Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1960, Side 41

Andvari - 01.10.1960, Side 41
ANDVARI JÓMFRÚFÆÐINGIN 231 Hann greip skapvonzkulega niður í alla þessa fáránlegu fatahrúgu. María lá grafkyrr með lokuð augu og opinn munn. — Hvert þó í heitasta! sagði hann og varð loðmæltur af undrun: Þú ert þó ekki hinsegin? Jú, fari bölvað sem hún er ekki hinsegin! Herra minn trúr! Þetta er dáfalleg uppákoma! Ráða sig hér um borð . . . María vatt sér til og reyndi að losa sig undan hendi hans, sem fór rann- sakandi um hana. Allt í einu settist hún snöggt upp og sendi lionum heiftúðugt augnaráð. — Farðu! sagði hún. — Eg held þér farist ekki að derra þig, María, sagði hann og brosti and- kannalega svo að sá í tennurnar. Andlitið á Maríu afmyndaðist, hún beit sig í neðri vörina, og allt í einu sló hún mögru og hnúabcm handarbaki í andlit þjóninuni. Hann greip fyrir vitin og varð hlóðugur á hendinni. — Eg skal fjandakornið . . . ! sagði hann og náði í handklæði. Hann bleytti það og fór að kæla hlæðandi nef sitt fyrir framan veggspegilinn. Andartak grét María hástöfum, með galopinn munn eins og bam, en allt í einu smeygði hún sér fram úr rúminu og var á burt. — Bíddu bara, tæfan þín! hrópaði hann eftir henni og hló ógnandi: Ég skal sveimér finna þig í fjöru! — Ja það er laglegt stand atarna, sagði frú Davidsen, jómfrúin á fyrsta farrými, og fór að alklæða Maríu. Stúlkan hafði fengið sjó yfir sig og var næstum því holdvot. Hún skalf svo að glamraði í tönnunum. Frú Davidsen hafði kalt augnaráð eins og mávur og djúpa hrukku niður eftir enni. — Hvað ertu komin langt á leið? spurði hún. — Átta mánuði, sagði María. — Drottinn minn dýri! sagði frú Davidsen. Svona, drekktu þetta, þér hlýnar við það. — Á níunda mánuð, bætti María við í hálfum hljóðum og með lokuð augu. — Þú er galin, sagði frú Davidsen. Leggstu þarna og hvíldu þig. — Ég þarf ekki að liggja, sagði María. Ég er orðin góð. — Ég hefði haldið það, sagði frú Davidsen. Við verðum að komast til botns í þessari vitleysu. Ég tala við brytann. — Æi nei, sagði María í bænarróm. Frú Davidsen livarf og kom aftur með brytann. Hann leit á stúlkuna og hristi höfuðið.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.