Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.04.1934, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 23.04.1934, Blaðsíða 2
var 1924, setur íslenzkum kom- múnistum það sem verkefni, að stofna kommúnistaflokk sem fyrst. 1930 enduvtekur Stefán þessar villui- sínar með því enn á ný að senda „leiðbeiningar“ til kom- múnista á íslandi, um að bjóða ekki fram við kosningar, sem þá fara í hönd, heldur styðja fram- bjóðendur sósíaldemókrata. — Á öðru flokksþingi K. F. í. byrjar St. Pétursson kerfis- bundna baráttu fyrir villukenn- ingum sínum, og fær í lið með sér Hauk Björnsson — og fleiri slíka. Það er engin tilviljun, að þessi sókn tækifærissinnanna byrjar fyrir alvöru á II. flokks- þinginu. Á því þingi var einmitt lagður grundvöllur að bolsevis- eringu flokksins, löggð drög að einbeitingu hans á vinnustöðv- arnar og verklýðsfélögin. Hin harðnandi auðvaldskreppa, sem í mörgum löndum var að þróast upp í byltingarkreppu — og hin harðnandi stéttabarátta hér heima — hinn vaxandi fasismi o. fl., krafðist þess, að nú yrði háfist handa til þess að undir- búa flokkinn undir hið alvarlega tímabil — hið nýja tímabil bylt- inga og styrjalda. Barátta klíkuforingjanna á II. flokksþinginu var baráttan gegn þessum straumhvörfum í starfi K. F. í. og tilraun til að gera flokkinn að „vinstri" sósíaldemó- kratiskum flokk. Stefán og Co. snérust öndverðir gegn þvi að starfinu yrði einbeitt að þýðing- armesta hluta verkalýðsins. Þeir vildu enga „einhliða" einbeitingm á vinnustöðvarnar og verklýðsfé- lögin, heldur „alhliða“ baráttu — fyrir „sósíalismanum“ meðal menntamanna, smáborgara, jafnt og meðal verkalýðsins. Þeir tóku upp skarpa ldíkubaráttu gegn því að sósíaldemókratarnir væru skýr- greindir sem höfuðstoð og stytta íslenzka burgeisavaldsins. Þeir á- litu sósíaldemókratíið það skárra af tvennu illu — en ekki hættu- legasta óvin íslenzka verkalýðs- ins. Tilraunum þessara herra til þess að gera K. F. í. að smá- borgaraleg um taglhnýtingsf lokk aftan í Alþýðuflokknum, var ekki þar með lokið. Eftir II. flokksþingið byrjar svo blómaskeið klíkuforingjanna. Þeir vaða uppi með falskenningar sín- ar án verulegrar baráttu frá hendi flokksstjómarinnar — og tekst á þýðingarmiklum augnablikum að koma í veg fvrir að flokkurinn nái fótfestu meðal verkalýðsins — auk þess sem þeim tekst að skapa glundroða í flokknum og gera félagana óvissa og hikandi í öllu starfi. Þegar K. F. í. sendi Alþýðu- flokknum samfylkingartilboðið, fannst þeim gott tækifæri til að læða inn skoðunum sínum um „verklýðsvinsemd“ kratabrodd- anna og klíkuforinginn St. P. réðist heiftuglega á „vinstripóli- tík“ flokksforustunnar, en kvað samfylkingartilboðið eiga að hjálpa okkur til að ganga úr skugga um það. hvort sósíaldemó- kratabroddarnir hefðu dregið lærdóma af atburðunum í Þýzka- landi og hvort þeir mundu fást Líf okkar verkamanna Berjumst gegn atvinnuleysinu. — Styttum vinnudagnn. — Hækkum kaupið. (Verkamannabréf). Þrátt fyrir blekkingar borgar- anna um það að nú sé kreppunni að linna, kemur hún stöðugt harð- ar niður á okkur verkamönnunum. Burgeisarnir vita líka, þrátt fyrir blekkingar sínar, hvað henni líð- ur, sem sést líka á því að meir og meir reyna þeir að koma henni af sér og yfir á verkalýðinn með auknum sköttum og auknum vinnuhraða, t. d. við togaravinn- unan, og aukinni vélanotkun (kolakraninn). Ég held mér sé óhætt að segja það, að aldrei hef- ir verkamönnum hér í Reykjavík veitzt eins erfitt að draga fram líf sitt og sinna eins og í vetur, þrátt fyrir ítrustu