Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 03.01.1936, Blaðsíða 3
VERKLYÐSBLAÐIÐ VERKLÝÐfBLAÐIÐ Útgeíandi: KOMMÚNISTAFL ÍSLANDS. Ritstjóri: EINAR OLGEIRSSON. Atgr.: Vatnsstíg 3 (þriBju bœO). Síml: 2184. — Póethólf 57. Prentsmiöjan Acta h.f. KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (Delld ár Alþjóöa- sambandl kommúnista). Formaöur: BRYNJOLFUR BJARNASON. Skrlfstofa: Vatnsstlg 3 (3. hœö). Viötalstimi: Daglcga kl. 8—7, rirka daga. Sigar bflttjóratina og Alþýðusambandið Sigur bílstjóranna felst í tvennu: 1) Bílstjórasamtökin eru orðin með sterkustu verklýðssamtökuni landsins. Bílstjóramir, sem áður litu á sjálfa sig sem ósamtaka og vanmáttuga stétt, eru nú fullir sjálfstrausts og trúar á mátt samtaka sinna. 2) Olíuhringamir hafa beðið mikinn ósigur. Benzínverðið getur lækkað meira en nýja skattinum nemur. Verkfallið hefir sannað frammi fyrir allri þjóð- inni, að verkamenn (bílstjórar hjá öðrum) og aðrir vinnandi menn (sjálfseignabílstjórar) eiga að vinna saman gegn hringunum og geta þá brotið skarð í okur þeirra og yfirdrotnun. Að því leyti verður verkfallið hin glæsi- legasta fyrirmynd, t. d. fyrir sjó- menn og smáútvegsmenn. AJþýðusambandsforingjarnir — og þó sérstaklega Alþýðublaðið .— hafa hrundið bílstjórunum frá sér með óverjandi framkomu í þessari deilu. Þeir hafa gengið út írá hinni gömlu einræðisreglu sinni gagnvart verkalýðnum: Annaðhvort hlýðir þú mér eða ég rek þig! En nú hefir þetta einræði og klofningstilraunirnar, sem af því leiða, í fyrsta sinni al- gerlega brotnað á samtökum verkalýðsins og Alþýðusambandið staðið máttvana gagnvart verk- lalli verkamanna. Þetta hafa hinir skynsamari foringjar Alþýðuflokksins séð og breytt eftir því. Tónninn í Al- ])ýðublaðinu gagnvart verkfallinu gerbreyttist síðustu dagana. Gor- geirinn hvarf að mestu, en sem þrotalending var reynt að halda í bábiljuna um samvinnu íhalds og kommúnista. En þessi bábilja verður skamm- líf, því nú þegar eru fjölmargir Alþýðuflokksmenn, sem trúðu þessu meðan á verkfallinu stóð, famir að sjá og viðurkenna, að kommúnistarnir hafa, ásamt beztu og stéttvísustu bílstjórun- um, bjargað bflstjórasamtökun- um frá þvi að lenda yfir til í- Stjórnarkosningar í Dagsbrún hófnst í gær Nú riður á að skapa starfhæfa verkamannastjórn Nöfnin, sem prentuð eru á kjörseðilinn við stjómarkosning- arnar í Dagsbrún eru þessi: I formannssæti: Guðm. Ó. Guð mundsson. I varaformannssæti: Kristínus Amdal. í ritarasæti: Ámi Ágústsson. I fjármálaritarasæti: Sigurður Guðmundsson. I gjaldkerasæti: Sigurbjörn Björnsson. Þetta eru mennirnir, sem hinn fámenni „útvaldi“ hópur, Alþýðu- flokksdeildarstjóm í Dagsbrún, vill að skipi stjórn félagsins. En allur fjöldi Dagsbrúnar- rnanna er áreiðanlega á öðru máli. Það hefir sjaldan verið slíkur áhugi meðal félagsmanna eins og nú, um að skapa virki- lega samhenta stjóm í Dagsbrún, sem yfirgnæfandi meirihluti fé- lagsmanna getur treyst til að standa í fylkingarbrjósti í hags- munabaráttunni. I þessu skyni sendi Reykjavík- urdeild Kommúnistaflokksins uppstillinganefnd Dagsbrúnar eft- irfarandi bréf: Reykjavík, 8. de.s. 1935. Til nefndar þeirrar, sern á að stinga upp á mönnum til að vera í kjöri við stjórnarkosn- ingu i Dagsbrún. Kæru fétagar! Við vitum að þið eruð sammála ckkur um nauðsyn þess, að iiægt sé að skapa fulla einingu í „Dags- brún“ í baráttunni fyrir hinum brýnustu hagsmunamálum félags- manna. Við vitum einnig, að ykkur er það fyllilega Ijóst, að nú, þegar á að kjósa stjórn í „Dagsbrún", þá cr þa ð aðalatriðið, að allir góðir Dagsbrúnarmenn standi að baki hinnar nýju stjómar, og þeirrar stetnuskrár, er hún setur sér i starf- inu næsta ár. Við snúum okkui' því tit ykkar með þá uppástungu, að þið ræðið við okkur, um þær leiðir, sem hægt væri að fara, til að skapa einingu alira góðra Dagsbrúnarmanna í liags- munabaráttunni og í starfinu, og jafnframt hvernig hægt er að ná sam- komulagi um stjórn, sem að öilu leyti er hæf til starfsins, og nýtur ó- skifts trausts félagsmanna, án til- iits til flokkspólitískra ágreinings- mála. Við álítum að liægt sé að ná sam- koinulagi á eftirfarandi grundvelli: í stjórninni 'séu eingöngu verka- menn, og séu þeir valdir sem sam- komulag er um, að hæfastir séu og almennasts trausts njóta, án tillits til þí'ss, hvort þeir eru Alþýðuflokks- menn eða kommúnistar. Stjórnin setji sér sem aðalverkefni ;i næsta. ári: 1. Styttingu vinnudagsins, með sama dagkaupi, eins og samþykkt lii'fir verið í félaginu. 