Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 21.03.1933, Blaðsíða 4
Islenzk málverk og margskonar rammar á Freyjugötu 11. Kaupdeilan á Akureyri. Framh. af 1. síðu. þýðumaðurinn fullur ósanninda og- árása. Verkamaðurinn. Eins og kunnugt er, eru ís- lenzkir ríkisborgarar ekki her- ; skyldir. Samt sem áður tekur burgeisastéttin í einu bæjarfélag- inu sig til og fyrirskipar almenna herskyldu til þess að berjast við verkalýðinn og kúga niður kaup hans með ofbeldi!! Og ofan í kaupið er þetta gjörræði „sam- þykkt“ af „bæjarstjóm", sem alls ekki er lögleg, því bæjar- fulltrúar kommúnista voru ekki boðaðir á fundinn. Slíkur er of- sóknarandi íslenzku borgarastétt- arinnar gegn verkalýðnum. Svo ör er þróun ríkisvaldsins á Is- landi í áttina til fasismans. Eins og kunnugt er, hefir full- trúi Alþýðusambandsins á Akur- eyri, hr. Erlingur Friðjónsson, verið aðalhvatamaður að þessum ofbeldisráðstöfunum. En eins og gefur að skilja eiga Alþýðusarh- bandsbroddamir hér syðra í vök að verjast, þar sem þeir þykjast vera á móti ríkislögreglunni, þó þeir séu andvígir öllum ráðstöf- unum til að hindra það, að hún komist í framkvæmd. Þeir eru því að reyna að þvo Erling hreinan með því að telja fólki trú um, að hann hafi verið á móti stofnun varalögreglunnar í bæjarstjórn Akureyrar. Verður þetta ærið hjákátlegt og til mikils ætlast að menn trúi, þar sem Erlingur hef- ir hrópað hátt í blaði sínu og Alþýðuflokksins, „Alþýðumannin- um“, um lögreglulið til þess að brjóta Verkamannafélag Akur- eyrar á bak aftur, hvað sem það kostaði! Atburðirnir á Akureyri sýna það og sanna, að kratabroddamir óska af heilum hug eftir ríkis- lögreglu til þess að bæla niður alla sjálfstæða stéttabaráttu verkalýðsins. Framkoma kratanna hefir í Akureyrardeilunni á allan hátt verið svo opinberlega í þjónustu auðvaldsins, að margir verka- menn eiga erfitt með að átta sig 'á því, sem er að gerast. Þeim finnst staðreyndimar svo ótrú- legar, að þeir láta segja sér þrisvar. Þetta kemur til af því, að m'enn hafa ekki enn fyllilega áttað sig á því, sem Kommúnistaflokkurinn sýndi fram á með skýram rökum á flokksþingi sínu í haust: Alþýðusambandsbroddamir eru höfuðstoð auðvaldsins á íslandi. Vald þeirra innan verkalýðshreyf- ingarinnar, er öraggasta og bitr- asta vopn auðvaldsins í barátt- unni gegn verkalýðnum. Þeir era ekki lengur smáborgaralegur um- bótaflokkur, heldur er „sósíal- ismi“ þeirra og hinn uppvaxandi fasismi tvær greinar á sama meiði. Þeir eru sósíal-fasistar — þ. e. sósíalistar í orði, en fasistar í verki. Með framkomu sinni í Akur- eyrardeilunni hafa Alþýðuflokks- broddarnir sjálfir auglýst þessi sannindi frammi fyrir allri al- þýðu. Þingmálafuodur í Eyjum, Þann 7. þ. m. boðaði þingmaður- inn, Jóhann, til þingmálafundar hér. Bar sá fundur á sér öll einkenni fyrri þingmálafunda Jóha., þó í öllu ríkara mæli en áðúr. Þetta „samtal“ sitt við kjósendur, eins og hann orðaði það, sem honum var auðsjáanlega og vitanlega sár- nauðugt — hafði hann ákveðið sem allra stytzt, boðaði fundinn kl. 4 í bíóhúsinu en kl. 8>/* skyldi byrja bíó og mátti því fundurinn ekki standa lengur en 4 tíma. Þykir Jóh. það sýnilega ærið lang- ur tími frammi fyrir „háttvirtum kjósendum“. Framsöguræða Jóhs. var aumingjaleg með afbrigðum, þannig ætluð að enginn skyldi reka hornin í hana, enda fékk þingmaðurinn að haida henni að mestu óskemdri. Svo var og um tillögur þær er hann lagði fram jafnframt. Voru þær samþykktar með öllum gr. atkv., sem þó