tilraunir við að ná í hvert handtak, sem til fellur. Ég get til dæmis sagt fyrir mig að aldrei hefir mér veitzt eins erfitt að hafa að éta eins og í vetur. Maður hefir orðið að krjúpa fyrir kaupmönnunum til þess að fá lán út á væntanleg handtök, sem maður hefir þá kannske aldrei fengið, og þá ekki lánið stundum heldur. Stundum hefir maður verið svo knappur með að hafa kol í eldinn, að mað- ur hefir orðið að fara niður á hafnarbakka og snapa þar kol, sem detta af bílunum við uppskip- un. Hafi maður verið að pressast við að borga húsaleíguna, sem maður reynir í lengstu lög oft fyrir harðan aðgang húseigand- ans, þá hefir það líka þýtt stóra skerðingu á matar- og mjólkur- kaupum og sult og seyru allan mánuðinn. Föt er ekki um að ræða að geta keypt. Þau fær maður ekki öðru vísi en að kunningjar manns og félagar gefa manni þau, sem oft eru þó lítið betur stæðir, og svo að ógleymdri ASV-sauma- stofunni, sem mörgum hefir hjálpað um flík, sem til hennar hafa leitað. Það er ekki heldur óalgengt, að þegar ég og mínir líkar eru í út í samfylkingarbaráttu gegn auðvaldinu og fasismanum(!). — Lærisveinn Stefáns, Haukur Bjömsson, starfaði af kappi eftir þessum kenningum meistarans — og lagði kapp á að festa samband sitt við „vinstri“-kratana, Sig. Einarsson og Co„ til að fá þá út í sameiginlega baráttu gegn fas- ismanum móti vilja „hægi’i“ krat- anna. Þessar flokksfjandsamlegu skoð anir komu að miklu leyti í veg fyrir að samfylkingartilboðið næði út til verkalýðsins og að hann væri skipulagður til baráttu á grundvelli þess. — Þessar kenn- ingar komu þeirri skoðun inn hjá sósíaldemókratiska verkalýðnum, að samfylkingartilboðið kæmi hón- um ekkert við. Það væri ætlað kratabroddunum. Fleiri dæmi mætti taka, sem sanna þá staðhæfingu, að tæki- færisstefnan hafði það hlutverk, að vinna að því að gera K. F. í. vandræðum með skó á fætuma, að maður fari í öskuhauguna til þess að reyna að finna þar skógamia, sem síðan mætti brúka í neyð. Svona er ástandið, ekki einung- is hjá mér og nokkrum öðrum, heldur hjá fjöldanum öllum af verkamönnum hér í Reykjavík. En annars vegar er hegningarlög- gjöf fátækralaganna, sem hræðir menn frá að leita til bæjarins fyr en í síðustu lög, sérstaklega þá, sem ekki eiga sveit hér því yfir þeim vofir sundrung og ógnir sveitaflutnings. Allt þetta sýnir hversu mikil þörf er fyrir okkur verkamenn að standa sameinaðir og berjast virkilegri baráttu fyrir umbótum á lífsskilyrðum okkar. Fyrir því að þurfa ekki að svelta og þurfa ekki að sjá börn okkar og skyldu- lið líða skort. Allt þvaður borg- aranna um stéttarfrið, verður við- bjóðslegt, þegar litið er á neyð og aukið atvinnuleysi meðal verka- lýðsins, en hinsvegar er fjölmenn yfir stétt þar sem hver um sig hefir það, sem tíu verkamanna- fjölskyldur verða að lifa á. En þó reyna þeir að gera kjör okkar ennþá aumari. Á móti auknum árásum bur- geisanna, hækkuðum tollum, aukn- um vinnuhraða og auknu atvinnu- leysi, sem allt þýðir kauplækkun, þurfum við verkamenn að setja baráttu okkar fyrir hækkuðu kaupi og styttum vinnutíma, sér- staklega við erfiðustu og óholl- ustu vinnuna við höfnina, því ef það hefst í gegn, þá þýðir það bætta lífsmöguleika að dálitlu leyti, auk þess, sem það léttir dá- lítið versta og óhollasta þrældóm- inn. Og við þurfum að mæta á Dagsbrúnarfundum og knýja fram kröfur okkar þar. Jafnframt þessu þurfum við að berjast fyrir áframhaldandi at- ! vinnubótavinnu og láta í því skyni dynja á burgeisunum mót- mæli og kröfugöngur gegn upp- sögmunum í atvinnubótavinnunni. að Alþýðuflokk nr. 2. Eitt skýrt dæmi er — Starfsemi Hauks Björns- sonar og' tilraunir hans til þess að hundsa pólítík flokksins í barátt- unni fyrir „Verklýðsblaðinu“ sem dagblaði. — í þeim baráttu var engin áherzla lögð á að vinna Verklýðsblaðinu fylgi meðal verka lýðsins sérstaklega — og skapa blaðinu réttan pólitískan grund- völl — engin áherzla lögð á að tryggja pólitískt og fjárhagslega „Verklýðsbl.