Verklýðsblaðið - 13.12.1930, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 13.12.1930, Blaðsíða 3
Atvinnuleysið er eitt af ibölum auðvalds- skipulagsins. Það fylgir því eins og skugginn. 0g eftir þvi sem auðvaldið kemst á hærra stig og mótsetningar þess vaxa, eftir því verða kreppurnar og atvinnuleysið ógurlegra. Um allan auðvaldsheiminn ganga nú iherskarar at- vinnulausra manna svo skiftir tugum miljóna. Þeir verða nú að líða skort, af því að þeir hafa með vinnu sinni framleitt meiri lífsnauðsynjar en markaðir auðvaldsins þola. Vegna offram- leiðslu hveitis, verða böm verkamanna að líða brauðskort. Og framleiðslan, sem gæti satt hungur miljóna, er borin á bálkesti, til að reyna að koma í veg fyrir meira verðfall á heimsmarkaðinum. í Rússlandi er það mjög á annan veg. Þar hefir verkalýðurinn tekið völdin. Þar er at- vinuleysinu algerlega útrymt. Þar er framleitt tii að uppfylla þarfir verkalýðsins fyrst og fremst og kreppan í auðvaldsheiminum kemur því þar ekkert við. Verkalýðurinn vinnur þar að sínum eigin þörfum, og er laus við dutlunga arðræningja og annara sníkjudýra að þjóðar- líkamanum. Sovét-Rússland er óháð erlendum roörkuðum og þarf því ekki að lækka seglin þeirra vegna. En vegna þess, að framleiðsla Islands er háð erlendum markaði, er þegar orðið mikið verð- fall á íslenzkum afurðum. 0g líka vegna þess, að Island er háð erlendu bankavaldi hefir at- vinnuleysið hafið innreið sína á Islandi. Nú ganga hundruð og jafnvel þúsundir íslenzkra verkamanna atvinnuláusir og framundan sést ekkert annað en áframhaldandi atvinnuleysi. Laun íslenzkra verkamanna eru, sem í öðrum ríkjum auðvaldsins, miðuð við þær brýnustu þarfir til að viðhalda starfskröftunum, meðan starfað er. Undir eins og atvinnan brestur, þýðir það meiri eða minni skort fyrir verka- manninn _og fjölskyldu hans. Og neyðarlend- ingin er svo eftir lítinn tíma fyrir flestum, bæjar- eða sveitarsjóðurinn; það þýðir aftur á rnóti missi mannréttinda. Með öðrum orðum: verkamaðurinn hefir ekki rétt til lífsins nema meðan auðvaldið hefir þörf fyrir vinnu hans og- möguleika til að arðræna harrn. Nú hefir verið farið fram á það við ríkis- stjórn og borgarstjóra, að veittar yrðu at- vinnubætur til handa þessuin atvinnulausa skara. Það hefir verið farið fram á þetta með ofurhógværum bænarorðum í 10 vikur. Ríkis- stjómin hefir svarað: Einhvemtíma í vetur ætlar hún að lofa 20—30 mönnum að vinna áð kirkjugarðsgerð í Fossvogi. Það er eins og hún hafi einhvern skilning á því, að ef þetta at- vinnuleysi stendur lengi, muni ekki vanþörf á kirkjugarði fyrir hinn sveltandi verkalýð. Rík- isstjóminni finnst víst meiri þörf á kirkju- garði en verkamannabústöðum. En við skulum sjá verkamenn! Ef til vill geta kröfur okkar orðið svo háværar, að einhverjir fái atvinnu við að byggja nýtt fangahús! En Knútur litli lítur nú öðravísi á málið. Hann álítur að verkamenn geti lifað góðu lífi yfir veturinn af sumarkaupi sínu, þótt hann sjálfur treysti sér ekki að lifa af minni launum en 18 þúsundum, ómagalaus og allvel fjáður. Er þetta góð sönnun þess, hverra hagsmuna hann Knútur litli gætir í stöðu sinni. Og þetta ei góð áminning til verkamanna um það, að þeir verða að sækja rétt sinn sjálfir og verja hann. Við höfum of lengi reynt hinn hógværa bænarveg og enga áheyrn fengið. Það er ekki hægt að bera því við, að ekki séu nóg verkefni : fyrir hendi, sem krefjast skjótrar úrlausnar. | Ég tek hér nokkur dæmi af handahófi: 1. Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um verkamannabústaði. Húsnæðisvandræði verka- manna eru plága, sem hefir geysað hér í mörg ár. Verði nú hafist handa að byggingu verka- mannabústaða, eins og lög þessi mæla fyrir, K r ö f u r atvínnulausra manna í Reykjavik Atvinnubætur — Atvinnuleysisstyrkur Á fimmtudaginn héldu atvinnulausii' verka- menn fund í verkamannaskýlinu til þess að ræða um baráttuna gegn atvinnuleysinu. Var kosin þriggja manna nefnd til að fara á fund bæjarstjórnar og bera fram kröfur verka- manna. 1 nefndina vom þessir verkamenn kosn- ir: Ólafur Guðbrandsson, Jóhannes Ólafsson og Guðbergur Guðmundsson. Kröfurnar vom þessar: 1) að nú þegar verði settar í gang atvinnu- bætur að minnsta kosti fyrir 3—4 hundruð manns og haldi sú vinna áfram þar til öimm' atvinna er fyrir hendi. 2) að greiddur verði atvinnuleysisstyrkur til allra þeirra ,sem ekki verða atvinnubótanna að- njótandi. Sé sá styrkur miðaður við meðaldag- eru þar slegnar tvær flugur í einu höggi: dreg- ið er ur húsnæðisvandræðum verkamanna með bctra og ódýrara húsnæði, og fjölda verka- manna veitt vinna við byggingu þeirra. Nú þegar í vetur væri hægt að hefjast handa í máli þessu, ef stjórn bæjarins væri ekki í höndum illmenna og aumingja. 2. Nú í haust var gerður nýi' vatnsgeymir inni í Rauðarárholti; hann verður að standa tómur um ófyrirsjáanlegan tíma, vegna þess að vatnsæðin, sem fyrir er, er svo lítil, að varla' nægir í gamla geyminn og mikill hluti bæjar- búa verður að lifa við tilfinnanlegan vatns- skort mikinn hluta sólarhringsins. Það liggur því fyrir, að leggja nýja vatnsæð til bæjarins þegar á næsta sumri. Þar geta margar hendur fengið vinnu. Og hví þá ekki að grafa fyrir henni nú þegar í vetur? Eiga verkamenn að láta dutlunga Knúts litla svifta þá rétti til at- vinnu ? 8. Við fjölskyldufeðumir verðum að láta okk- ur nægja götuna sem leikvöll’fyrir börnin okk- ar. Og þeir fáu leikvellir, sem sýndir eru á skipulagsuppdrætti bæjarins, eru ennþá ógerð- ir. Bamaleikvellir eru fyrir okkur verkamenn- ina knýjandi nauðsyn, því einhversstaðar verða bömin okkar að leika sér annarsstaðar en á götunni, því að ekki höfum við húsrúm handa þeim til leikja. Það geta margar hendur fengið vinnu við að undirbúa þetta í vetur, svo að þeim verði lokið í vor og teknir til notkunar í sumar. 4. Margar gömlu götumár hér, eins og t. d. Bergstaðastræti, Bræðraborgarstígur, Grettis- gata, Lindargata o. fl., þar sem verkalýðurinn hefir lifað og starfað til heilla fyrir bæjarfé- lagið, svo tugum ára skiftir, eru ennþá hörmu- legar yfirferðar nema í þurru veðri, en lagð- ar hafa verið nýjar og dýrar götur í hverfum auðkýfinga og nýliða, sem með spekulationum og arðráni hafa nægar upphæðir til að byrggja hallir til að lifa í. Verkalýðurinn er þrautpínd- ur með útsvörum til að leggja götur fyrir þessa auðkýfinga, en verkamannahverfin eru látin sitja á hakanum. Það gætu