Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOHKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) IV. árg, Reykjavík 11. apríl 1933 16. tbl. Samfylkingin. Skipulagning baráttunnar fyrir atvinnubótum og gegn ríkislög- reglu þolir enga bið. Opið bréf til Sambands ungra jafnaðarmanna Á vinnustöðvunum er nú ekki rætt um annað meira en sam- fylkingartilboð Kommúnista- flokksins til Alþýðuflokksins. Á föstudaginn var haldinn almenn- ur verkalýðsfundur um þetta mál í fundarsalnum við Bröttu- götu. Þar voru samþykktar í einu hljóði eftirfarandi tillögur: 1. Almennur verkalýðsíundur, haldinn í Reykjavík 7. apríl, skor- ar á Alþýðuflokktnn að taka þegar í stað samfylkingartilboði Kommún- istaflokksins, og hefja tafarlaust, sameiginlega með Kommúnista- flokknum, undirbúning undir skiþu- lagningu baráttunnar. 2. Fundurinn skorar á öl! verka- lýðsféiög í bænum, að hefja þegar í stað undirbúning undir mótmæla- verkfall og kröfugöngu, í þeim til- gangi: 1. AS hindra það, að komið verði á ríkislögreglu eða hverskonar lög- regluliði gegn verkalýðnum. 2. Að knýja bæjarstjórnina ti! að hefja þegar í stað aftur atvinnu- bótavinnu fyrir að minnsta kosti 200 menn til að byrja með. En stjóm Alþýðuflokksins hef- ir engu svarað. Á fundi Jafnaðarmannafélags íslands var rætt um samfylking- artilboðið. Héðinn Valdimarsson hélt ræðu, sem var hvorki fugl né fiskur, og erfitt að átta sig á hver afstaða hans var. En Ól- afur Friðriksson var fljótur að kasta grímuruii, eins og endra- nær. Vildi hann enga samvinnu við kommúnista um þau brýnustu hagsmunamál, sem fyrir liggja, heldur hlífðarlausa baráttu móti \ þeim. Með öðrum orðum: áfram- haldandi baráttu gegn hagsmun- um verkalýðsins og áframhald- andi samvinnu við auðvaldið. Er nokkur heiðarlegur verka- maður, sem fylgir Alþýðufl. að málum, andvígur sameiginlegri baráttu með hinum kommúnist- isku stéttarbræðrum sínum fyr- ir þeim kröfum, sem taldar eru í bréfi Kommúnistaflokksins til Alþýðuflokksins ? Er nokkur verkamaður andvíg- ur baráttu fyrir atvinnubótum ? Er nokkur verkamaður andvíg- ur sameiginlegri baráttu gegn ríkislögreglu og hverskonar hvítu liði? Er nokkur verltamaður and- vígur baráttu gegn launalækkun- um! og hverskonar rýmun á kjörum verkalýðsins ? Og eru verkamennimir, sem fylgja Alþýðuflokknum og Kom- múnistaflokknum ekki yfirleitt sammála um það, að nauðsyn- legt sé að beita vopnum samtak- anna í þessari baráttu, að nauð- synlegt sé að skipuleggja sam- eiginlega mótmælafundi, kröfu- göngur og verkföll? Vissulega. Og einmitt vegna þess, að verkamennimir í Alþýðuflokkn- um heimta það svo að segja, sem einn maður, að baráttusamfylk- ingin um þessi mál verði að veru- leika, eru broddarnir í hinum mestu vandræðum. Þeir reyna að þegja þetta nauðsynjamál í hel og draga það á langinn. Alþ.bl. minnist ekki á það, en í stað þess eru gefin út af því aukablöð með fáránlegum lygum og svívirðingum um kom- múnista. En baráttan fyrir kröfum verkalýðsins þolir enga bið. Og það sem ríður á öllu frem- ur, er að þegar í stað verði haf- in skipulagning á mótmælaverk- falli og kröfugöngu með því markmiði, að koma ríkislögregl- unni á kné í hvaða mynd sem er, og að knýja bæjarstjórnina til að hefja atvinnubætumar aftur tafarlaust. Um ríkislögregluna hefir verið furðu hljótt um stund á Alþingi. Veldur því ótti við hina almennu mótmælahreyfingu verkalýðsins. En verkamenn mega ekki láta þessa þögn blekkja sig. Töluverð- ar líkur eru til, að aðrar leiðir verði farnar, en upphaflega var ætlað. Það lítur helzt út fyrir, að samningar séu í gangi milli Alþýðuflokksforingjanna og Framsóknarflokksins, um að her- væðingin gegn verkalýðnurri fari fram eftir tillögum Hermanns Jónassonar. En þær tillögur eru í því fólgnar, að koma skal upp föstu lögregluliði í Reykjavík, sem telur á annað hundrað manns og skal það útbúið með nýtízku borgarastyrjaldarvopn- um, svo sem vatnskastara, tára- gasi, hjáhnum o. s. frv. Á Fram- sókriarþinginu var samþykkt til- laga sem