Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 47

Andvari - 01.10.1963, Qupperneq 47
ANDVARI ÁRNI BÖÐVARSSON SKÁLD 165 Árni hafi kveðið eftir bók prentaÖri er- lendis. Kappar rímannanna eru kristnir, boða trú og njóta guðs fulltingis til stórræða. Mansöngvar eru líka mjög andlegs efnis, kristilegar áminningar um guðsótta og að gjalda varúð við freistingum djöfuls- ins. Árni dáir Ólaf Tryggvason bæði í þess- um og fleiri rímum sínum, en telur eigi að síður Hákon Hlaðajarl góðan mann. I mansöng síðustu rímu telur Árni rímur þær, sem bann bafði ort fyrir Jón sýslumann, og segir síðan: Samt cr Grana geirfugl minn gegnum hjarta skotinn, hjálparvana hér til finn heilsu og blóma þrotinn. Árni kvartar mjög um elli og sjúk- leika, kveðst vera á sextugasta ári og „ekki frí af sárum.“ Rímur þær, sem hér um ræðir, voru prentaðar í Hrappsey 1777. Vittalínsrímur eru 12. Þær eru ortar 1774 um vetrartíma. í mansöngum þeirra áminnir Árni um guðsótta, enda kveður hann um kristna kappa, sem berjast við heiðingja. Hann segir, að reiði drottins sé upp cgnd yfir Island, enda taki dauðinn fénað. Með þessu mun átt við fjárkláðann. Þegar Árni orti þessar rímur var hann mæddur inaður, segist vera snauður orð- inn, sem hann uggði eigi, en sárast kvart- ar hann um sjúkleika. Ilann játar, að veröldin hafi leikið ver við marga en sig, telur þó, að hún hafi verið sér brigðul og kveðst hafa fengiÖ ógeð á glysi hennar. Nú veita Ijóð hans honurn enga liugar- fró: Þó so marga flokka frí flutt hafi lands um stræti, hef eg öngva hér af því hugar fró né kæti. Rímur af Agnari konungi Hróarssyni eru 16, ortar 1776. Þorri er kominn, þeg- ar tólfta rírna er kveðin, og rímunum er lokið í byrjun aprílmánaðar. I fyrirsögn eiginhandarrits nefnir Árni þessar rímur „Agnars konungs ævi Hró- ars sonar“ I samræmi við þetta er fyrir- sögn hverrar rímu þannig orðuð, að man- söngur er nefndur pwlogus (formáli) og sjálf ríman kapítuli. I mansöng þrettándu rímu telur Árni rímur þær, sem hann vildi kannast við á efri árum, og greinir tölu rímna í hverjum flokki. Þar eru taldar allar rímur, sem lýst er hér að framan, nema Hugaríma og Grobbiansríma. Hann telur 16 rímna- flokka og rímu af Þorsteini skelk, „sem eðlið kætti", eins og Árni kemst að orÖi. Af þessum 16 rímnaflokkum eru 13 ort- ir fyrir Jón sýslumann. Þegar taldar eru rímur þær, sem Árni átti ókveðnar af Agnarsævi, verða þetta 224 rímur og 226 þegar við bætast Hugaríma og Grobbians- ríma, sem hann telur ekki fram. Auk rímna nefnir Árni í mansöng þeim, sem nú var getiÖ, sjö kvæði, sem hann orti út af I lálfs sögu og Hálfsrekka, og nefnir hann þau flokka. Þegar Árni hóf að yrkja Agnarsrímur, hugðist hann hafa endurheimt heilsu sína, svo sem frarn kemur í mansöng fyrstu rímu: Herjaföðurs hella á ker I lvítbergs lög í ranni ckki veitir erfitt mér, endurnýjuðum manni. í mansöng tó.lftu rímu segist Árni vera „ummyndaður af læknirs hendi“. Þó seg- ist hann í mansöng sjöundu rímu ekki munu yrkja út af fleiri sögum, og sjúk- ur er hann þegar hann lýkur Agnarsrím- um. Við niðurlag þeirra skrifar hann: „Jeg lauk við sóttsjúkur að rita Agnars ævi þann 3. Aprilis Anno 1776‘,‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.