Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.08.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 07.08.1934, Blaðsíða 3
Afangnr af baráttn vatrasveitnverkamanna. Oieóknirnar á kjör verkalýðsins vaxa. — 51 verkamanni sagt upp i vatnsveitnnni. Baratta verkamanna sýnir þó strax nokkurn sigur! FLOKKURINN Viðtalstími við fastar nefndir og leiðtoga er á skrifstofu flokksins í Bröttugötu á eftirfarandi tímum: J Framkv.nefnd daglega kl. 6—7. Útbreiðslu- og fræðslun. mánud. 6-7. i Skipulagsnefnd, þriðjud. kl. 6—7. Faglegur leiðtogi, miðv.d. kl. 6—7. Fjármálan., miðv.d. og laug.d. 6—7. Ritnefnd Verkl.bl. föstud. kl. 6—7. Kvennaleiðtogi mánud. kl. 6—7. Pólitískir leiðtogar! Mætið daglega á viðtalstima framkvæmdanefndar! Skemmiife rð K.F.Í. og S.U.K. VerklýðsblaðiÖ tvisvar i viku. Aldrei hefir borgarastéttin lagt meira fé og starf í Það, að blekkja verkalýðs- og millistéttir til fylg- is við sig og auðvaldsþjóðfélagið en nú. Hér í Reykjavík hefir yfir- stéttin 4 stór dagblöð (Mogga, Vísi, Nýja dagbl. og Alþ.bl.) auk fjölda vikublaða og tímarita, sem öll eru túlkur hinns viðburðaríka nútíma, hvert á sína vísu, samkv. hagsmunum yfirstéttarinnar og auðvaldsins, en til. skaða fyrir al- þýðuna. Á sama tíma kemur Verklýðs- blaðið, hið eina múlgagn, sem af einlægni og einurð berst fyrir hagsmunum! vinnandi stéttanna, aðeins einu sinni í viku. Þetfa má ekki við svo búið standa. Kommúnistafl. og S. U. K. gera það nú að sínu þýðingar- mesta dægurmáli, að stækka Verk lýðsblaðið upp í dagblað, en setja sér það sem næsta mark nú fyrir haustið, að komá því út tvisvar í viku. Einn liður í þessarí baráttu, verður skemmtiförin úr bænum n. k. sunnudag, sem K. F. f og S. U. K. gangast fyrir. Stækkun Verklýðsblaðsins, eins og tilvera þess frani á þennan dag, er liður í stéttabaráttu alþýðunnar sjálfr- ar. Stækkun Verklýðsblaðsins krefst aukins starfs og stéttarárvekni verkalýðsins. Verkamenn og verkakonur! Munið, að um leið og þið m'eð allra ódýrasta móti eigið kost á að komast út úr bæjarrykinu og afla ykkur hollrar skemmtunar, eruð þið að styrkja aðstöðu ykk- ar í baráttunni við auðvaldið. Takið sem flest þátt í skemmti- förinni næstkomandi sunnudag! Hún mun verða auglýst nánar síðar. 1 nestið: Sælgæti, tóbak, öl ávextir, nýjir og niðursoðnir. Niðursoðið kjöt, fiskur og sar- dínur. Einnig- góður harðfisk- ur, riklingur o. m. fl. Kaupfélag Reykjavíkur. Sími 1245. Tyggigúmmí, Disseto, Át- súkkulaði innlent og útlent. Kaupfélag Reykjavíkur. Atvinnuleysisskráningin sýndi að atvinnuleysið er gífurlega mik- ið — 390 atvinnuleysingjar skráð- ir auk allra þeirra, er ekki hafa skrásett sig. Þetta ástand hefir samt ekki mikið komið við taug- ar valdhafanna, því á seinustu 3 vikum hafa þeir bætt 51 verka- manni í atvinnuleysingjahópinn. Auk þess er hitaveitan, þar sem flokkur verkámanna vinnur, að verða búin og hafa verkamenn þar enga von um áframhaldandi vinnu. En valdhafarnir hafa und- anfarið fengið að sjá hvemig at- vinnulausir verkaménn nota tíma sinn. Þeir verkamenn, sem fyrst