Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2006, Síða 72

Andvari - 01.01.2006, Síða 72
70 HJALTI HUGASON ANDVARI sér spurningar og ef til vill túlkanir á tilveru mannsins í heiminum. Þegar slík glíma fer fram undir trúarlegum formerkjum einkennist hún þó oftast af því að notaður er orðaforði eða táknheimur einhverra trúarbragða eða trúarhefðar; notuð eru minni (í þröngri merkingu) sem sótt eru til trúarrita eða gengið er út frá hugmyndum eða lífsviðhorfum sem sótt eru til einhverrar trúarhefðar eða skírskota til trúarlegrar vitundar þeirra sem höfðað er til.17 Að hefðbundnum skilningi vísar hið trúarlega líka jafnan til handanlægs veruleika, guðlegr- ar, andlegrar eða yfirnáttúrulegrar víddar sem liggur handan tíma og rúms - einhvers konar eilífðar. Unnt er að ástunda heiðarlega glímu við hinstu rök mannlegrar tilveru án þess að nokkuð af þessu komi við sögu. Þegar sú er raunin virðist rétt að ræða um tilvistarlega en ekki trúarlega glímu. Hér er því litið svo á að merkingarbær munur sé á þessu tvennu. A það skal þó fallist að á tímum aukinnar einstaklingshyggju í trúarefnum og upplausnar trúarhefða sem mjög gætti allan skáldferil Snorra er oft mjótt á munum milli hins trúar- lega og tilvistarlega. í raun er heldur ekkert aðalatriði að draga skörp skil á milli þessara tveggja vídda í eilífri glímu manna, ekki síst listamanna, við leyndardóminn sem felst í mennskunni og stöðu mannsins í heiminum. Segja má að rauði þráðurinn í ljóðum Snorra Hjartarsonar sé glíma hans við tilveru mannsins, einstaklings og þjóðar, í fallvöltum heimi. Það sem oft er nefnt firring mannsins skapar þar sérstaka stöðu þrátt fyrir að hún komi ekki oft fyrir á yfirborði ljóðanna. Með firringu er átt við þá tilfinningu einstaklingsins að hann sé einangraður frá náttúrunni, félagslegu umhverfi sínu, uppruna, gildum og reynslu fyrri kynslóða, jafnvel tilfinningum sínum og öðru því sem mótar sjálfsvitund hans. Því má segja að firringin feli í sér framandleika einstaklingsins frammi fyrir sjálfum sér og leiði þar með til brostinnar sjálfsmyndar og röskunar á félagslegum tengslum og tilfinninga- lífi. Firringin leiðir líka óhjákvæmilega til tómleika- og tilgangsleysiskennd- ar. Eins getur hugtakið vísað til samfélagsins og felur þá í sér að það hafi fjarlægst hin mennsku gildi, tekið að lúta eigin lögmálum, orðið vélrænt. Var firringin mikilvægt viðfangsefni heimspekinga og guðfræðinga um og eftir miðbik síðustu aldar eða um það leyti sem Snorri var virkastur sem ljóðskáld. Einkum voru þeir sem mótaðir voru af tilvistarstefnunni uppteknir af firring- unni.18 I þessari grein verður leitast við að varpa ljósi á hvernig Snorri Hjartarson tekst á við firringuna í kveðskap sínum, hvernig hann lýsir henni en umfram allt hvernig hann leitast við að vinna bug á henni. Jafnframt verður spurt hvort sú lausn geti á einhvern hátt talist trúarleg. Fyrst verður þó stutt grein gerð fyrir nokkrum helstu einkennunum á kveðskap Snorra. Verður þar höf- uðáhersla lögð á þá þróun sem varð á boðskap eða inntaki ljóðanna. \ J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.