Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.09.2009, Blaðsíða 2
2 18. september 2009 FÖSTUDAGUR H ÍV T A H Ú S IÐ / S ÍA 0 9 - 1 4 9 2 AÐEINS 1% FITA 20% ÁVEXTIR N Ý R J Ó G Ú R T D R Y K K U RM S . I S NÝR JÓ GÚRT DRYKK UR 3% HVÍTUR SYKUR AÐEINS ENGINSÆTUEFNI SAMGÖNGUR „Það kostar okkur fjóra milljarða króna á ári að reisa fimmtán þúsund manna byggð austast í borginni frekar en í Vatnsmýri,“ segir Gísli Mart- einn Baldursson í ítarlegu viðtali sem birtist í helgarútgáfu Frétta- blaðsins. Tíminn sem borgarbúar verja í bílum sínum ásamt bensínkostnaði er metinn á þrjá milljarða króna á ári og við það bætist rekstur flug- vallarins sem kostar hátt í millj- arð á ári. „Samt er þetta tabú í umræðunni um sparnað og að gera borgina hagkvæmari,“ segir Gísli Marteinn. Gísli Marteinn segist vilja draga línu austan við þau góðu hverfi sem fyrir eru austast í borginni, Grafarvog, Grafarholt og Úlfars- fell. „Þetta eru flott og góð hverfi, við ætlum að standa vörð um þau en ekki eyðileggja þau með því að setja tugi þúsunda manna aust- an við þau og gera þau með því að gegnumaksturshverfum.“ Í viðtalinu ræðir Gísli einnig um hugmyndir sínar um þróun borga og þróun þeirra og umhverfis- og samgöngumál. - ss Gísli Marteinn Baldursson í viðtali við helgarútgáfu Fréttablaðsins: Flugvöllurinn í Vatnsmýri dýr GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Hann segir það kosta fjóra milljarða á ári að reisa fimmtán þúsund manna byggð austast í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR „Þetta var eiginlega fullmikið fyrir okkur,“ segir Skarp- héðinn Sigtryggsson sem keypti Portúgalsferð fyrir fjölskylduna með beinu flugi frá Akureyri en þurfti samt að fljúga um Keflavík og millilenda í Berlín á heimleið- inni. „Ég er sjálfur kvíðasjúklingur, konan er öryrki og með mikla slit- gigt í hnjám og drengurinn er ein- hverfur og flogaveikur svo okkur leist mjög vel á að geta farið í beinu flugi héðan frá Akureyri. Við keyptum ferðina með góðum fyrir- vara en um það bil tveimur vikum fyrir brottför heyrðum við það af tilviljun úti í bæ að hætt hefði verið að fljúga frá Akureyri og farið væri frá Keflavík í staðinn,“ segir Skarp- héðinn sem, ásamt eigin konu sinni og sextán ára syni, keypti tveggja vikna ferð með Úrvali-Útsýn til Portúgal í beinu flugi frá Akureyri í sumar. Vegna fyrrgreindra aðstæðna fjölskyldunnar var úr vöndu að ráða. „Við hefðum sennilega hætt við ferðina en dóttir okkar, sem býr í Danmörku, var búin að borga ferð til þess að hitta okkur í Portú- gal þannig að við létum okkur hafa það og keyrðum til Keflavíkur,“ lýsir Skarphéðinn sem tekur fram að Úrval-Útsýn hafi þó boðist til að greiða flug fyrir fjölskylduna til og frá Akureyri. Að sögn Skarphéðins var dvölin í Portúgal ánægjuleg. En þar ytra bárust næstu ótíðindi. „Þá fréttum við það niðri á Íslendingabar að það yrði ekki beint flug frá Portúgal til Íslands. Dvölin var svo lengd um eina nótt og millilent í Berlín þar sem var sjö tíma bið,“ segir Skarp- héðinn sem kveður ferðalagið frá því hótelið var yfirgefið í Portúgal og þar til komið var til Íslands hafa tekið um tuttugu klukkutíma. „Við vorum komin á hótel í Reykjavík um miðja nótt og orðin sár enda var þetta alls ekki ferðin sem við keyptum,“ segir Skarphéð- inn sem skrifaði Úrvali-Útsýn bréf eftir heimkomuna. „Ég tíundaði það í bréfinu að fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við svona ferðalög. Inni í þessu er líka einn dagur í vinnutap fyrir utan að láta fara svona með sig. Ég setti ekki fram ákveðnar kröfur en fyndist það ekki mikið þótt við fengjum helmings afslátt af ferðinni. En allt sem ég fékk var mjög stuttaralegt bréf um að þeir myndu borga fyrir okkur matinn í Berlín ef við framvísuðum reikn- ingi,“ segir Skarphéðinn óánægð- ur. Tinna Guðmundsdóttir hjá Úrvali-Útsýn segir ferðaskrifstof- una hafa verið í rétti til að gera óhjákvæmilegar breytingarnar á fluginu. Allir hafi átt þess kost að hætta við ferðina. „Ferðaskrifstofan spyr ekki um heilsufar fólks og við þekkjum ekki aðstæður allra okkar farþega,“ segir Tinna sem kveður ekki ætl- unina að bæta fjölskyldunni frekar upp óþægindin. „Við bendum fólki á að leita til Neytendasamtakanna ef það er ósátt við okkar niðurstöðu.“ gar@frettabladid.is Beint Portúgalsflug varð að 20 tíma kvöl Fjölskylda sem keypti beint flug frá Akureyri til Portúgals endaði á að fljúga um Keflavík og millilenda í Berlín að auki. Fullmikið fyrir okkur, segir faðirinn sem er kvíðasjúklingur, kona hans gigtveik og sonurinn einhverfur táningur. FJÖLSKYLDA Í FRÍI Allt lék í lyndi hjá Skarphéðni Sigtryggssyni og fjölskyldu úti í Portúgal en ferðirnar til og frá landinu voru mun erfiðari en þau ætluðu. MYND/ÚR EINKASAFNI Magnús, er mikil gerjun í þessum geira? „Já, já, þetta gerjast allt mjög vel.“ Víngerð hefur tekið kipp á Íslandi í kreppunni. Magnús Axelsson er einn eig- enda víngerðarverslunarinnar Ámunnar. HEIMILD/HAGSTOFA ÍSLANDS Breyting á vísitölu neysluverðs milli ára Írl an d Ja pa n Ba nd ar ík in Po rtú ga l Sv is s Ký pu r Sp án n Ei st la nd Be lg ía Lú xe m bu rg Fr ak kl an d Ev ru sv æ ði ð Þý sk al an d H ol la nd Té kk la nd Vi ðs ki pt al ön d Sl óv en ía Íta lía Au st ur rík i Sl óv ak ía EE S ES B- rík in D an m ör k M al ta G rik kl an d Fi nn la nd Bú lg ar ía Le ttl an d Br et la nd N or eg ur Sv íþ jó ð Li th áe n Pó lla nd Rú m en ía U ng ve rja la nd Ís la nd 15% 12% 9% 6% 3% 0% -3% Ísland 16% EES 0,6%Evrusvæðið -0,2% Noregur 1,5% Írland -2,4% EFNAHAGSMÁL Samræmd vísitala neysluverðs, eins og Eurostat, töl- fræðistofnun Evrópusambands- ins reiknar hana, hefur hækkað um sextán prósent á milli ára hér- lendis. Ísland sker sig verulega úr þeim hópi ríkja sem Eurostat kann- ar. Næst á eftir Íslandi kemur Ung- verjaland með fimm prósenta verð- bólgu. Lægst er verðbólgan á Írlandi, en þar er raunar 2,4 prósenta verð- hjöðnun. Í Hagsjá Landsbankans segir að munurinn á samræmdri vísitölu Eurostat og vísitölu neysluverðs eins og Hagstofa Íslands birtir, sé sá að Eurostat taki ekki tillit til útgjalda vegna eigin húsnæðis, en taki hins vegar tillit til útgjalda ferðamanna. Í nýjustu skýrslu sinni mæli OECD með því að verð- bólgumarkmið Seðlabankans miði við samræmdu vísitöluna. - sh Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 16 prósent á Íslandi milli ára: Langmest verðbólga á Íslandi BANDARÍKIN Nettengslasíðan Face- book hefur nú skilað hagnaði í fyrsta sinn síðan til hennar var stofnað árið 2004. Mark Zuckerberg, hugmynda- smiðurinn