurinn fari má ske vaxandi, þá þykir framsýnum mönnum einsæít, að hjer geti eigi mjög Iengi svo búið gengið. Allt af sneiðist meir og meir um nýjar lendur til góðrar framleiðslu og þeim fjölgar, sem eigi þurfa iðnaðarvörur til stórbæjanna, hjer í álfu, að sækja. Það sneiðist og um álitleg verkefni fyrir auðsöfnin, svo þau veiti sína vexti í heiinahögum; þau verða að leita nýs markaðar, hlúa að nýjum stórbæjum í hálfnumdu löndunum og skapa þá um leið nýja keppi- nauta. Pessar spurningar eru því nú þegar orðnar vand- ræðaefni til úrlausnar: Hvað á að gjöra með hin miklu sjereignarauðsöfn ? og hvaðan fáum vjer brauð, svo að allir þessir neyti, hjer á eyðimörku? Hjer standa menn ráðfáir, horfa á en fá lítið að gjört. F*ó menn þykist nokkuð geta skilið þær orsakir, sem á bak við liggja, þá er ekki svo auðgjört að stöðva straum- inn, þar sem hann hefur náð svo miklu afli og hraða. Meðal þeirra kvísla, sem hjer til streyma, nefna margir þetta þrennt: of langt rekna atvinnuskipting, stóriðnað- inn, og óþarflega fjölmenna verzlunarstjett. í útlöndum eru margir einstakir menn og jafnvel sjer- stakar stjettir manna, sem leitast við að taka hjer í tauma og skýra það sem bezt að hverju stefnir. Menn reyna að sýna fram á það, að ekki er ráð, nema í tíma sje tekið. Haldi öllu viðstöðulaust áfram í sama horfi, sýnist ekki svo ýkjalangt eptir því að bíða, að allar hinar betri lendur verði yrktar og uppteknar, án þess þó að fram- leiðendum fjölgi, hlutfallslega, móts við mannfjölgunina í stórbæjunum. F’á rekur að því, sem þegar er farið að bóla á, að hinar einfaldari Iífsnauðsynjar, er land og sjór veitir, hækka stöðugt að verði og það meira en svo, að iðnaðarvörur og atvinnugreinir stórbæjanna geti ýtt þar sínum peðuin jafnlangt fram, til að fá eins góða aðstöðu. Bæjabúar komast þó eigi af án þess að sækja sitt dag-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.