var sagt upp og hinir, er þeir bætt'ust í hópinn, heimsóttu vald- hafana oftar en einu sinni. Oft- ast urðu þeir að fara með loðin svör, en þeir létu það ekki á sig fá, en komu aftur næsta dag. Þannig gekk nokkum tíma og alltaf bættust fleiri i hópinn. Og valdhafarnir urðu að gefa svör og þau voru: engir peningar fyr- ir hendi“. Það var nokkuð kald- hæðið að fá þannig svör frá mönnum, sem hafa margföld verkamannalaun og kasta 400 þúsundum í hersveit til að berja niður kröfur okkar og baráttu. Á föstudag fóru hópar verkamanna til borgarritara og lögðu fvrir hann þá fyrirspurn, hvað þeir ætluðu sér að gera við þessa verkamenn, er þeir hefðu sagt upp. Hann svaraði því, að verkið væri búið og ekkert væri við okk- ur að gera, enda hefði hann eng- an ákvörðunarrétt í því máli. Hann sagði, að bæjarstjórn hefði samþykkt að hefja atvinnubóta- vinnu í þeirri von að fé fengist. En bankarnir hefðu sagt, að þeir þyrftu fyrst að fá að vita hvem- ig þau útsvör, sem nú eru fallnir dráttarvextir á, innheimtust áð- ur en þeir gætu gefið svar um H. G. Wells ob Stalin. Eins og kunnugt er heimsótti hinn 'írægi rithöfundur H. G. Wells Lenin árið 1920 og átti langt samtal við hann. — í bók þeirri, sem Wells skrifaði um þessa för kallar hann Lenin „draumóramanninn i Kreml“, og áætlanir þær, um hina sósíalist- isku uppbyggingu, sem Lenin skýi'ði honum frá, kallar hann „skýjaborg- ir“ i bók sinni. — Lenin bauð Wells lánið. (Bankarnir eru varkárari í viðskiptum sínum við bæinn og verkalýðinn heldur en Sæm. Hall- dórsson og aðra slíka). Ennfrem- ur sagði hann að bæjarráðið myndi ræða þetta nánar um kvöldið: Við spurðum, hvort við fengjum að sitja fundinn. Hann sagðist búast við því, að nokkrir af okkur fengju það og lofaði að láta okkur vita og enti það méð því að færa okkur neitandi svar. Síðan var farið til Haraldar Guðmundsonar atvinnumálaráð- herra, en hann sagðist ekki geta' neitt gert annað en að tala við þessa herra. Hvort hann hefir gert það vitum við ekki. En árangurinn af þessari bar- áttu okkar sézt á því, að á mánu- daginn voru um 19 verkamenn látnir byrja að vinna við gatna- gerð. Verkamenn!’ Við verðum að herða og margfalda baráttu okk- ar. Þið, sem eruð atvinnulausir, megið heldur ekki gefa valdhöf- unum augnabliks frið. Þessi árangur, sem náðst hefir, er sönnun þess, að ef baráttan verð- ur margfölduð; þá getum við knúið fram atvinnubætur handa 2—300 manns og komið öllum kröfum okkar í gegn. Höldum fund um málið og ræðum málið og baráttuna. Dagsbrúnarstjóm- in sefur svefninum langa, en þið verðið að vaka. Þið getið aðeins treyst á ykkar eigin sam- takamátt, og hann er þess megn- ugur að færa ykkur fuilan sigur. Höldum áfram baráttunni fyr- ir kröfum þeim, sem verkamenn- irnir í vatnsveitunni samþykktu. Látum ekki krataforingjunum líðast að halda ekki fund í „Dags- brún“, um þessar lífskröfur okk- að koma aftur eft-ir 10 ár til að sjá með eigin augum að áætlanir hans væru réttar. — Nú — eftir 14 ár — er Wells aftur i Sovétlýðveldimum. 