að baki síðunni, fagnar því jafnframt að um þessar mund- ir eru notendur síðunnar um ger- vallan heim orðnir 300 milljónir. Notendurnir voru um 200 millj- ónir í mars og þykir einstakur árangur að notendum hafi fjölgað um 100 milljónir á hálfu ári. 300 milljónir nota Facebook: Skilar hagnaði í fyrsta sinn VINSÆL SÍÐA Notendum Facebook fjölg- aði um 100 milljónir á hálfu ári. FÓLK Sveinn Friðfinnsson, sem grunaður er um að hafa haft milljarða af sænskum sparifjár- eigendum með pýramídasvindli, er umdeildur maður í heimabæ sínum Grundarfirði. Einn Grundfirðingur sem Fréttablaðið ræddi við í gær sagði marga á staðnum hafa brennt sig á því að eiga í viðskipt- um við Svein. Hann vorkenndi í raun engum sem væri svo vitlaus að láta Svein svindla á sér, svo vont orð færi af honum. Annar taldi málið uppblásið, Sveinn væri ekki alslæmur þótt einhverjum væri í nöp við hann vegna þess að hann hefði ekki staðið við gerða samninga. Lögreglan í Svíþjóð rannsak- ar nú meint svik Sveins, en hann er þó ekki eftirlýstur. Ekki hefur náðst í Svein síðustu daga. - sh Meintur svikahrappur: Umdeildur á Grundarfirði ÁSTRALÍA Ástralar eru slegnir yfir máli föður í Viktoríu-fylki sem hélt dóttur sinni fanginni frá ell- efu ára aldri og misnotaði hana kynferðislega nánast daglega í 30 ár. Nágrannar feðginanna kváð- ust hafa haft grunsemdir en ekki viljað valda vandræðum. Móðir stúlkunnar bjó allan tímann á heimilinu en heldur því fram að hana hafi aldrei grunað neitt. Stúlkan ól föður sínum fjög- ur börn á tímabilinu og komst upp um málið þegar hún vildi aldrei gefa upp nafn föður þeirra á fæðingardeildinni. Margir hafa krafist þess að félagsmálaráðherra Ástralíu segi af sér vegna málsins. Ástralskur níðingur tekinn: Misnotaði dótt- ur sína í 30 ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi á Kjalarnesi um miðjan dag í fyrradag. Við húsleit fundust um fimmtíu kannabisplöntur. LÖGREGLUMÁL Tóku kannabis á Kjalarnesi VIÐSKIPTI Lokaverð á hverjum hlut í deCODE í kauphöllinni hefur verið undir einum dollara síðustu þrjátíu daga. Vegna þessa hefur deCODE nú fengið viðvörun frá Nasdaq fyrir að uppfylla ekki skilyrði um lágmarksverð. Í tilkynningu frá deCODE segir að samkvæmt reglum Nas- daq hafi fyrirtækið 180 daga til að ná settu lágmarki. Það þýðir að fyrir 15. mars á næsta ári, þarf verð á hlut í dagslok að hafa farið yfir einn dal tíu daga í röð. Í tilkynningunni segir jafn- framt að þetta komi ekki til með að hafa nokkur áhrif á skráningu hlutabréfa í deCODE. - sh Hlutabréf kosta of lítið: Nasdaq varar deCODE við UTANRÍKISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra fundaði í gærkvöldi með Miguel Angel Mor- atinos, utanríkisráðherra Spánar. Fundurinn fór fram í Stjórnar- ráðinu. Í tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu segir að ráðherrarnir hafi rætt tvíhliða samskipti Íslands og Spánar, sem eiga sér langa sögu, og þörfina á frekari sam- ræðu á milli stjórnvalda í löndun- um, meðal annars um hagsmuni í sjávarútvegsmálum. Þá var einnig rætt um væntan- legar áherslur Spánverja í forsæti Evrópusambandsins, sem þeir taka við um næstu áramót. - sh Utanríkisráðherra Spánar: Ræddi áherslur í forsæti ESB SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.