Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 99

Andvari - 01.01.1982, Blaðsíða 99
ANDVARI FRANSKA BYLTINGIN 97 arnir máttu sjá það af dæmi Elsassbúa hvað verða vildi. Goethe sem hafði hikað í fyrstu komst nú að þeirri niðurstöðu að „hinir siðspilltu Frakkar væri óverðugir jafngöfugrar hugsjónar“.23 I árslok 1790 hafði páfinn for- dæmt hina borgaralegu kirkjuskipan Frakka og skipað kaþólskum ríkjum í varnarstöðu gegn byltingunni. Hinir kaþólsku stjórnendur Spánar settu land sitt í sóttkví og skipuðu hersveitum sínum meðfram Pyreneafjöllum til þess að hindra útbreiðslu byltingarpestarinnar. Jafnvel Pitt hinn enski sem hafði horft af illkvittnislegri ánægju á byltingaröflin sundra einingu erkióvinarins tók nú af öll tvímæli. I konunglegri yfirlýsingu sem hann samdi og birt var í maí 1791 tók hann ,,opinberlega afstöðu gegn hinum frönsku prinsípum“,24 íhaldssamari whiggar hlutu nú að viðurkenna að Burke hafði verið framsýnni en þeir; viðvörunarorð hans orkuðu nú svo sannfærandi á afturhaldssinna að því var líkast sem spámaður hefði talað. Ástandið handan Ermarsunds gaf bresku stjórninni kærkomið tækifæri til þess að hefja ofsóknir gegn hinni róttæku umbótahreyfingu innanlands. Þó að gagnbyltingin væri að verki í Evrópu allt frá 1790 innan hvers lands voru margir þjóðhöfðingjar samt tregir til að svara áskorun Gústafs III Svíakonungs og Katrínar II um krossferð gegn frönsku byltingunni. En eftir hjálparbeiðni Lúðvíks XVI, misheppnaða flóttatilraun hans, uppljóstranir sem sýndu leynimakk hirðarinnar við fjendur byltingarinnar harðnaði tónninn á báða bóga. „Við munum losa heiminn við þessa þrjóta sem hafa svo lengi undirokað þjóðirnar . . . Við höfum unnið þess eið að myrða alla harðstjóra allt til hins síðasta . . . ,“ skrifaði Hébert í blað sitt, Le Pére Duchesne, í júlí 1791.23 Á hinn bóginn þrýstu nú frönsku aðalsmennirnir sem flúið höfðu land í tugþúsunda tali á þjóðhöfðingja álfunnar að sýna í verki samheldni gagnbyltingar af lanna. Pillnitzyfirlýsing Habsborgarakeisara og Prússakonungs, sem gefin var út í ágúst 1791, þýddi ekki að svo stöddu stríð gegn Frakklandi, en hún var ótvíræð stríðsyfirlýsing gegn hinu nýja stjórnarfari, fullveldi þjóðarinnar sem var lögfest með stjórnarskránni 1791, og hvatning til gagnbyltingaraflanna að láta gömul þrætuepli víkja fyrir sameiginlegum málstað gagnbyltingarinnar. Austurríkiskeisari samdi því frið við Tyrki og Katrín II fór að dæmi hans. Smám saman staðfestist svo breitt bil í hugum manna milli byltingarinnar og hinnar „gömlu“ Evrópu að engin málamiðlun sýndist möguleg. Nokkrum árum síðar, þegar átökin milli þeirra stóðu sem hæst, undirstrikaði einn fremsti hugmyndafræðingur gagnbyltingarinnar, Joseph de Maistre, ágreining- inn með þessum orðum: „Eðli sínu samkvæmt er byltingin fjandsamleg öllum ríkisstjórnum, hún hefur tilhneigingu til að kollvarpa þeim öllum og af þessu leiðir að þær hafa allar hag af því að uppræta hana.“2b Sömu skoðun lét Burke í ljós árið 1796 þegar hann svaraði þeim mönnum sem létu sér til hugar koma að friðmælast við konungsmorðingjana:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.