Spegillinn - 01.02.1926, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.02.1926, Blaðsíða 4
2 SPEGILLINN TROLLE ROTHE REYKJHVÍH annast best allar vátryggingar gegn Sjótjóní, Brunatjóní o. fl. 8 Skrifstofa í Eimskipafjelagshúsinu 2. hœð. Q Talsími 235. Inngang5orð. Eins og venja er til, er nýtt blað hefur göngu sína, mun þurfa að fylgja SPEGL- INUM með örfáum orðum úr hlaði, þótt takmörkuð verði að vera, sökum rúmleysis. SPEGILLINN hefir ákveðinn tilgang. Hann ætlar sjer ekki einungis að vera til gamans, heldur og til gagns. í hinum kunna Reykjavíkurfyrirlestri síii' urn segir Gestur Pálsson: »Sje háðið nógu napurt, er það besta læknisineðal mann- kynsins«. Og eigi þurfum vjer íslendingar, síður en aðrar Jrjóðir, á slíku læknismeðali að halda. Vjer lifum nú á pennavígaöld hinni verstu, sem að ýmsu minnir á stefnu Sturlungaaldar, þótt stórmenskubraginn vanti. Hjer er og uppi uppskafningsöld hin arg- asta, þar sem fjöldinn þykist vita alt, og þar sem fjöldinn þykist geta alt. Þar, sem flestir þykjast geta verið þingmenn, og þar, sem a 11 i r þingmenn þykjast geta orðið ráðherrar, og svo framvegis, alt frá efstu rim til hinnar neðstu. Mót þessu vill SPEGILLINN gera til- raun til að vinna. Hann er að vísu aðeins örlítill vísir. Hann hefir fáum og veikum kröftum á að skipa, fyrst um sinn, en hann væntir liðstyrks. Hann heitir á alla þar til hæfa, til stuðnings, en vill þó einkum hlynna að hverjum þeim neista, er fyrir kynni að finna hjá hinni uppvaxandi kyn- slóð. Blaðið mun koma út eftir því, sem kring- umstæður leyfa; að líkindum hjer um bil tvisvar í mánuði. Ritstj. P. S. Verð blaðsins verður sett niður svo fljótt, sem sýnt er, að nægur kaup- endafjöldi fáist. Litprentun er afardýr, og er því verð blaðsins eigi sambærilegt við verð annara blaða, jafnstórra. t?jófabálkur inn meiri. Hjer birtist mynd eftir einn hinn þekt- asta teiknara Dana, Jensenius, ritstjóra »Klods-Hans«. Reykvíkingar — að minsta •'iT kosti kvenþjóðin — mun kannast við svip mannsins, sem ekki reyndist lakari upp- kveykja en amerískir flugmenn, erlendir hljómlistarmenn eða aðrir tignir menn, sem hafa lotið svo lágt að gista land vort. Kýmni5þóttur Skiftafunöur (Frósögn bónöa úr sueit) Dáinn var í Reykjavík Sig. Þórðarson, bróðir Hallveigar konu minnar og skifta- fundur var haldinn 16. júní 1905. Mættir voru á fundinum allir hlutaðeigendur og rjettir málsaðilar. Fyrstur sat skiftaráðandi Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík og svo sat jeg Jón Jónsson bóndi að Lauga- vatni maður Hallveigar konu minnar. Þar- næst sat Pjetur Guðmundsson maður Guð- rúnar systur Hallveigar konu minnar og síðastur sat Ingimundur Jónsson útgerðar- maður frá Mýrarkoti, mættur fyrir hönd Þorgerðar, er verið hafði ráðskona hjá

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.