Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1980, Side 27

Andvari - 01.01.1980, Side 27
LUDVIG HOLM-OLSEN: Snorri Sturluson og Norðmenn 1} Margt væri unnt að segja um Snorra Sturluson og skipti hans við Norð- menn, enda hefur margur maðurinn látið orð um það falla, bæði Norðmenn og Islendingar. Norðmenn grípa gjarna til stóru orðanna og hátíðleikans, þegar þeir ræða um þýðingu þá sem Heimskringla Snorra hefur haft fyrir norsku þjóðina. I raun og veru er ekki annað unnt en nota stór orð, þegar um það er rætt. Eftir að Snorri og verk hans höfðu legið gleymd um langan aldur, kynntust Norð- menn þeim aftur á þeim tíma, er þjóðin var í mestri niðurlægingu, efnahagslega, menningarlega og pólitískt. Danir höfðu þá ákveðið, að Noregur skyldi nú ekki lengur vera sjálfstætt ríki, heldur hluti af Danmörku. En úr þessum bylgjudal á 16. öld hófst norska þjóðin. Smám saman hófust framfarir, og að lokum varð Noregur sjálfstætt ríki að nýju. Á þeirri leið var merkustu áföngunum náð árin 1814 og 1905. Alla þessa löngu leið og raunar enn lengur hefur Snorri verið í för með norsku þjóðinni og örvað hana til dáða, þegar hún vildi krefjast þjóðfrelsis síns og sjálfstæðis. Allt þetta, sem nú hefur verið á minnst, er satt og rétt. Engu að síður gleym- ist okkur Norðmönnum tíðum, að tengsl Snorra við Noreg hafa sínar skugga- hliðar, og á ég þar ekki aðeins við samband hans við Hákon konung Hákonarson og Skúla jarl. Ég á miklu fremur við það, að þegar Norðmenn höfðu gert sér það ljóst, hvílíkt dýrmæti Snorri hafði í raun gefið þeim, þar sem var Heims- kringla, tóku þeir slíku ástfóstri við hann, að þeir gleymdu því, að hann var ekki Norðmaður sjálfur, - og ég er raunar hræddur um, að þessi villa sé enn við líði. Sýnu verra var, að norskir sagnfræðingar á síðustu öld gerðu sér kenn- ingu um, að verk Snorra Sturlusonar og allar fornbókmenntir íslendinga væri hluti af norskum bókmenntum þess tíma. Það eru þó ekki skuggahliðarnar, sem ég ætla að gera að umræðuefni mínu í dag. Þegar ég var beðinn að fjalla um Snorra Sturluson og norsku þjóðina, fannst mér það eðlilegt að reyna að bregða upp mynd af Snorra Sturlusyni í norskri menningu og norsku þjóðlífi og finna dæmi um rannsóknir norskra fræðimanna, sem reynt hafa að varpa ljósi á verk hans. Það verður Heimskringla, a) Erindi flutt í hátíðarsal Háskóla íslands 25. september 1979.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.