“ sem vikublað — ; heldur einhliða áherzlu á peninga- | söfnun í prentsm.sjóð. „Verklýðs- blaðið“ átti að koma út daglega, ekki borið uppi af verkalýðnum og sem blað verkalýðsins, heldur sem hvert annað borgaralegt mál- gagn. — Hefðu tækifærissinnar sigrað í baráttunni innan flokks- ins og tekizt að gera K. F. í. i að Alþýðuflokk nr. 2, hefði líka j slíkt smáborgaralegt blað orðið til. En tækifærissinnum tókst ekki að gera K. F. 1. að vinstri-krat- iskum flokki eða Verklýðsblaðið að Nýja dagblaði nr. 2. Með styrkri aðstoð frá Alþjóðasam- bandi kommúnista var hafin sókn á hendur þessum klíkuforingjum. Landsfundur miðstjórnai’innai’ var allsherjar sókn gegn tækilæris- stefnunni og barátta íyrir hinni réttu stefnu K. F. f. og A. K, og þó ekki hafi tekizt að útrýma klíkubaráttunni úr flokknum, þá hefir þó í aðalatriðum hin rétta stefna sigrað. Það, að klíkubaráttan ennþá er við líði innan flokksins — það, að ennþá er unnið að því að fram- kvæma fyrirætlanir Stefáns Pét. og Co. — gera K.F.f. að hjálpar- hellu auðvaldsins — verður að vera alvarleg hvöt til allra flokks- félaga um að skerpa baráttuna og útrýma klíkubaráttunni úr flokknum. Þrátt fyrir þetta eru þó eftir brottvikningu Hauks til félagar innan flokksins, sem taka málstað hans og halda uppi skarpri bar- áttu gegn flokksforustunni, en vegna þess að Haukur er þeim ekki nægilega glæsilegur foringi, hefja þeir aðalforingjann, St. Pét. til skýjanna, ljúga upp Mimch- hausensögum um afrek hans í Moskva og reyna þannig að búa sér til glæsilega persónu úr St. Ein sagan er sú, að St. Pét. sé með beztu fræðimönnum!! sem kommúnistar hafi kynnst — önn- ur að hann sé orðinn prófessor!! í Moskva. , Með því að skerpa baráttuna gegn þessum trúboðum Stefáns og Hauks innan flokksins, verður komið í veg fyrir að félagarnir láti ginnast af svo augljósum blekkingaraðferðum — og verði tækifærisstefnunni að bráð. í Eftir brottvikninguna hefir Haukur margfaldað undirróður sinn og fjandskap gegn flokknum. : I Sovétvinafélaginu hyggst hann að skapa grundvöll fyrir hinar | gagnbyltingasinnuðu skoðanir sín- ar, hann reynir nú að gera Sovét vinafélag’ið að því, sem ekki tókst með K. F. I., að smáborgaralegum kjaftæðisklúbb. Starfsemi hans undanfarið sýnir hvert stefnir. — Ilann reyndi að koma í veg fyrir að síðasta sendinefnd yrði látin fara til Sovétlýðveldanna. Nú nýlega hefir nýtt líf færst í klíkusinnana, fylgjendur St. P., í sambandi við burtvikningu H. Bj. úr K. F. í. H. B. hefir ávalt starfað opin- skátt og óhikað eftir „kenning- um“ St. Pét., meðal annars: I. Með ofsóknum og undirróðri gegn stefnu og forustukröfum K. F. í. og harðvítugri agitation fyr- ir „vinstri“-kratisma. 2. Með því að hætta að koma á fundi þegar hann bjóst við að verða hindraður í því að túlka falskenningu St. Pét. 3. Með því að hafa hálfopinbert, samband við skoðanabræður sína úti á landi, Ingólf Jónsson, Jón Guðmann og slíka liðhlaupa. 4. Með því að halda áfram drykkjuskap sínum leynt og ljóst þrátt fyrir gefin loforð til flokks- stjói*narinnar um að hætta slíku.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.