Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 6

Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 6
NHsrr MEISTIKYNNIR: EYVHIIEHHKSMI INGIBJÖRG HARALDSDOTTIR : Eyvindur Erlendsson er fæddur í Grindavfk á þeim drottins degi 14. febrúar 1937. Faðir hans stund- aði þar sjósókn. Síðar fluttist fjöl- skyldan til Reykjavfkur og meðal fyrstu minninga Eyvindar eru her- menn og með gasgrímur og skrall- erí í borginni. "1942 flúðum við stríðið uppí sveit" og frá 1943 býr fjölskyldan í Dalsmynni í Biskups- tungum. Eyvindur er næstel ztur af fimm systkinum. Viðtal við Eyvind Erlendsson, sem stundar nám f leikstjórn við einn virðulegasta leikskóla Moskvuborgar, GITIS. Með hækkandi sól lifnar skepnan öll. Það stóðst á endum að siðustu snjóskaflar Moskvu- borgar breyttust f stóra polla handa krökkum að sulla f, og Hrfmdeildin f borginni tók að nudda stírurnar úr augunum. Meðlimir deild- arinnar hugsuðu með skelfingu til Neista, það var skotið á skyndifundi og ákveðið að " gera 'eitthvað ". Menn voru stórhuga og bjartsýnir f vorgróandanum, nú skyldí slenið hrist af mannskapnum. Fréttamaður Neista f Moskvu tók sér far með strætisvagni langt útf úthverfi, þar sem poll- arnir eru stærri en annars staðar og kostar mik- ið hugvit og íþróttahæfileika að komast þurrum fótum á leiðarenda. Þetta er nýbyggt hverfi og " borgarstjórafærðin " f algleymingi. Fréttamaðurinn skundaði uppá 4. hæð f einu hinna nýreístu sambýlishúsa og hringdi þar bjöllu. " Eru íslendingarnir heima ? spurði ég konuna, sem kom til dyra. Hún jánkaði þvf og vfsaði mér innf herbergi, sem hún leigir þeim Eyvindi Erlendssyni og Reyni Bjarnasyni. 6 Þar sátu þeir, kapparnir, og spiluðu teninga- spil. " Fáðu þér sæti og bfddu " sögðu þeir annarshugar og héldu áfram að spila. Eg reyndi að móðgast ekki, settist og beið. Loks lauk spilinu með jafntefli og þá sneru þeir sér að gestinum. - Eyvi, ég ætla að taka viðtal við þig fyrir Neista ", stundi ég upp. Hann hló. " Til hvers f ósköpunum ?". " Eitthvað verður maður að gera. " Jæja, lago. A ég að segja ykkur skrýtlu um " lago "? Einu sinni var ég á ferð niðri við höfn, það voru karlar að vinna við uppskipun, allt f einu kallar einn þeirra, mjórri röddu : "ekki segja lago. Hver var að segja lago? Það er ég, sem á að segja lago." Og svo kom hátfðlegt og langdregið: la-go f Eg ræski mig, tek upp blað og blýant og set upp ábúðarmikinn blaðakonusvip. " Hvers- vegna varð Moskva fyrir valinu, þegar þú ákvaðst að leggja útf heim f leit að meiri menntun?". " Moskva er háborg tveggja merkilegra hluta: nýs þjóðfélagskerfis og nútfma aðferða við kennslu f leiklist, þeirra sem fyrstir formuðu Nemerovitsj - Dansjenko og Stanfslavskf. Þessu hvorutveggja hafði ég áhuga á að kynn- ast f mynd sem væri hvað næst frummyndinni. Ennfremur áætlaði ég, að þvf fjarlægari þjóð- um sem ég kynntist, þeim mun gleggra gæti ég áttað mig á minni eigin. fþriðja lagi hlaut að hafa áhrif á mig sú aðstaða, sem hér er gefin til náms og viðurgernings umfram aðra staði. " " Okkar skóli, sem aðrir æðri skólar, lætur f té ókeypis kennslu, ókeypis húsnæði og styrk frá 27-50 rúblum á mánuði. Otlendingar fá þó miklu hærri styrk, eða 50-90 rúblur á mán- uði. Fyrir utan áætlað námsefni er einnig hægt að fá aukatfma f ýmsum greinum (hljóðfæra- leik, söngo.s.frv. ), nemanda að kostnaðar- lausu. Skólinn er vel búinn að verkfærum þeim, sem leikhtisfólk þarf á að halda og standa þau til afnota ásamt aðstoð tæknifróðra manna. Hljóðfæri er f hverri stofu, bókasafn gott ásamt lestrarsal. Byggingin er að vfsu of lftil, en upp bætir að hún er forn og bókfell aldanna má lesa á veggjum. Hér nam á sfnum tfma sjálfur Stanf- slavskf og fleirí frægir menn. "

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.