Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 19

Andvari - 01.10.1960, Qupperneq 19
ANDVAHI JÓN ÞORKELSSON ÞJÓÐSKJALAVÖRÐUR 209 sögu séra Jóns í Hítardal, enda stendur þessi útgáfa Jóns Þorkelssonar, að öllu samanlögðu, öðrum verkurn lians að baki. Enda þótt Jón Þorkelsson sæti á alþingi árið 1893 og væri skrifstofustjóri alþingis á árunum 1901 — 1905, hafði hann sig lítið frammi í stjórnmálum fyrst eftir að hann kom heim. Voru þó mikil tíðindi að gerast hér á landi á þeim árum, heimastjórnin loksins að verða að veruleika, svo að langþráðum áfanga sjálfstæðisbaráttunnar var þá náð. En er liarðar deilur hófust unr sam- bandsmálið sumarið 1908, og sá ótti fór eins og eldur um landið, að með „uppkasti" sambandslaganetndarinnar, sem þá sat á rökstólum í Kaupmanna- höfn, væri verið að falla frá fornum landsréttindum og smeygja innlimunar- fjötri á landið, fékk Jón Þorkelsson ekki lengur orða bundizt. Þeir Einar Arnórs- son höfðu nokkru fyrr á árinu, þegar sambandsmálið var komið á dagskrá, gefið út bók í félagi, um „Ríkisréttindi Islands“, þar sem birt voru flest þau skjöl forn, frá og með „gamla sáttmála" til eiðanna í Kópavogi, sem Jón Sigurðsson hafði á sínurn tíma vitnað til í baráttunni fyrir landsréttindum vorum; enda „sumum af þessum skjölum . . . svo varið“, sögðu höfundarnir í formála, „að þau ættu að vera kunn á hverju heimili í landinu, og gamla sáttmála ætti í rauninni hvert mannsbarn hér á landi að kunna utanbókar eins og faðir vor“. Varð bók þessi einskonar vopnabúr þeirra, sem risu gegn „uppkasti“ sambands- laganefndarinnar sumarið 1908, enda lenti Jón Þorkelsson í hörðum blaðadeil- urn út af henni, við tvo aðra af þekktustu fræðimönnum þjóðarinnar, þá Björn M. Ólsen og Jón Jónsson (síðar Aðils), sem báðir voru á öndverðum rneið við hann í átökunum um „uppkastið”. Stóð mikill styr um sambandsmálið allt þetta sumar; en í kosningum, sem fram fóru um haustið og urðu einhverjar þær hörðustu, sem háðar hafa verið á landi hér, unnu andstæðingar „uppkastsins” algeran sigur. Var Jón Þorkelsson þá í kjöri fyrir þá í Reykjavík og kosinn fyrsti þingmaður Reykvíkinga með miklum atkvæðamun. Sat hann hin storma- sömu vetrarþing árin 1909 og 1911, og þótti skörungur þar, enda skeinuhættur í umræðum. En lítill þótti árangur kosningasigursins árið 1908 verða á sviði sambandsmálsins, enda guldu margir andstæðingar „uppkastsins" þess í næstu kosningum, haustið 1911, þeirra á meðal Jón Þorkelsson, sem þá náði ekki endurkosningu í Reykjavík. Sat hann eftir það ekki nema eitt þing, sumarið 1915, — þá konungkjörinn þingmaður. Mun sú upphefð hafa komið honum óvænt, enda lítið kært sig um hana, þótt leiðast léti hann til að taka við henni, lyrir tilmæli Einars vinar síns Arnórssonar, sem þá var ráðherra og þurfti að fylla tölu hinna konungkjörnu á síðasta þinginu, sem þeir sátu hér á landi. — Eftir það hafði Jón Þorkelsson ekki nein afskipti af stjórnmálum svo vitað sé. 14 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.