Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 49

Andvari - 01.01.1990, Síða 49
andvari ÚR KYNJAHEIMI SAGNASKÁLDS 47 nefndum eftirmála segir hann: „Ég fann leiðir til að ná meiri dýpt í symbólík- ina. Ég málaði Kambsránið í bakgrunninn, en í forgrunninum tímasetti ég söguna óbeinlínis á öðrum áratugi þessarar aldar. Unga fólkið unir ekki hlutskipti sínu, hvorki fátækt sinni né hinum lokuðu sundum til fegurra mannlífs. Það gerir uppreisn hvert á sinn hátt...Ég ákveð einnig að sníða sögunni eins knappt form og hugsanlegt er, láta hana alla gerast á einni nóttu.“(Bls. 172-73) Guðmundur Daníelsson lagði einatt áherslu á að hann væri ekki sem skáld bundinn hversdagslegu raunsæi og sögupersónur sínar bæri ekki að skilja „jarðlegri skilningu“. Við sjáum þjóðfélagslegt umhverfi Blindingsleiks eins og gegnum gler, daufar útlínur að baki persónunum. Þótt unga fólkið í sög- unni geri „uppreisn gegn fátæktinni“ er það annað en þjóðfélagsstaðan sem ræður gerðum þess innan verksins, því er hegðun þess ekki rökræn eða raun- sæileg. í Óskin er hættuleg segir höfundur frá því að í ritdómi um í fjallskugganum hafi einn gagnrýnandi kvartað um að hann skildi ekki Hall- fríði Þórsmörk, aðalkvenpersónu sögunnar: „Af minni hálfu var heldur aldrei til þess ætlast að ritdómarar skildu þá konu né heldur ýmsar aðrar persónur bókarinnar, þær voru ekki fólk í hversdagslegum skilningi, heldur persónugervingar vissra eðlisþátta og náttúruafla íslands, íbúar kynjaheims, þjóðtrúar og ímyndunarafls.“ (Bls. 188). Hin táknræna stíifærsla í í fjallskugganum lánaðist býsna vel þótt samtímagagnrýnendur áttuðu sig illa á henni, og mjög tekur sú bók fram næstu sögu á undan, Mannspilin og ás- inn. í Blindingsleik verður hin dramatíska stílfærsla ennþá ljósari. Með því að þjappa sögunni á eina nóttu er þegar sveigt frá epísku raunsæissniði, sagan gerð að klassísku drama samkvæmt kröfu Aristótelesar. Annað bendir líka til þess að snið raunsæissögu er hér látið lönd og leið: í sögunni er augljós tímaskekkja ef við miðum við að hún gerist á öðrum tug aldarinnar og kemur það fram í áður tilvitnuðum orðum Guðmundar. Kambsránið, sem hann „málar á bakgrunninn“ gerðist á fyrra helmingi nítjándu aldar; þegar kemur fram á okkar öld eru maurapúkar hættir að geyma silfur heima hjá sér enda komnir bankar og sparisjóðir. Pví hefði ránið á peningum Karls ríka ekki getað orðið á sögutímanum með þeim hætti sem sagan lýsir. í raunsæissögu teldist tímaskekkja af þessu tagi afglöp. Og hvað um það atriði í upphafi að Birna hafi aldrei séð sig í spegli fyrr en henni var gefinn spegill í búðinni eftir að hún var fermd? Þetta er liður í vaknandi sjálfsvitund stúlkunnar. Staður °g stund er hér „aukaatriði og skiptir ekki máli“, eins og Guðmundur hefur eftir bókmenntafræðingi Helgafells sem gaf Blindingsleik út upphaflega. Sagan fer fram í myrkri, á dimmustu nótt ársins. Myrkrið er táknrænt um andlega villu fólksins, hvatir þess og ástríður byrgja því sýn. Birna Þor- brandsdóttir leitar æðra lífs, sakramentis, en mætir litlum skilningi, eða öllu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.