Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 16.05.1978, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 16.05.1978, Blaðsíða 1
Öreigarog kúgaðar þjóðir heims sameinist! StÉttabaráttan Málgagn Kommúnistaflokks íslands/Marxista-Lenínista Ert þu áskrifandi að viku- blaði verkafólks? L ._:_^ Fyrir 30 árum síðan, eða 14:maíl948, var Israelsríki stofnað. Með því hafði hinn pólitíski síonismi, sem settui hafði verið fram af Theodor Herzel í bókinni Gyðingaríkið fimmtíu árum áður, náð markmiði sínu,- Gyðingar um heim allan lóku fréttinni um stofnun gyðingaríkisins með eftirvæntingu og von. Síon- istar settu fram slagorðið "land án þjóðar fyrir þjóð án lands". Loksins áttu gyðing- ar sem orðið höfðu að lifa hryllilegar hörmungar undir veldi nasista að eignast frí- ríkiT Landið án þjóðar. Þeim gyðingum sem fluttust til ísrael var lofað fríriki friðar og öryggis, mannlausu landi þar sem gyðingar gætu byggt upp samfélag í ró og næði. En raunveruleikinn sem mætti þessu fólki þegar til landsins helga kom var annar. Fjöldi þessa fólks vildi snúa aftur, en sú leið var þeim lokuð og ekkert annað að gera en setjast að í Palestínu. "Landið án þjóðar" var Pal- estína og "þjóðin án lands" var gyðinga "þjóðin". En Framhald á síðu 2 Hverju ræður Alþingi ? Alþýðubandalags fory s tan leggur nú eins og ávallt fyrir kosningar ofuráherslu á, að telja folki trú um að Alþingi sé æðsta valdastofnun þjóð- arinnar. En er því svo farið? Hverjir standa að baki þeim- lögum sem samþykkt eru þar og hverjir sjá um fram- fylgd þeirra ?Við skulum taka nokkur dæmi um lög sem Alþingi hefur samþykkt,bæði á tíma vinstri stjórna og hægri og athuga afleiðingar þeirra.Þegar kvennaverk- fallið fræga átti sér stað, vöknuðu konur til meðvitundar um að berjast þyrfti gegn þeirri tvöföldu kúgun sem þær eru beittar í atvinnulíf- inu.barnauppeldi og heimilis- störfum. Blekkingameistarar úr öllum flokkum er sitja á Alþingi létu þá samþykkja jafnrettislög sem út af fyrir sig eru ágset á pappírnum,og stofnsetja jafnréttisráð er launaðir fulltrúar allra stjórm málaflokka sitja í. En hver hefur árangurinn orðið ?1 atvinnulífinu eru konur nær undantekningarlaust í lægstu launaflokkunum, miðað við karla er vinna sömu störf. Mest er iað sjálfsögðu órétt- lætið sem verkakonur eru beittar.því þær eru ávallt í einhæfustu störfunum og þeim verst borguðu. Þrátt fyrir að margar verkakonur vinni svipuð eða alveg samskonar störf og verkamenn eru þær látnar gjalda kynsins gróflega í kaupi. Þó eru þar einhverjar undantekningar á, en það sem skiptir þó meira máli er, að þrátt fyrir fallegar pappírs ályktanir Alþingis um jafnrétt. ismál eru það atvinnurekend- urnir sem sjá um framfylgd laganna eða öllu heldur að framfylgja þeim ekki í atvinnu lífinu. Lög eins og jafnréttis- lögin sem falla arðræningjun- um ekki í geð og kæmu við pyngju þeirra ef eftir þeim væri farið eru einfaldlega brotin af þeim. Það er sama hvað Alþingi samþykkir um þessi mál, jafnrétti karla og kvenna til þátttöku í atvinni lífinu og jafnra starfa og launa Framhald á baksíðu Arangurinn af 1.maí I síðasta tölublaði Stéttabar- áttunnar var því lofað að birta grein sem drægi saman niður- stöður af árangri starfsins fyrir og á 1. maí. 1. maí 1978 mun um margt þykja marka tímamót, því þá náðist í fyrsta sinn í lengri tíma eining meðal þeirra afla sem staðið hafa I andstöðu við þá stéttasamvinnu sem um áratugi hefur verið rekin inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Hvað olli því að eining varð möguleg nú? Til þess að svara því verðum við að líta á sögulegt samhengi og núver- andi aðstæður. Stéttasamvinnustefnan hefur afhjúpast æ meir innan verka- lýðshreyfingarinnar og fólk er orðið langþreytt á stöðugum undanslætti og svikum. Sam- tímis aukastr árásir atvinnu- rekenda og ríkisvalds þeirra á kjör og réttindi verkalýðs- ins. Verkafólk er að missa trúna á forystu sína, sem snýr sérhverri baráttuaðferð upp í sýndarleik og verkföllin virðast til þess eins að þreyta Framhald á síðu 3 Landið sem síonistar vildu eignast var ekki "land án þjóðar" eins og þeir sögðu. Palestínska þjóðin, en hér sjást fulltrúar hennar, börn sem lifðu af í Tal-al Zaatar, berst nú ákveðnari en nokkru sinni fyrr fyrir að komast til heimkynna sinna í Palestínu. f ^ — imMnm ■nm—ntmT, Israelsríki30ára: Saga kúgunar og útþenslustef nu % l ¥ • * Ií blaðinu Framboðslisti Kommúnistaflokksins bis,2

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.