voru ekki nema 5 — 6, því að fundar- menn greiddu yflrleitt ekki atkv. um þær. Að atkv.gr. um till. Jóh. lokinni tóku kratabroddarnir að leika hlut- verk sín til aðstoðar honum. Einn þeirra, Árni J. Johnsen, rauk upp til handa og fóta með till. um að banna sölu eða takmarka á lampa- spritti. Fór hann mörgum fögrum orðum um mikilvægi þessa máls og sagði m. a., að ef Islendingar hættu að drekka áfengi, þá myndi engin kreppa þekkjast hér á landi(!!) Þær ríða ekki við einteiming kreppukenningar kratabroddanna! Hér er ein útgáfan! Og allir þekkja kenningar Alþýðubl. um „íslenzku kreppuna“. En nota flest í nauð- um skal — og svo má segja um þetta. Kratabroddarnir grípa til alls, til þess að blekkja verkalýð- inn á eðli auðvaldsskipulagsins og reyna þannig að hjálpa auðvaldinu út úr kreppu þess. Eftir að Jóh. hafði notað þetta kjörna tækifæri til þess að þvæla án þess að þurfa að koma nálægt þeim málum, sem efst voru á baugi hjá alþýðu manna og haldið langa og ítarlega ræðu um mikilvægi tillögunnar fléttaða skiljanlegu þakkarávarpi til flutn- ingsmannsins, var tillagan sam- þykkt með fáeinum samhlj. atkv., (fjöldinn sat hjá). — Kommúnistar höfðu lagt fram margar tillögur. Treysti Jóh. sér nú ekki lengur til þess að hindra það að þær yrðu teknar til um- ræðu, en aðeins örfáar þeirra feng- ust ræddar vegna hins nauma fundartíma, sem þingmaðurinn hirti auðvitað velmældan hluta af, til þess að andmæla till. — eink- um till. um afnám fiskeinokunar- innar. Er hér ekki rúm til þess að fara út í hina ýmsu orðskviði, sem af vörum þingm. flutu á fundinum. Því miður, því að vinnandi fólk um land allt gæti dregið mikilvæga lærdóma af því að kynnast þess- um fulltrúa auðvaldsins, hinum sjálfhælna lýðskrumara og verka- lýðsskrumara Jóh. Þ. Jós. Er Jóh. þótti „8amtalið“ orðið sér óbæri- lega langt lét hann bera fram till. um að slíta umræðunum um till. kommúnÍ8ta og taka fyrir næsta mál á dagskrá, En till. var felld j nieð yfirgnæfandi meirihlnta. — j Veslings Jóhann! Ein staðreyndin enn um sífellt minkandi fylgi — um vaxandi skilning undirstéttanna á aðstöðu þeirra í þjóðfélaginu. Einræði Jóh. var þó svo mikið að hann braut í bága við vilja fund- armanna, lét slíta umræðunum um till. og lét þær eigi koma til atkv. En svo var ótti hans mikill við „stemningu-' fundarins, að hann hræsnaðist við að koma með breyt- ingartillögu við till. komm. um af- nám fiskeinokunarinnar, sem var samhljóða fyrri hlutanum af till. komm. (seinni hlutanum, rökstuðn- ingunni sleppt) sem hann þó lét ekki heldur bera undir atkv. af þeim skiljanlegu ástæðum að hann vildi ekki_að neitt, sem færi í þessa átt, yrði samþ. á fundinum. Að þessu loknu lét Jóh. fundar- stjórann lýsa því yfir, að einn flokkur hafi enn ekki komist að „með neitt vegna málæðis komm- únista“, en það voru jafnaðarmenn og taldi nauðsynlegt að þeir fengju að segja eitthvað, eða m. ö. o., þingmaðurinn „pantaði“ nú opin- berlega — frammi fyrir fullu húsi „háttvirtra kjósenda11 Þorstein Víg- lundsson í ræðustólinn sér til að- stoðar á þessari raunastund. Reynd- ar rauk þó Kr. L þar upp á milli (hefur sjálfsagt fundist hann geta talið sig til kratabroddanna eftir vinngjarnlegt og náið samstarf, sérstaklega þó í sambandi við stofn- un hvítu lögreglunnar) og kom fram með tillöguna um vinnudóm, sem var felld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. — Tók þá til máls (samkvæmt pöntuninni) Þ. V. og las sinn vanalega pistil, sem hljóðaði upp á það hvernig