2. Stjórnin hefjist handa til þess að liindra taxtabrot og vemda taxta Grimmdaræði ítalska fasismans í Abessiníu Ifer vaxandi með degi hverjum Hinn 30. desember köstnðu ítalskar flugvélar gassprengjnm og skntu af vélbyssum á einn af sjúkravögn- um Ranða krossins í Abessíniu og drápu á þann hátt 30 sjúka menn, sem voru í vögnunum, særðu 50 bjúkrunarmenn og eyðilögðu allmik- ið aí matvælum og áhöldum, sem sænski Rauðikrossinn átti. þetta athæfi og bin vaxandi firimmd, sem italski fasisminn grípur til gagnvart hinni vamarlítlu, | abessinskn þjóð, vekur stöðngt meiri reiði og andúð nm allan heim. Sérstaklega hefir þetta athæfi vak- ið feiknar gremju i Stokkhólml og heíir Karl prins, íonpaður Rauða- krossins, kallað saman stjóm hans, til að taka afstöðu til málsins. í inótmælum, sem Abessiniukeisari hefír sent pjóðabandalaginu, lýsir hann átakanlega grimmdarverknm ítala, sem hvað eítir annað ráðast á spítala og sjúkravagna, brenna kirkj- ur og myrða allt sem fyrir er: böm, konur, gamalmenni, á hinn hryllilegasta hátt, oft með eitnrgasi. íj halds og fasisma fyrir aðgerðir Alþýðuflokksforingjanna og unnið bílstjórasamtökin fyrir samfylk- ingu verkalýðsins á íslandi. Bílstjóraverkfallið hefir sýnt að krafa fólksins um að láta þá ríku borga, er orðin vald, — vald, sem foringjar allra flokka verða að taka tillit tfl. Við kommúnistar væntum þess sérstaklega að foringjar Alþýðu- flokksins dragi þá lærdóma, af verkfalli bílstjóranna að taka upp róttækari pölitík, að láta ekki undan afturhaldssömum kröfum Framsóknar, að taka upp sam- vinnu við Kommúnistaflokkinn og fylgja fram þeim kröfum fólks- ins, sem Alþ.fl. hefir á stefnu- skrá sinni. ■ lélagsins, gegn hverskonar launa- lækkunum. 3. Gerðar séu ráðstaíanir til þess að' sjá um að öryggisreglum Dags- briinar sé fylgt til hins ítrasta. 4. Komið sé á fullkomnu lýðræði í félaginu, leynileg' atkvæðagreiðsla þegar þess er óskað. Lögum Dags- i'rúnai' verði breytt þannig, að allar uppástungur til stjórnarkosninga frá nægilega mörgum Dagsbrúnarmönn- um (t. d. 50) séu prcntaðar á kjör- seðil og fullkomið jafnrétti sé í kosn- ingunum. Allir hafi jafnan rétt til íiverskonar trúnaðarstarfa, hvaða flokki, sem þeir tilheyra. 5. Barátta fyrir kröfum atvinnu- leysingja með öllum þeim ráðum, sem samtökin liafa yfir að ráða á hverj- um tíma. 6. Félagsfundir séu haldnir samkv. lögum félagsins. Við vonumst eftir að þið viljið ræða við okkur um þessi mál hið allra fyi-sta. Við erum reiðubúnir til að taka allar ykkar tillögur til alvar- legrar athugunar og erum fullkom- lega sannfærðir um, að samkomulag næst. Við göngum, út frá því, að þið ræð- i'ð einnig um þessi mál við áhrifa- menn Alþýðuflokksins í Dagsbrún. Með stéttarkveðjum f. h. Reykjavikurdeiídar K. F. í. Því miður hafa flokksviðjar ráðandi foringja Alþýðuflokksins orðið þess valdandi, að þessi sjálf- sagða málaleitun var ekki tekin til greina. Flestir munu vera sammála um, að mennirnir, sem settir hafa ver- ið í fyrstu sætin, þeir Guðm. Ó. og Kristínus, eru ekki líklegir til að hafa forustu í félaginu á þeim þýðingarmiklu tímum bar- áttunnar, sem í hönd fara. Þess vegna hefir eftirfarandi mönnum verið stillt á móti þeim: I tormannssæti: Pál! Þóroddsson I varaíormaDnezæti Jön Quðlangsson Félagi Páll Þóroddsson var í kjöri í formannssæti í fyrra. Hon- um er stillt af kommúnistum og róttækum verkamönnum í Dags- brún. Við efumst ekki um, að íylgi fél. Páls, hins góðkunna, gamla .Dagsbrúnarfélaga og hafn- arverkamanns, er margfalt meira en Guðm. Ó. — Ef stuðningsmenn hans vinna vel, þá verður hann kosinn. Jón Guðlaugsson bílstjóri hefir áður verið varaformaður í Dags- brún. Hann er í sambandsstjóm Alþýðuflokksins og frambjóðandi hans við síðustu kosningar. Jón Guðlaugsson vann sér hylli allra

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.