Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 156

Andvari - 01.01.2006, Side 156
154 STEINUNN INGA ÓTTARSDÓTTIR ANDVARI Eggerts og Bjarna og Sveins Pálssonar. Hinsvegar eru ferðasögur þar sem áhersla er lögð á huglæg áhrif sem sögumaður verður fyrir á ferðum sínum, túlkun hans og reynslu, en minni rækt lögð við hlutlægar lýsingar. Dæmi um ferðasögur í þessum dúr eru t.d. Ferðarolla Magnúsar Stephensens og Ferðasaga Árna Magnússonar frá Geitastekk þar sem merkja má sterka sjálfsvitund en á tímum upplýsingarinnar á fslandi er manneskjan að verða til sem viðfangsefni bókmenntanna. Breski fræðimaðurinn Charles L. Batten (1978, 82-85, 110) sem hefur sérhæft sig í ferðasögum átjándu aldar, skiptir ferðabókmenntum í tvennt en gerir ekki greinarmun á ferðabók og -sögu. Hann nefnir í fyrsta lagi ferðabókmenntir sem inni- halda athuganir ferðalangsins og alfræðilegar lýsingar (observations). Leiðarvísir Nikulásar ábóta er dæmi um íslenska ferðabók af þessum toga. í öðru lagi eru ferðabókmenntir sem innihalda það sem kalla mætti vangaveltur ferðalangs (reflections) sem tengjast ýmsum sviðum, s.s. heimspeki, fagurfræði, siðfræði eða stjórnmálum. Tómas Sæmundsson gengur lengst íslenskra ferðasagnaritara í þessa átt í Ferðabók sinni. Einföld skipting ferðabók- mennta í -bók/sögu er þó sjaldnast alveg skýr þar sem þær einkennast af spennu milli hlut- lægni og huglægni, hins persónulega og ópersónulega, hugarflugs og staðreynda, fróðleiks og skemmtunar, veruleika og tungumáls. 21 Bréf Tómasar Sœmundssonar. 1907, 130-1, 151, 163, 170, 222, 224 og 268. 22 Sjá Tómas Sæmundsson. 1835, 48-94. Skipið sem hann var á hafði verið sent til íslands til að ná í Friðrik Danaprins (síðar Friðrik sjöundi) en hann hafði dvalið hér á landi sumar- langt. Tómas virðist hafa sjóast verulega frá því hann fyrst steig á skipsfjöl: „Mér er mikil skemtun í, að hugsa til þessarar ferðar, ekki að eíns afþví ég var laus við allt það andstreými og leíðindi, sem milli-ferðir vorar olla flestum þeím, sem eru óvanir sjóferðum, og átti í þess stað ánægjanlegustu daga, so ég vissi valla af að eg væri á sjó, heldur og sérílagi þessvegna, að mér veíttist þar tækifæri til að sjá sjóferðirnar í sínum blóma, og kynna mér lífernis-háttu þeírra manna, sem mér hefir ætíð mikið þótt tilkoma, og ég annars aldreí mundi sjeð hafa“ (Tómas Sæmundsson. 1835, 53) Hann segir ýmislegt frá aðbúnaði sjómanna, m.a. því að sjór rann inn á þilfarið svo ekki var vært í nokkru rúmi - fleiri ferðasagnaritarar eins og Ásgeir Sigurðsson og Magnús Stephensen segja frá þessu sama í ferðasögum sínum - og um lífshættuna sem fylgir sjómannsstarfinu ritarTómas: „...og so var hásetum lítið um að fara uppí reíðann, að eg heýrði þá opt heita á guð í hljóði, er þess mundi viðþurfa. Fór þó hvur er búinn var, og tíndist eínginn" (1835, 51). 23Seinna tók Hafliði nokkur Eyjólfsson úr Svefneyjum í sama streng. Hafliði fór á sjáv- arútvegssýningu í Björgvin sumarið 1865 og ritaði um þá ferð „Lítið ferðasogu ágrip“. Hann lýsir þar vandlega t.d. veiðarfærum og fiskverkun með það að leiðarljósi að nýta þekkinguna heima á Islandi. Þegar hann horfði á skipaskurð í Gautaborg varð honum inn- anbrjósts svipað og Tómasi: „Alldrei getur maður betur og glöggvar fundið og sieð, hvað aumir og vesælir vjer erum í samanburði við aðrar þjóðir, en að standa við og horfa á, þessi miklu manna verk og hugsa heim, að ekki sie stúnginn fram moldar bakki, til að leiða vatn af foræðis mýrum, því síður minnstu viðburðir að bæta hafnir og lendíngar." Lbs. 752.4°, 25v. 24Jónas Hallgrímsson 1843, 2-31. Jón Halldórsson segir í bréfi til Jónasar um skapferli Tómasar: „Eftir að hann kom hér til embættis, er honum líka fundið það af sumum, að hann helzt fyrri árin hafi stundum orðið óþarflega stór og frekur, oft út af litlu tilefni og held ég það sé áreiðanlegur sannleiki, að hann með meiri stillingu og minni ofsa hefði verið enn þá fullkomnari maður. Að framfæra meiningu sína eða aðfyndni gegn öðrum þótta eða þykkjulaust, mun honum ekki hafa verið sem bezt lagið" (Bréf Tómasar Sæmundssonar 1907, 293). 25Tómas Sæmundsson. 1947, 3. 26Sbr. Þorleifur Hauksson 1994, 483.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.