auð- valdið geti styrkt sig í stéttabar- áttunni með bæjarrekstri. — Tal- aði Jóh. nokkur orð á eftir og lét sem sér hefði ekki líkað fyllilega eitt aukaatriði í ræðu Þ. V. — og bað Þ. V. þegar auðmjúklega af- sökunar á að hafa látið þetta út úr sér. Upp úr þessum faðmlögum Jóh. fyrir hönd auðvaldsins í Eyj- um og Þ. V. fyrir hönd krata- broddanna — var fundinum sjálf- slitið, því að fólkið þusti út undir lokaræðu Jóh., enda höfðu komm- únistar þá boðað fundarmönnum framhalds-þingmálafund í Alþýðu- húsinu þá um kvöldið og skoruðu á Jóh. að koma — en hann þorði ekki og neitaði. Framhaldsfundurinn var afar- fjölmennur — fullt Alþýðuhúsið — og voru þar samþykktar með öll- um greiddum atkvæðum og mjög almennri þátttöku í atkvæðagreiðsl- unni — allar tillögur kommúnista. Þ. V. mætti á fundinum, tók þar til máls og jós úr sér lygi og rógi um samtök verkalýðsins í Eyjum. Eitt af því sem Þ. V. lét út úr sér á þessum fundi var, að rangt væri að vera stöðugt að tala um að verkalýðurinn væri svikinn af öðr- um — hann sviki sig sjálfur, „Verkalýðurinn er sjálfur svikari við málstað sinn“, sagði Þ. V. Þótti þá fundarmönnum skörin far- in að færast upp í bekkinn, þeg- ar þessi margstimplaði svikari ætl- aði að fara að klína óþverranum af sér og kumpánum sínum á Bögglasmjör, Rjómabússmjör, Mysuostur, Mjólkurostur, Egg, ísl. og útl. KAUPFÉLAG ALÞÝÐU, Njálsgötu 23, sími 4417, Verkamannabúst., sfm» 8507. verkalýðinn — skeina sig á hon- um, ef svo mætti að orði komast. Er Þ. V. hafði haldið tvær slík- ar ræður, flúði hann af hólmi. — Þorði þessi auðvaldsþjónn ekki að standa lengur frammi fyrir fundar- mönnum, brást hugrekkið eins og Jóh. húsbónda hans, enda verða menn að játa, að meira en meðal- hugrekki þarf til þess fyrir báða þessa fulltrúa auðvaldsins að láta sjá sig á fundum alþýðunnar, til þess þarf ósvífni á háu stigi. Sex sjö menn eltu Þ. V. af fundi flest kratabroddar eins og hann — og gerðu þeir (broddarnir) nokkur fundarspjöll um leið og þeir fóru. Það má efalaust telja, að komm- únistum hafi aukist fylgi við fundi þessa. Sérstaklega má vænta þesa að þeir hafi orðið all-lærdómsríkir fyrir hina mörgu aðkomum., sem á þeim voru. Þarna sáu þeir og heyrðu fulltrúa allra stétta, annars- vegar - Jóh., stóratvinnurekandann og kúgarann, þvínæst, verkalýðs- böðulinn, fariseann, hina opinberu fulltrúa yfirstéttarinnar — Þ. V. og fl. kratabrodda, fulltrúa yflr- stéttarinnar innan verkalýðsstéttar- innar, sem allir kepptust um að blekkja og ljúga að verkalýðnum, til þess að svæfa hann, — og hins vegar kommúnistana,f ulltr úa verka- lýðsins og fátækra bænda, sem báru fram skýrar og ákveðnar kröfur til hagsbóta fyrir hinar vinnandi stéttir — hvöttu verkalýðinn og smáútvegsbændur til byltingarsinu- aðrar baráttu fyrir þeim. Terbamaðnr. Oddur Sigurgeirsson hefir nú verið rekinn úr bæ sínum, eins og menn vita. Her- mann lögreglustjóri segir að Fiskifélagið ætli að byggja á lóðinni. Mér finnst það réttara, að félagið reisti hús á lóð Her- manns suður á Álítanesi og að bærinn byggði nýjan bæ handa gamla manninum. En Hermann og Hitler era báðir við völd og Ólafur með skeggið er hræddur um að Helgi verði látinn rann- saka sig fyrst hann (c: Helgi) var fluttur inn á Klepp aftur. Pétur Jóhannsson skrifar nú í Alþ.bl., en Oddi gamla er neit- að um pláss þar. Þeir eru upp- fyndingamenn Óli og Pétur. Gamall borgari. Ábyrgöarm.: Brynjólfur Bjarnason. PrentamlÖjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.