Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 3
VERKLÝÐSBLAÐIÐ VERKLÝÐfBLÁÐIÐ Útgefandi: KOMMÚNISTAFL ÍSLANDS. Ritatjóri; EINAR OLGEIRSSON. Afgr.: Vstnastlg 3 (þriðju hað). Siml: 2184. — Pósthólí 57. Prentsmiðjan Acts h.f. KOMMÚNISTAFLOKKUR lSLANDS (Dsild úr Alþjóöa aambsndl kommúnists). FormaOur: BRYNJÖLFUR BJARNASON. Skrlfstofs: Vatnsstig S (S. hað). Viðtslstimi: Dagiegs kl, 0—7, Tirks dsgs. „Heimurinn snýsi til vinstri" - en Héðinn og Co. til hægri Neyð og sultur sverfur að ís- lenzka verkalýðnum. Atvinnuleysi og skortur er orðinn tíður gestur á hverju alþýðuheimili. Aldrei hefir íslenzkri alþýðu því riðið eins á því, sem nú, að samþykktir hennar um hagsmuna- inál sín væru framkvæmdar. Sú alþýða, sem skoðar Alþýðuflokk- inn sem fulltrúa sinn, hefir gert sinai* samþykktir á undanfömum Alþýðusambandsþingum og húu hefir falið sambandsstjórn að framkvæma þær. Héðinn Valdimarsson og klíkan í ltring 'um hann hefir valdið því, að þetta hefir ekki verið gert. — Klíka Héðins hefir svikið sam- þykktir Alþýðusambandsþings um benzinskattinn, svikið samþykkt- irnar gegn toliahækkunum, svik- ið ákvörðunina um að berjast fyr- ir styttingu vinnutímans. Héðinn Valdimarsson og nokkr- ír hægri foringjar Alþýðu fl. hafa brotið stefnuskrá Alþ.flokksins. Og nú vaða þessir menn uppi með ofstopa í flokknum og hóta hverj- um þeim verkamanni, sem heimt- ar stefnuskrá Alþýðuflokksins framkvæmda, öllu illu. Með frá- raunalegu ofstæki heimta þeir ein- ræði sér til handa um að bi'eyta stefnu Alþýðufl. eftir sínum geð- þótta, — eftir hagsmunum B. P. og annara auðfélaga, sem þeir eru fulltrúar fyrir. Með þessum yfirgangi eru þess- ir fulltrúar auðmanna að eyði- leggja Alþýðul'lokkinn, gera sam- þykktir þinga hans að markleysu og loforð hans að blekkingum. Hver gagnrýni er bæld niður með offorsi, hver frjáls hugsun innan flokksins er bannfærð. Það þarf hugrekki til þess í AJþýðu- flokknum, sem stendur, að hafa aðra skoðun en Héðinn og Jón Baldv. Ef menn með skoðanir Leon Iílums og Laigo Caballeros væru í íslenzka Alþýðuflokknum og berðust fyrir þeim, yrði hótað áð reka þá. Þeir væru stimplaðir sem flokkssvikarar af Héðni og klíku hans. Tvær leiöir; Spánn — Þýzkaland Samfylking - Sundrung Sigur verkalýðsíns 1931 féll einræðisstjóm de Ri- vera á Spáni. Lýðræðisflokkamir og sósíaldemókratar Spánar tóku við stjórainni. — Stefna þeirra var hin sama og stefna sósíal- demókrata allra landa á því tíma- bili. Stefna samvinnunnar við burgeisastéttina, stefna sundr- ungarinnar í verkaJýðshreyfing- unni. Loforðin, sem alþýðunni vom gefin, vom svikin. Kröfur fólksins um skiftingu jarðeign- anna, um bætt kjör verkalýðsins, um að láta hina ríku borga, voru bældar niður með ofbeldi. Foringj- ar kommúnista og hins byltingar- sinnaða verkalýðs, voru fangelsað- ir. KJofningurinn í verkalýðs- hreyfingunni var dýpkvaður, alls- staðar var blásið að kolum sundr- ungarinnar. Félagsskapur fas- istanna og afturhaldsins fékk að leika lausum hala. Árangurinn af þessari pólitík varð hinn sami og allsstaðar ann- arsstaðar. Fylgi sósíaldemókrat- anna hrundi niður. Millistéttirnar urðu ráðþrota og ruglaðar og fasistamir fiskuðu í hrærðu vatni. — Við kosningarnar 1933 töpuðu sósíaldemókratar og lýðræðis- flokkamir geysilega. Afturhaldið varð í meirihluta. — Eini - ljós- — Sígur fasismans hletturinn var að Kommúnista- jlokkurinn næstum sjöfaldaði at- kvæðatölu sína. En áður var hann mjög lítill og það var óhugsandi, að honum tækist á þessum stutta tíma einum saman að verða það afl, sem sameinaði alþýðuna í eina heild. Þessi sigur Kommún- istaflokksins hafði samt þá úr- slitaþýðingu, að ekki tókst að leggja verkalýðshreyfinguna í rústir, og varð upphaf þeirrar sameiningar, sem átti eftir að hrinda íasismanum af höndum sér. 1933 tók aíturhaldið aftur við og stjórnaði með blóðugu ofbeldi. Ari síðar gerði fólkið uppreisnar- tilraun, sem var bæld niður. En fólkið lærði af reynslunni, og beimtaði sameiningu á bylting- arsinnuðum grundvelli. Og þessir lærdómar fóru heldur ekki fram hjá beztu leiðtogum sósíalista. I .argo Caballero, sem var ráð- herra, í stjórn „lýðræðisflokk- anna“, sem leiddi fasismann yfir þjóðina, lýsti því nú yfir, að þessi þátttaka hans í stjórninni, hefði verið hin stærsta villa í lífi sínu. iiann lýsti því yfir, „að ekkert skildi nú lengur hann og komm- úai:?tana“. — Hann tók nú upp Largo Caballero. crengilega baráttu með kommún- istum fyrir samfylkingu verka- lýðsflokkanna. Eftir VII. heimsþingið hefir miðað mjög áfram með nánara , samstarf milli kommúnista og sósíalista. Það hefir að vísu kost- að harðvítuga baráttu gegn í- haldsöflunum í sósíalistaflokkn- um. En Largo Caballero, og með honum öll hin heilbrigðu öfl sósí- alistaflokksins, hafa reynst sterk- ari. Sérstaklega reyndust ungir jafnaðarmenn veigamikill styrkur. — Þessi vaxandi samfylking verkalýðsins hefir haft þau á- hrif á millistéttimar, að þær hafa krafizt þess, að ráðum kommún- ista yrði fylgt, að myndað yrði bandalag allra undirokaðra, þjóð- fylking hins vinnandi fólks, gegn íasismanum. — Þess vegna tókst nú að mynda bandalag milli allra vinstri flokkanna í kosningunum, með eftirfarandi stefnuskrá í að- aldráttum: Víðtæk sakaruppgjöf fyrir alla kommúnistiska og sósíalistiska fanga frá uppreisninni 1934. AUir Framh. á 4. síðu. Samfylkingarfundur spánskra kommúnista og sósíalista 1934. Þessi foringjaklíka reynir að | bæla niður hverja tilraun til að leiða verkalýðinn inn á þá sigur- braut, sem hann nú er byrjaður að ganga á Spáni og í Frakklandi með samfylkingunni við kommún- í ista. Þessi foringjaklíka reynir um | leið að bæla niður alla baráttu fyrir því, að samþykktir Alþýðu- I sambandsþinganna séu fram- kvæmdar. Takist henni þetta, þá eyðilegg- ur hún Alþýðuflokkinn á sama hátt og sósíaldemókrataflokkar I’ýzkalands og Austurríkis foru eyðilaggðir, og hún leiðir með sundrungar og einræðispólitík sinni um leið fasismann yíir ís- I cnzka verkalýðshreyfingu. Þessu verður að bjarga við. — „Heimurinn snýst til vinstri“ viðurkennir Alþýðublaðið og ung- ir jafnaðarmenn, — en Héðinn og klíka hans hefir snúist til hægri, — móti samfylkingunni, sem sigr- aði á Spáni, — móti Thigsmunum og sameiningu verkalýðsins á ís- landi, — móti samþykktum Al- þýðusambandsins. Það verður að rísa upp gegn í- haldspóíitík Héðins og Co. í Al- þýðuflokknum. Það verður að knýja fram sigur samfylkingar- innar og stefnu stéttabaráttunn- ar hér — eins og á Spáni og í Frakklandi. Ella vofa örlög Þýzka- lands yfir oss, — og hver ærlegur Alþýðuflokksmaður vill valda því?

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.