Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 80

Andvari - 01.01.1990, Síða 80
78 KRISTJÁN ÁRNASON ANDVARI sýndi þýðingum af þessu tagi lítinn áhuga. Aðstæður Matthíasar við ritstörf- in voru og harla ólíkar því sem menn eiga að venjast nú í dag, þegar hítir tölvuskjáa taka við margleiðréttum letureiningum af stakri þolinmæði, því pappír var af skornum skammti á búi Matthíasar, og hann gat til að mynda ekki leyft sér að hafa spássíur í stílakompum þeim sem hann þýddi í með þéttu letri, og þá voru góð ráð dýr, ef bæta þurfti inn lagfæringum. En það var ekki einungis pappírsleysið sem háði Matthíasi við þýðingarstörfin, heldur sóttu og á hann þrálátar efasemdir um burði sína til verksins, sem hann lýsir í bréfum sínum og urðu til þess að hann þýddi að sjálfs sín sögn Macbeth ekki sjaldnar en fimm sinnum. Vandi Matthíasar fólst ekki síst í því að þurfa oft að velja milli þess sem gat talist nákvæm þýðing og þess sem hann kallaði alþýðlegt og hljómaði vel í íslenskum eyrum eða eins og hann orðar það sjálfur í bréfi til síra Davíðs Guðmundssonar, dagsettu 7. sept. 1875: því þýði menn ekki þess konar rit mjög frjálslega og „cum grano salis”, verða þau sjaldan þjóðleg. Því miður bitnar þetta á sjálfum mér hvað Shakespeares-þýðingarnar snertir. Honum er ómögulegt að snúa og vera trúr...“ Þessi stefna hefur að sjálfsögðu sett mark sitt á þýðingarnar sjálfar, þannig að þær eru einstaklega lifandi og kjarnyrtar, en gefa hins vegar á sér höggstað hér og þar þeim sem hafa nákvæmnina, svo ekki sé sagt smásmygl- ina, að leiðarljósi og ekki verður því heldur neitað að sumt í málfari Matthí- asar getur hljómað sem gamaldags í eyrum nútímamanna, þótt það hafi þótt gott og gilt á 19. öld, svo sem sá háttur að nota stundum orðið hver sem tilvís- unarfornafn og töluorðið einn sem einhvers konar óákveðinn greini að dönskum hætti sem og það að nota kránkur fyrir sjúkur, skjátlast í merking- unni að bregðast eða það að tala um rússískt bjarndýr og trylltan tíger, og fleira í þeim dúr. Og þótt hrynjandi Matthíasar sé oft sterk er hún ekki alltaf að sama skapi þýð og jöfn, þannig að hnjóta má um við lestur, og orðaröðin á stundum fullfjarri mæltu máli, þannig að hugsunin getur orðið óaðgengilegri en við hæfi er í leikhústexta. Slíka höggstaði var aftur erfiðara að finna á Shakespearesþýðingum Helga Hálfdanarsonar, enda hlutu þær mikið brautargengi á fjölum leikhús- anna, strax eftir að þær komu fram, því engum duldist að þar var á ferð fá- dæma misfellulaus, þjáll og áferðarfallegur texti sem mikið lof var borið á af bókmenntafagurkerum og það gjarna á kostnað Matthíasar sem fékk þann stimpil að vera tyrfinn og forneskjulegur. Þó fór aldrei svo, þegar til lengdar lét, að einhver hefði ekki eitthvað við þýðingar Helga að athuga, og sumum í hópi ieikhúsfólks hafi þótt texti hans kannski einum of upphafinn og ljóð- rænn og stundum jafnvel langsóttur til að hann orkaði alltaf sannfærandi þegar hann er mæltur fram í miðjum hamagangi og villikyljum leiksviðsins. Kannski skynjuðu einhverjir að tungutak sjálfs meistarans frá Stratford, sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.