Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1989, Síða 79

Andvari - 01.01.1989, Síða 79
ANDVARI ÚSTÝRILÁTUR OG BLJÚGUR 77 Frá þessu tímabili, 1914 til 1918, hefur Þórbergur annars fátt sagt í sömdum ritum sínum. Þess mætti vænta að útgefendur sjálfsögulegra heim- ilda (dagbóka, bréfa osfrv.) um Þórberg hefðu sérstaklega áhuga á því að fylla slíkar eyður. í útgáfuverki Helga Sigurðssonar eru birtir kaflar úr dagbókum frá janúar 1914 til 21. maí 1914 og eru þar að sönnu dimmir tónar. ,,Sé sá réttlátur og gæskuríkur, sem oss er sagður æðri, vonast eg til þess, að bjartara verði um að litast á nýársdaginn 1915.“ (1. jan. 1914.) „Eg hefi að vísu ekki gaman að spilum fremur en öðrum veraldlegumgleðskap.“ (3. jan.) „Eghefði naumast trúað því fyr en eg reyndi, hve fátækt getur dregið úr starfsþreki manns, gert mann að gauði.“ (2. febr.) f útgáfunni er síðan ekki fleira úr dagbókum 1914, og undrar lesandann að vísu að útgefandinn hefur ekki kært sig um að fá lesendum bókarinnar aðgang að neinni vitneskju um septembermánuð 1914, sem varð svo hörmulega örlagaríkur Þórbergi að sögn hans sjálfs. Sá sem þetta ritar gáði í dagbókina í handritasafni Landsbókasafns. í henni sést að Þórbergur er vinnusamur í góðu meðallagi fyrri helming septembermánaðar, vinnur 8 klst., 11 klst., IIV2 klst., suma daga þó ekki nema 4 klst., nokkra daga vantar í dagbókina. Hinn 16. september er upptalning á öllu sem unnið er þann dag, en það er mikið. Hinn 22. sept. er unnið 4 klst., en 1. okt. „gat eg ekkert unnið vegna peningaskorts“, viku af október ( eftir jarðarför Þor- steins Erlingssonar) fer vinnutíminn aftur að lengjast. Hvergi er minnzt á sviplegan heilsumissi. En peningaskorturinn er sár, ekki sízt þegar eitthvað þarf nauðsynlega að borga. 1. október 1914: „Mig vantaði 5 kr. í húsa- leiguna, naut hvorki friðar né gleði fyrr en eg hafði náð í 5 kr. kl. 9. Þá varð önd mín ný í nokkur augnablik. Eg held að fátæktin dragi mig í gröfina áður en samvistum okkar lýkur. Eg er orðinn ósköp þreyttur á köflum. Verst er af öllu að hún dregur úr starfsþreki mínu, því að utan vinnunnar nýt eg sjaldan mikillar gleði, gleði mín er í vinnunni, en því aðeins get eg unnið, að efnalegar ástæður meini mér það ekki.“ Önnur heimild um neyð Þórbergs, harla átakanleg, líklega einhver átakanlegasti kafli í útgáfuverki Helga Sigurðssonar, er dagbókarbrot frá 17. nóvember 1915. ,,Nú er komin helvítis votviðrátta. Hún á illa við mig. Eg er oftast skólaus og alltaf rennblautur í lappirnar, ef deigur dropi kemur úr lofti. Eg get eigi sagt að eg hafi verið þur í fætur í 5 ár. Guð minn góður, hvar lendir þetta? [...] Eg er að sökkva. Heilsa mín er á förum, þótt eg geri alt sem eg get, til þess að halda henni við, svo sem með líkamsæfingum, böðum o. fl. [...] Mennirnir eru mér vondir og eg er heldur ekki góður við þá og margt má auðvitað að mér finna. Mér finnst eg vilja deyja. Eg get varla lifað lengur, hefi enga gleði af lífinu, þegar ástæðurnar ræna mig rósemi og næði, rífa mig og tæta í sundur og draga mig niður í sorpið.“ (I, 214.) Ekki er Þórbergi alveg svona dimmt fyrir augum í þeirri dagbók sem hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.