Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 75

Andvari - 01.01.1996, Síða 75
andvari HULDUMANNA GENESIS 73 skýring, að guð hafi í Nóaflóði miskunnað sig yfir nokkra iðrandi syndara mannkynsins, og leyft þeim að skríða inn í hin miklu holrúm sem tæmst höfðu niðri í jörðinni við flóðið, en þaðan áttu þeir ekki afturkvæmt. Petta er snjöll tilgáta, sem líklega á rætur að rekja til erlendra fræðirita. 5) Fyrri kona Adams: Þessi skýringarsaga felst í því, að Adam hafi verið tvígiftur, og hafi fyrri konan ofmetnast vegna yfirburða sinna við barns- getnað. Því hafi henni og afkomendum hennar verið refsað með því að láta þau felast í jörðinni. Sögnin er höfð eftir Árna Vilhjálmssyni (Álfa-Árna, um 1750), og talin vera komin frá álfapresti. Annað afbrigði sagnarinnar er í þjóðsögum Sigfúsar, þar sem sagt er að guð hafi fyrst skapað Álf og Álf- vöru, áður en Adam og Eva urðu til, og af þeim fyrrnefndu hjónum séu álf- ar komnir. 6) Óhreinu börnin hennar Evu: Þessi skýringarsaga er einnig talin vera komin frá álfum sjálfum, gegnum Álfa-Árna. Hún er nú kunnust slíkra sagna um uppruna huldufólks, og er oftlega getið í ræðu og riti. Sögnin ber keim af því að vera gamalt ævintýraminni. Eins og önnur slík minni er það af alþýðlegum uppruna, og að því leyti óskylt hinum „lærðu“ tilgátum, sem fyrr voru nefndar. 7) Þáttur í sköpunarverkinu: Skoðun Ólafs Sveinssonar í Purkey, sem fram kemur í Álfariti hans 1830, er einfaldlega sú, að huldufólkið sé hluti af hinu undursamlega sköpunarverki guðs almáttugs, sem okkur sé ógjörning- ur að skilja, eða útskýra hvernig það fær lifað niðri í jörðinni. Þetta er lík- lega einmitt það viðhorf sem flestir nútímamenn myndu geta fellt sig við. Það er áberandi í flestum þessum skýringum, að reynt er að sýna fram á skyldleika manna og álfa, með því að rekja ætt þeirra til Adams og jafnvel Evu. Slík skýring var vitanlega ekki réttlætanleg að mati kirkjunnar, og jafnvel talin guðlast af heittrúarmönnum. Það leynir sér ekki, að með þess- ari ættrakningu eru fræðimenn að verja hina fornu vættatrú, eins og glöggt kemur fram hjá Jóni lærða, og rökstyðja þá skoðun, að þeir séu ekki illir andar, eins og kirkjan vildi vera láta. Hjá Ólafi í Purkey eru álfarnir ein- faldlega hluti sköpunarverksins. Reyndar voru ýmsir prestar og jafnvel biskupar á íslandi taldir „jarð- fróðir“ (eins og Jón lærði orðar það), og vísa til þess margar sögur í þjóð- sagnasöfnum. Má geta þess, að prestar voru einna drýgstir í að skrifa upp þjóðsögur og senda Jóni Árnasyni, þegar hann fór að safna slíkum fróðleik a 19. öld. Virðist því sem hin opinbera kenning kirkjunnar um álfa og aðra V££tti hafi aldrei náð teljandi fótfestu hérlendis hjá klerkastéttinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.