Spegillinn - 01.12.1926, Side 2

Spegillinn - 01.12.1926, Side 2
2 SPEGILLINN g}!æ=fa<ssi55>i32Eæ£8 Hafið þjer vátrygt eígur yðar gegii bruna og sjótjóni? Ef ekki, skuluð þjer hraða yður og koma þeim fyrir hjá H.f. Sjóvátryggingar- íjelagi islanðs. Hús, innan stokksmunir, fatnaður vörur og annað lausafje fyrir bruna. Skip, vörur, farangur skipverja eða farþega o. m- fl. fyrir sjótjóni. Sjóvátryggingarfjelag Islands annast allar þess konar vátrygg- ingar, hvar sem er á landinu, og með bestu kjörum. er yfirleitt andskoti lítið hrifinn af ykkur, þessum helvítis blaðasnápum. Hvaða djang- ans saurpappír eruð þjer eiginlega fyrir? án leyfis að spyrja.« »Vjer erum fulltrúi frelsis- málgagnsins Spegillinn,« segjuin vjer og drögum upp úr vasa vorum skrautprentað samverkamannsskírteini. — »Ritstjórarnir þorðu ekki sjálfir,« bætum vjer við, til frekari skýringar. »Nú, það var was anders; djeskotans sómasamlegt blað, Spegillinn. Það er þá, í stuttu máli sagt, að þetta fjárans bölv og ragn er orðið hreinasti þjóðarlöstur hjá okkur íslendingum, ekki síst hjerna á Landsbókasafninu. Það mun vera einasta listin, fyrir utan Grænlands- vrövl, sem vjer stöndum framarlega í, á alþjóða-mælikvarða. Með þessum fyrirlestri mínum vildi jeg reyna að kenna þessum horngrýtis þorskhausum að bölva vísinda- lega, en fyrsta ráðið til þess er að útskýra fyrir þeim uppruna alls þessa fjölskrúðuga orðasafns, sem vjer eigum í þessari grein málsins. Jeg hefi tekið öll nöfnin á gamla bakaranum til athugunar og komist að þeirri niðurstöðu, að af þeim sje að eins þrjú, sem mega teljast offícíel, það er að segja, sem mundu vera tekin í Stjórnartíðindi, firma- .skrár og önnur lögformleg dókúment. En öll hin eru meir eða minna gælunöfn, sem menn nota, þegar menn vilja svo sem eins og hafa kauða góðan. Uppruna þessara nafna hefi jeg fundið af skarpleik mínum — þó að jeg segi sjálfur frá —, og hefi ekki hikað við að grafa fyrir rætur þeirra í ýmsum málurn, sein hjer munu lítt kunn, svo sem miðalda-esperantó og forn-há- volapuk, enn fremur bantú-negrinsku og standard-búskmensku, auk, vitanlega, gjör- vallra Evrópumála, eldri sem yngri. Þó er eitt nafnið þannig, að jeg þori ekki að full- yrða um uppruna þess með vísindalegri vissu, enn sem komið er, en það er nafnið Kölski, eða, rjettara sagt, er það í þrem myndum: Kolli—Kölli—Kölski. Guðbrandur Vigfússon meinar, að það standi í sambandi við kol, en þá tilgátu álít jeg ótæka; maður þarf ekki annað en líta á núverandi kolaleysi, því gamli maðurinn þekkir sína, og mundi aldrei láta slíkt viðgangast, ef hann rjeði nokkru um þá vöru. Nei, orðið giska jeg á, að sje skylt orðinu k o 11 u r; sbr. þegar Leirulækjar-Fúsi segir »blessaður glókollurinn« um þann hornótta.« »En hvað er þá urn þjóðnýtinguna á bölvinu?« spyrj- um vjer. »Skiljið þjer það ekki, bjevans þöngulhausinn, að bölv og ragn eru frain- leiðslutæki? (Vjer skiljum ekki). Það fram- leiðir bölvun yfir náungann. Og þess vegna vil jeg stinga upp á því, ef þjóðnýting fer að verða almenn, að bölvið sje þjóðnýtt Iíka, á þann hátt, að skipaðir sjeu sjer- stakir ríkisbölvarar, sem bölvi fyrir alla hina, en prívatmönnum sje bannað að bölva fyrir eigin reikning. Þetta er svo ofureinfalt, bara ef lögunum er hlýtt.« »Væri þá ekki ráð að fela þetta prestum landsins, nú þegar þeir eru alveg hættir að hóta mönnum hel- víti og kvölunum?« spyrjum vjer. »Því ekki það,« segir doktorinn, »ekki er þeirra of míkið, þótt þeir fái einhverja smá-aukagetu.« »Jæja, þakka yður nú fyrir þægilegheitin, herra doktor,« segjum vjer, »og verið þjer nú sælir.« »0, farið þjer i galopið, sjóð- bullandi, kolsvart, gapandi, hurðarlaust . . . . . .« engra var doktorinn e kki kominn, þegar hurðin skall á hælum vorum). Ragnar. (Tilu. Ríkisbölvciri). Keflavík, 6. desember 1926. Kæri Spegilll Þakka þjer fyrir alt gamalt og gott. Þegar alt annað bregst, tek jeg upp á því að út- hella hjarta mínu fyrir þjer, en farðu samt ekki að halda, að sú úthelling geri neitt háflæði neins staðar. Að minsta kosti yrði það aldrei nógu mikið flóð til að fá Fálk- ann á flot á, þegar hann er að hafa verk- legar æfingar í siglingafræði í Skerjafirð- inum eða annarsstaðar. Ja, það var auma siglingin. Hugsaðu þjer hann morra þarna á skerinu, eins og meri, sem hefir ætlað að stökkva yfir kvíagrind, en mistekist það, og verða að horfa upp á landhelgisburgeis- ana trolla í mykjuhlössum bænda og gefa sjer langt nef um leiðl Nei, kall minn! Þær eru bágar hjá okkur, strandvarnirnar, síðan Bistrup hinn grænlenska leið og hann hætti að kommandera döllunum okkar. Og svo loksins þegar blessunin hann Nielsen er búinn, með miklum erviðismunum og sjálfsafneitun, og líklega persónulegum til- kostnaði, að útvega okkur fyrsta flokks kaf- bát (en jeg tel kafbát vera það, þegar hann siglir jafnt á hlið og hvolfi), sem sje hann Óðin, það góða skip, þá finna þeir upp á

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.