23. júlí s. 1. átti hann 3 kl.st. samtal við Stalin. Er nú fróðlegt að heyra hvort árangarnir af lífsstarfi Lenins — hin sósialistista nýbygging — megna að sannfæra þennan harðvítuga ein- staklingshyggjumann um það, sem Lenin tókst ekki að sannfæra hann um. Mig langar til að biðja Verk- lýðsblaðið fyrir eftirfarandi lín- ur. I sumar hefi ég stundað fisk- breiðslu, til þess að halda lífinu ! mér og bömunum, meðan maður- inn minn er fjarverandi, í at- vinnuleit. Það hefir verið heldur lítið upp úr þessari vinnu að hafa, vegna þess hve þurkur hefir ver- ið sjaldan. Á fiskstöðinni, sem ég vinn á, eru mjög margar hús- mæður, sem eins og ég eru að reyna að berja í bakkann vegna atvinnuleysis og fjarveru mánna okkar." Síðustu viku höfðum við ekki nema nokkra tíma vinnu, sem þá hefði nægt til brýnustu matar- kaupa yfir helgina. Á föstudag- inn átti að borga út eins og venjulega. En þá sagði verkstjór- inn við okkur breiðslustúlkurn- ar, að það tæki því ekki að borga okkur út, því þetta væri svo lítið, sem við ættum inni. Vegna sam- takaleysis okkar urðum við að taka þessu þegjandi, þótt okkur bráðlægi á þessum peningum. Já, þetta verðum við smælingjamir að hafa, þessi sultarlaun okkar eru orðin svo lítil, að það svarar ,ekki kostnaði fyrir atvinnurek- endur að greiða þau á tilskildum útborgunardögum. Þessu verðum við að breyta. Það má ekki minna vera en að okkur sé borgað refjalaust það litla, sem við vinnum fyrir. Við verðum að standa sameinaðar og hindra að slík rangsleitni geti átt sér stað framvegis. Húsmóðir. Frá hreskum verkalýð. Brezka þingið er nú um það bil -að lögfesta ný atvinnuleysis- lög, er gera ráð fyrir að stjómin komi á fót einskonar þvingunar- vinnustöðvum (Have comps) að dæmi þýzkra nazista. Um þessar fyrirhuguðu vinnu- stöðvar segir fél. Wol Hanning- ton í Daily Worker 29. júní: „— —- Það á að neyða atvinnu- lausa verkamenn til þess að dvelja á vinnustöðvum þessum’. Þeir eiga að vinna þar fulla vinnu og fá fyrir það 3 shillinga á viku auk fæðis. Þetta þýðir það, að verið er að gera verka- lýðinn aftur að þrælastétt. Vinnan mun fara fram undir einskonar heraga. og við erum í engum vafa um það, að stjórnin mun nota þetta sem byrjun á allsherjar kauplækkun. Með þessum þvingunarvinnu- stöðum er yfirstéttin að fram- kvæma þá kenningu sína, að að- alatriðið fyrir. atvinnuleysingjana sé að fá vinnu, hversu mikil þrælakjör, sem þeirri vinnu er samfara. Þessa lífsskoðun reynir hún að rækta hjá verkalýðnum. Þessar vinnustöðvar bera á sér öll einkenni fasismans og fyrir- myndin er fengin frá nazistunum þýzku“. — — Enski vérkalýðurinn, undir forystu konlmúnistaflokksins, mótmælir nú öfluglega þessum þrælalögum, á fjöldafundum og í kröfugöngum. Félag ungra kommúnista heldur fund í Bröttugötu kl. 8,30 stuudvíslega á fimmtudagskvöldið 9. ágúst Á dagskrá verður: Innansambandsmálin, kosning deildarstjórnar, samfylkingarbaráttan o.fl. ásamt skemtiatriðum. Áriðandi að allir félagar mæti og komi með nýja félaga. Sýnið skírteini. ar. Einn úr hópnum.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.