Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 29.11.1930, Blaðsíða 4
Viltu ferðast til Rússiands? Verklýðsblaðið býður þér í 6 vikna ferða- lag austur til Moskva á komandi sumri! Takið eftir: i Stórkostleg verðlaunasamkeppni! Verklýðsblaðið hefir þegar á þeim stutta tíma sem það hefir komið út unnið sér hylli meðal íslenzkrar alþýðu. Það hefur þegar náð svo mikilli útbreiðslu, að nú verður að stækka upplag þess. En meiia þarf ef duga skal. „Verklýðsblaðið“ inn á hvert verkamanna og smábændaheimili landsins! Það er markmiðið. Til þess að ná þessu marki á sem skemmstum tíma efnir Verklýðsblaðið til stór- kostlegrar verðlaunasamkeppni. Stóra leikhúsið í Moskva Sá sem safinar fl.estu.rn áskrifendum að biaðinu fyrir fyrsta febrúar 1931 fær að verðlaunum: Ókeypis ferð til Sovét-Z&ússlands (Moskva) med öllu uppikaldi í 6 ' / vikur á komandi sumri. ATHUGIÐ! Hinir nýju áskiifendur skulu skiá sig á lista þá, sem fylgja blaðinu í dag. Lista þessa má jafnan fá hjá afgreiðslumönn- um blaðsins. Fyrir hvem áskrifanda skal fylgja áskriftargjald fyrir einn ársfjórðung (kr. 1,25) fyrirfram. Söfnunarlistarnir sendist jafnóðum afgreiðslu blaðsins í Reykjavík og verður þá um hæl send kvittun fyrir tölu áskrifendanna. Samkeppninni lýkur 1. febrúar og skulu þá allir listar vera sendir. Auk þess verða tólf þeim næstu veitt bókaverðlaun. Enginn lætur sér þetta einstaka tækifæri úr greipum ganga! Byrjid að safna strax í dag! Útbreiðum Verklýdsblaðið! Tilraunir sósíaldemókrata til að kljúfa íslenska verkalýðslireyfingu Frh. af 1. síðu. demókrötum ráðin og sundra þeim samtökum, sem verkalýðurinn hefir myndað með sér í fjórðungunum. Sósíaldemókratar hafa með þessum tillögum fiett rækilega af sér grímunni. Nú nægir þeim ekki lengur að sýna verklýðssambandsmálinu fjandskap, heldur hika þeir ekki við að ganga til beins klofnings á alþýðusamtökunum til þess að tryggja sér ráðin yfir þeim hluta verkalýðs- ins, sem fylgir þeim ennþá. En allt þetta mun stranda á festu og stillingu íslenzkra stéttvísra verkamanna, sem munu slá skjaldborg um sam- tök sín og standa fást saman í þeim félagsskap, sem til er, hvað sem á dynur. V erklýðsráðstef nan. Verkalýðsráðstefnan hefir samþykkt ýmsar veigamiklar kröfur í verklýðsmálum, sem bom- ar voru fram af kommúnistum og birtar í síð- asta blaði, svo sem um baráttuna gegn launa- lækkun og fyrir launahækkun, baráttuna fyrir S og 9 stunda vinnudegi á næsta ári, baráttuna fyrir sömu launum við sömu vinnu, kröfur iðn- nema og kröfurnar um vernd kvenna og bama. Hinsvengar fengu sósíaldemókratar því til leið- ar komið, að jafnveigamiklar kröfur og krafan um 7 stunda vinnudag og um afnám arðránsins við akkorðsvinnu og hlutaskipti voru felldar. Þó að sósíaldemókratar greiddu atkvæði með sumum kröfum kommúnista í verkalýðsmálun- um, mega menn engar tálvonir gera sér um það, að þeir muni ljá þeim fylgi sitt, þegar rætt verðui- um framkvæmdir. Um það er fengin nægileg reynsla frá undanfömum þingum. Verkamenn verða að búa sig undir það að hrinda kröfunum í framkvæmd gegn andstöðu sósíaldemókrata. Þá fengu sósíaldemókratar samþykkta tillögu gegn verklýðssambandinu. En frásögn „Alþýðu- Mótmæli verkalýðsins gegn Frá mörgum þúsundum verkamanna og kvenna hafa borist kröftug mótmæli gegn hinni blygðunarlausu ofsókn ríkisvaldsins á hendur verklýðsæskunnar í Menntaskóla Norðurlands. Verkalýðurinn hefir skilið, að hér er ráðist á stétt hans og reynt að kæfa allar frelsistil- raunir hans. Þessvegna hefir verkalýðurinn mótmælt: í gegnum verklýðsráðstefnuna, sem hefir áð baki sér þúsundir verkalýðs. Á Siglufirði, Sauðárkróki og í Vestmanna- eyjum hafa verklýðsfélögin ásamt F. U. K., sent öflug mótmæli. í Reykjavík hefir F. U. Iv., Stúdentafélag Há- skólans og 62 nemendur hins almenna Mennta- skóla, mótmælt áras þeirri, sem yfirstéttin ís- lcnzka hefir hafið á móti verkalýðnum, með því að útiloka stéttvísa verkamenn frá skól- um. Fyrir skömmu síðan var gengið til atkvæða í Menntaskólanum um ályktun þá, sem hér fer á eftir: „Nemendur hins alm. Menntaskóla í Reykja- vík, mættir á skólafundi, mótmæla því gjörræði Sigurðar rektors Guðmundssonar, er hann rak Ásgeir Bl. Magnússon úr Menntaskólanum á Akureyri, vegna pólitískrar starfsemi. Það er hrein og bein blekking að halda því fram, að skólamir séu pólitfekt hlutlausir, þar sem í blaðsins“ um atkvæðagreiðsluna er mjög vill- andij því að atkvæði þeirra félaga, sem eru utan Alþýðusambandsins voru ekki talin með, en þau voru öll fylgjandi verklýðssambandinu. Til- laga sósíaldemókrata var samþykkt með 39 at- kv. gegn 26. skoðanairúgun ríkisvaldsins skólanum er rekin áköf og óbilgjöm útbreiðslu- starfsemi á kenningum auðvaldsins, undir grímu óhlutdrægrar sögukennslu. Þessari ó- slíammfeilnu skoðanakúgun, er nýtur fulls styrks ríkisvaldsins, mótmælir fundurinn og krefst þess, að Ásgeir Bl. Magnússon verði tek- inn í skólann aftur og að allir nemendur, sem sækja ríkisskólana, hafi fullt leyfi til þess að láta skoðanir sínar í ljósi opinberlega og út- breiða þær“. Atkvæðagreiðslan fór fram skriflega sam- kvæmt vilja nemenda, og féll þannig: 62 greiddu atkvæði með, en 90 á móti. Þannig hafa 62 nemendur tekið afstöðu til þeirrar út- breiðslustarfsemi auðvialdsins, sem kölluð er óhlutdræg- sögukennsla. Þessi ályktun sýnir glögglega, að stór hluti nemenda er tilbúinn til þess að andæfa ofsóknum ríkisvaldsins á hend- ur undirstéttinni, þrátt fyrir það, að reynt hef- ir verið með öllum hugsanlegum aðferðum að troða kenningum auðvaldsins inn í nemendur frá því þeir fóru fyx-st í skóla. sd. „VerklýðsblaðiS". Ritstjórn: Ritnefnd „Spörtu“. — Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavik. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.