margir feng- ið atvinnu við þessa götugerð nú í vetur, ef undinn væri bugur að því nú þegar. Hér þarf ekki að bera við fjárþröng bæjar- ins meðan hann hefir efni á að eiga útistand- andi útsvör svo skiftir hundruðum þúsunda króna hjá efnamestu mönnum bæjarins. Meðan þeim er hlíft, er ekki hægt að tala um fjár- þröng. Verkamenn! Hættum bónbjargarhjali okkar við fjandmenn okkar og snúum okkur af al- vöru að málunum. Við krefjumst atvinnu af bæjarstjóm og ríkisstjórn. Við látum þá ekki lengur ljúga okkur fulla fyrir milligöngu for- ! kaup og valdi ekki þeim, er njóta hans, rétt- indamissis. 3) að vinna, sem unnin verði í þessum til- gangi, miðist aðallega til hagsmuna fyrir verkalýðinn, svo sem: undirbúningur undir byggingu verkamannabústaða, grafa fyrir nýrri vatnsæð til bæjarins, barnaleikvalla o. fl. 4) að innheimt verði nú þegar útistandandi útsvör borgaranna svo að ekki þurfi að stöðvia atvinnubætur þessar vegna fjárskorts. Forseti lofaði nefndinni að taka atvinnuleys- ismálið á dagskrá á bæjarstjórnarfundi á eftir öllum hinum málunum. Auðvitað var það svik- ið og málið ekki tekið á dagskrá. Verkamenn mega ekki linna látum fyr en bæjárstjómin og ríkisstjómin hafa verið knúðar til að gera eitthvað í málinu. ingja okkar, um fjárþröng, meðan fé er ausið út í allt, sem þeim dettur í hug. Og látum þá ekki lengur ljúga því að okkur, að ekkert sé til að vinna ,meðan allar brýnustu þarfir okk- ar eru óuppfylltar. Hefjum skipulagða baráttu fyrir atvinnu og gefumst ekki upp, þótt í odda skerist og þótt foringjar okkar telji baráttu okkar einskis virði eða til ills eins. Tökum þá sjálfir forustuna í baráttunni og búum okkur undir áframhaldandi baráttu — úrslitabaráttu við auðvaldið, uns við höfum tekið völdin í okkar hendur eins og stéttarbræður vorir í Rússlandi. Þá verður ekki lengur barizt við atvinnuleysi eins og nú. Þá verður unnið að framkvæmd jafnaðar- stefnunnar í ríki verkalýðsins. V erkamaður. 4 8. P. K. Baráttusjóður S. U. K. Félagar og ungir verkamenn! Baráttusjóður S. U. K. er nú stöðugt að eflast. 1 Reykjavík hafa nú safnast kr. 22,00 síðan á síðasta fundi F. U. K. En nú ríður meira á en nokkru sinni áður að efla baráttuna fyrir Baráttusjóðinn. Sambandsstjómin hefir ákveðið að senda einn félaga til allra deilda S. U. K., til þess að skipuleggja starfið og leiðbeina félögunum um starfið á hverjum stað. Þessi félagi er Ásgeir Bl. Magnússon, félag- inn, sem rekinn var úr Menntaskóla Norður- lands fyrir starf sitt í þágu kommúnismans. En þar sem hann hefir ekki efni á því að kosta sig sjálfur, og S. U. K. hefir það heldur ekki, þá hvetjum við nú alla félaga S. U. K. og alla aðra unga verkamenn og stúlkur til að styrkja Baráttusjóð S. U. K. Þörfin á því að fá leiðbeinandi félaga til deildanna er afar mikil og félagi Ásgeir, sem er einn okkar duglegustu og beztu manna, mun áreiðanlega verða að miklu gagni fyrir F. U. K. víðsvegar um land. Allir vinnandi æskumenn, sem viljið styrkja samtök ykkar, leggið aura í Baráttusjóð S. U. K. Fáið alla kunningja ykkar til þess sama. Látið kjörorð ykkar vera: Baráttusjóður S. U. K. skal geta kostað Ásgeir! ;

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.