Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 85

Andvari - 01.01.1990, Síða 85
ANDVARI GLÍMT VIÐ SHAKESPEARE 83 fallinn til að víkka sjóndeildarhring íslenskra lesenda og vekja áhuga á ýmsu sem lítill gaumur er gefinn hér. En þessir hlutir, þótt spennandi séu og forvitnilegir, eru samt ekki aðalat- riðið hér heldur skáldskapargildi sonnettanna og sú almenna viska sem í þeim felst um tengsl fegurðar og varanleika fyrir tilverknað hinnar platonsku ástarþrár sem knýr til sköpunar. Að sjálfsögðu bera þær merki þess tíma sem þær eru ortar á, er orðskrúð var tíðkanlegt, eins og Daníel orðar það, en í meðförum Shakespeares verður allt þess háttar að glæsilegri myndauðgi og henni haldið í skefjum af skýrri meginhugsun sem oft birtist í samþjappaðri mynd í tveim síðustu línunum. í þýðingu er einkar mikilvægt að þetta hvort tveggja komist til skila, þannig að myndmálið styrki og skýri hugsunina að baki en njóti sín jafnframt sem slíkt, og verður ekki annað séð en að þýðandinn hafi gert til sín strangar kröfur að þessu leyti og tekist að sneiða hjá þeim hættum að verða annaðhvort þokukenndur í máli eða flatneskju- legur. Orðfæri hans er víðast kjarnmikið en á stundum nokkuð óvenjulegt eða jafnvel sérviskulegt, svo sem þar sem hann notar orðið neinn fyrir eng- inn eða ekki neinn, úð fyrir hugur eða sann fyrir sannleikur. Kveðandi hans er yfirleitt jöfn og markviss, þannig að orðin fá oft talsverðan þunga. Þótt hann nái ekki sama flugi og léttleika og Helgi í sínum þýðingum, þá hefur hann vinninginn hvað nákvæmni snertir, og sums staðar er þýðing Daníels beinlínis réttari eins og í sonnettu 104 þar sem hann þýðir ekki einungis „fair friend“ með „vinur dýr“ en ekki „vina mín“ heldur skilur orðin „age un- bred“ um „ókominn tíma“ en ekki um „ófædda elli“. Þetta má sjá með því að bera þýðingar þeirra beggja á fleygu upphafserindi sonnettu númer 55 sam- an við frumtextann sem hljóðar svo: Not marble, nor the gilded monuments Of princes, shall outlive this powerful rhyme; But you shall shine more bright in these contents Than unswept stone besmear’d with sluttish time. Helgi orðar þetta svo: Hver konungs gröf með gullinn bautastein mun gleymast fyrr en þetta styrka ljóð sem ávallt geymir bros þín bernskuhrein þó blásnir varðar sökkvi í tímans flóð. Og nú er komið að Daníel: Neinn steinn né gylltur minnisvarði manns svo máttkan óð sem þennan lifað fá, því munt þú skína mest í línum hans er mygla tímans þekur steinsins brá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.