gengur í þessa átt. (Þess skal getið, að smábænda- fulltrúamir voru flestir andvígir Framh. á 4. síðu. Samband ungra jafnaðarmanna, Reykjavík. Við leyfunt okkur hérmeð að gera ykkur tilboð um sameigin- lega baráttu fyrir brýnustu vel- ferðarmálum verklýðsæskunnar, á grundvelli eftirfarandi krafa: 1. Barátta gegn ríkislögreglu, hvítu liði og öðru liði, sem beint er gegn verkalýðnum. Miskunnar- laus barátta gegn öllum tilraun- um í þá átt að innleiða fasisma í hin borgaralegu æskulýðsfélög (íþróttafélög, skátafélög, stjórn- málafélög o. fl.). Að ungir verlíamenn ásamt eldri verkamönnunum myndi vamarlið á vinnustöðvunum. Gegn kúgunarlögum móti verka- lýðssamtökimum, og öllum til- raunum yfirstéttarinnar til að útiloka verklýðsæskuna frá virkri þátttöku í baráttu stéttar sinnar. Barátta gegn þeirri samþykkt prestaráðstefnunnar að banna æskulýð innan 16 ára þátttöku í pólitísku starfi. Barátta gegn öllum fangelsun- um og stéttardómum á verka- menn sakir þátttöku í baráttu stéttarinar. Barátta á móti útilokun verk- lýðsæskunnar úr skólum sakir þátttöku í stéttabaráttunni, og gegn fasistiskum kennurum, Barátta gegn fasistahreyfing- unni og tilraunum frá hennar hendi til þess að spilla fundiun og kröfugöngum verkalýðsins. 2. Barátta gegn öllum launa- lækkunum og versnandi vinnu- skilyrðum hins vinnandi æsku- lýðs, fyrir bættum kjörum iðn- nema á grundvelli iðnaðamáms- frumvarps þess, sem samþykkt var á almennum iðnnemafundi 31. marz þ. á. Fyrir bættum kjör- um Iágt launaðs æskulýðs (sendi- sveina o. fl.). Gegn taxtabrotum í hvaða mynd sem er.' Barátta fyrir sömu launum við sömu vinnu, hverjir sem vinna hana. Barátta fyrir atvinnubótum, at- vinnuleysisstyrkjum og atvinnu- leysistryggingum á kostnað ríkis og atvinnurekenda fyrir allan at- vinnulausan æskulýð til jafns við eldri verkalýð, en þó án þess að það sé á nokkurn hátt á kostnað eldri verkamanna. Barátta fyrir afnámi allra opin- berra gjalda á æskulýð innan 21 árs, og lælíkun aldurstakmarks við þingkosningar niður í þann aldur. Fyrir afnámi skólagjalda og hærri sköttum á auðvaldið. Barátta á móti allri þvingmiar- vinnu, gegn hverskonar þegn- skylduvinnu við skóla, svo sem komið hefir fram tillaga um á Alþingi. 3. Að myndaðar verði sameigin- legar nefndir til þess að hafa á hendi forustuna í baráttunni á vinnustöðvunum, í bæjarhverfum, í skólum og í smærri bæjum og þorpum. 4. Að skipulagðir verði sam- eiginlegir mótmælafundir, kröfu- göngur og verkföll, í samvinnu við eldri verkamenn, til þess að knýja þessar kröfur í fram- kvæmd. 5. Verði gengizt undir þessi skilyrði lofar Samband ungra kommúnista að láta árásir á Sam- band ungra jafnaðarmanna niður falla, meðan stendur á sameigin- legri baráttu fyrir kröfunum. En jafnframt því er nauðsynlegt að heyja hlífðarlausa baráttu gegn öllum þeim, sem brjóta ákvæði samkomulagsins, og skoða þá, sem kljúfa samfylkinguna sem fýrirlitlega verkfallsbrjóta. Við óskum svars ykkar hið fyrsta. Samband ungra kommúnista. Miðstjórnin. Á grundvelli samfylkingar- ávarps framkvæmdanefndar Al- þjóðasambands ungra kommún- ista, og í samræmi við pólitísk- an foring-ja sinn, Kommúnista- flokk Islands, snýr Samb. ungra - kommúnista sér með þessu á- varpi til hins vinnandi æskulýðs í landinu og hvetur hann til öfl- ugrar og einhuga baráttu gegn hinni geigvænlegu sókn auðvalds- ins á kjör verkalýðsins og þá ekki síst verklýðsæskunnar, og hinum vaxandi fassisma. Aldrei hefir atvinnuleysið ver- ið eins tilfinnanlegt og núna og það hefir ekki hvað sízt bitnað á ungum verkamönnum. Þeir -hafa fyrstir allra orðið atvinnu- leysinu að bráð og hafa þar að auki algerlega verið útilokaðir frá allri atvinnubótavinnu. Eins og kunnugt er, þá eru laun iðnnema svo lég, að þau nægja þeim ekki til uppihalds, verða þeir þ\ú að liggja upp á foreldrum sínum eða aðstandend- um. En nú með vaxandi atvinnu- leysi og neyð verður það for- eldrunum ókleift að halda þeim uppi. á

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.